Hvetur fólk til að hætta að væla og fara að kæla Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. janúar 2018 09:00 Vilhjálmur Andri Einarsson segir að ísböð hafi bjargað lífi sínu Skjáskot/Stöð 2 „Þetta bjargaði bara lífi mínu,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, eða Andri Iceland, Íslandsmeistari í ísbaði. Fyrir tveimur árum tók hann lífsstíl sinn alveg í gegn. Andri hafði þjáðst af stanlausum verkjum, bakverkjum, taugaverkjum og mígreni til fjölda ára. Hann sneri lífi sínu alveg við með því að nýta sér mátt kuldans, sjósunds og kaldra kara. Hann léttist um 30 kíló og fann frið frá verkjunum.Drakk til að deyfa verkina „Ég var bara fastur, fastur í vítahring bæði skömm, verkjum, vanlíðan, bara öllu þessu,“ sagði Andri í viðtali í Ísland í dag í gær. Hann segir að staðan hafi verið vonlaus. „Ég var stöðugt verkjaður,“ segir Andri en verkina má reka til alvarlegs slyss sem hann varð fyrir þegar hann var unglingur. „Ég var að príla á Akureyri sem unglingur og dett á milli hæða, fer einhverjar tvær hæðir niður og lendi á grindverki.“ Andri missti allan mátt fyrir neðan mitti í einhverja tvo klukkutíma eftir fallið og líf hans upp frá þessu einkenndist af verkjum. Andri notaði áfengi til að deifa verkina sína í meira en 20 ár og fyrir tveimur árum var hann kominn á botninn. „Hjónabandið var farið algjörlega, það var allt farið, ég átti ekki neitt eftir, ekki neitt. Ég man það að ég var farinn að tékka á líftryggingunni hjá mér, mér langaði bara að tékka mig út og líftryggingin var fyrir stelpurnar mínar. Ég átti bara ekkert eftir“Stöð 2Andri byrjaði að þjálfa líkamann sinn og fór svo að stunda ísböð. Hann kynntist Ísmanninum Wim Hoff sem heldur því fram að kuldi hjálpi til við að vinna gegn bólgum, þunglyndi og streitu. Andri ákvað að prófa þetta og ákvað að kæla líkamann á hverjum degi í tíu vikur. „Á annarri viku var mér farið að líða betur.“ Hann segir að fyrsta skiptið hafi verið erfitt en eins og sjá má í innslagi Ísland í dag hefur Andri gjörbreytt lífi sínu. „Krafturinn sem kom með þessu var ótrúlegur, ég hef bara aldrei upplifað annað eins.“Stöð 2Andri ætlar að halda fyrirlesturinn Hættu að fæla og farðu að kæla, á ráðstefnunni Bara það besta 2018 - Markmið, árangur og hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís á sunnudaginn.Innslagið með viðtalinu við Andra má sjá í spilaranum hér að neðan. Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
„Þetta bjargaði bara lífi mínu,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, eða Andri Iceland, Íslandsmeistari í ísbaði. Fyrir tveimur árum tók hann lífsstíl sinn alveg í gegn. Andri hafði þjáðst af stanlausum verkjum, bakverkjum, taugaverkjum og mígreni til fjölda ára. Hann sneri lífi sínu alveg við með því að nýta sér mátt kuldans, sjósunds og kaldra kara. Hann léttist um 30 kíló og fann frið frá verkjunum.Drakk til að deyfa verkina „Ég var bara fastur, fastur í vítahring bæði skömm, verkjum, vanlíðan, bara öllu þessu,“ sagði Andri í viðtali í Ísland í dag í gær. Hann segir að staðan hafi verið vonlaus. „Ég var stöðugt verkjaður,“ segir Andri en verkina má reka til alvarlegs slyss sem hann varð fyrir þegar hann var unglingur. „Ég var að príla á Akureyri sem unglingur og dett á milli hæða, fer einhverjar tvær hæðir niður og lendi á grindverki.“ Andri missti allan mátt fyrir neðan mitti í einhverja tvo klukkutíma eftir fallið og líf hans upp frá þessu einkenndist af verkjum. Andri notaði áfengi til að deifa verkina sína í meira en 20 ár og fyrir tveimur árum var hann kominn á botninn. „Hjónabandið var farið algjörlega, það var allt farið, ég átti ekki neitt eftir, ekki neitt. Ég man það að ég var farinn að tékka á líftryggingunni hjá mér, mér langaði bara að tékka mig út og líftryggingin var fyrir stelpurnar mínar. Ég átti bara ekkert eftir“Stöð 2Andri byrjaði að þjálfa líkamann sinn og fór svo að stunda ísböð. Hann kynntist Ísmanninum Wim Hoff sem heldur því fram að kuldi hjálpi til við að vinna gegn bólgum, þunglyndi og streitu. Andri ákvað að prófa þetta og ákvað að kæla líkamann á hverjum degi í tíu vikur. „Á annarri viku var mér farið að líða betur.“ Hann segir að fyrsta skiptið hafi verið erfitt en eins og sjá má í innslagi Ísland í dag hefur Andri gjörbreytt lífi sínu. „Krafturinn sem kom með þessu var ótrúlegur, ég hef bara aldrei upplifað annað eins.“Stöð 2Andri ætlar að halda fyrirlesturinn Hættu að fæla og farðu að kæla, á ráðstefnunni Bara það besta 2018 - Markmið, árangur og hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís á sunnudaginn.Innslagið með viðtalinu við Andra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30