Taconic Capital bætti við sig í Glitni HoldCo Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Daglegum rekstri Glitnis HoldCo lýkur um mánaðamótin. Vísir/Heiða Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem á tíu prósenta hlut í Arion banka, og vogunarsjóður í eigu auðjöfursins George Soros bættu umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Eignarhlutur sjóðsins TCA Opportunity Investments, sem er í stýringu Taconic Capital, fór úr 13,4 prósentum í 17,7 prósent í fyrra og er sjóðurinn áfram stærsti hluthafi – og þar með skuldabréfaeigandi – Glitnis. Annar sjóður í stýringu Taconic er jafnframt tíundi stærsti hluthafi félagsins með 2,3 prósenta hlut, samkvæmt ársreikningi Glitnis fyrir síðasta ár. Útibú Deutsche Bank í Lundúnum er skráð sem næststærsti hluthafi Glitnis með 17,5 prósenta hlut. Bankinn er þó ekki raunverulegur eigandi hlutarins heldur fer aðeins með vörslu hans fyrir alþjóðlega sjóði. Félag á vegum Quantum Partners, vogunarsjóðs George Soros, er þriðji stærsti hluthafinn en félagið fór með 14,1 prósents hlut í lok síðasta árs borið saman við 5,6 prósent í árslok 2016. Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Glitnir greiddi í fyrra 174,5 milljónir evra til hluthafa en greiðslurnar nema samtals 1.329 milljónum evra á síðustu tveimur árum. Hefur félagið þannig selt nánast allar sínar eignir, en um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum. Af þeim sökum verður daglegum rekstri Glitnis hætt um mánaðamótin. Hefur verið samið um starfslok við alla starfsmenn en samkomulagið felur í sér að þeir verði félaginu innan handar næstu sex mánuði gerist þess þörf. Þá eignaðist stórbankinn Morgan Stanley 8,2 prósenta hlut í Glitni í fyrra og varð þannig fjórði stærsti hluthafi félagsins. Breski bankinn Barclays fer með 8,1 prósents hlut og Burlington Loan Management, sem er írskt skúffufélag í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, með 6,4 prósenta hlut. Síðastnefndi sjóðurinn er jafnframt stærsti eigandi Klakka, sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Glitni, og þá var hann sem kunnugt er einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna.200 milljónir til stjórnarmanna og forstjóra Fram kemur í ársreikningi Glitnis HoldCo að laun og þóknanir til stjórnarmanna og forstjórans Ingólfs Haukssonar hafi verið samtals 1,6 milljónir evra, sem jafngildir um 201 milljón króna, á síðasta ári. Til samanburðar var fjárhæðin 1,9 milljónir evra árið 2016. Aðalfundur Glitnis fer fram 30. janúar en samkvæmt tillögum sem hafa verið lagðar fyrir fundinn er lagt til að þóknun almennra stjórnarmanna, Danans Steen Parsholt og Norðmannsins Tom Grøndahl, verði 20 þúsund evrur á þessu ári og að stjórnarformaðurinn, Bretinn Mike Wheeler, fái 30 þúsund evrur. Auk þess er lagt til að stjórnarmennirnir fái sérstaklega greitt þurfi þeir að starfa í meira en fimm vinnudaga á árinu fyrir Glitni. Yrði þá þóknunin 5 þúsund evrur á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem á tíu prósenta hlut í Arion banka, og vogunarsjóður í eigu auðjöfursins George Soros bættu umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Eignarhlutur sjóðsins TCA Opportunity Investments, sem er í stýringu Taconic Capital, fór úr 13,4 prósentum í 17,7 prósent í fyrra og er sjóðurinn áfram stærsti hluthafi – og þar með skuldabréfaeigandi – Glitnis. Annar sjóður í stýringu Taconic er jafnframt tíundi stærsti hluthafi félagsins með 2,3 prósenta hlut, samkvæmt ársreikningi Glitnis fyrir síðasta ár. Útibú Deutsche Bank í Lundúnum er skráð sem næststærsti hluthafi Glitnis með 17,5 prósenta hlut. Bankinn er þó ekki raunverulegur eigandi hlutarins heldur fer aðeins með vörslu hans fyrir alþjóðlega sjóði. Félag á vegum Quantum Partners, vogunarsjóðs George Soros, er þriðji stærsti hluthafinn en félagið fór með 14,1 prósents hlut í lok síðasta árs borið saman við 5,6 prósent í árslok 2016. Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Glitnir greiddi í fyrra 174,5 milljónir evra til hluthafa en greiðslurnar nema samtals 1.329 milljónum evra á síðustu tveimur árum. Hefur félagið þannig selt nánast allar sínar eignir, en um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum. Af þeim sökum verður daglegum rekstri Glitnis hætt um mánaðamótin. Hefur verið samið um starfslok við alla starfsmenn en samkomulagið felur í sér að þeir verði félaginu innan handar næstu sex mánuði gerist þess þörf. Þá eignaðist stórbankinn Morgan Stanley 8,2 prósenta hlut í Glitni í fyrra og varð þannig fjórði stærsti hluthafi félagsins. Breski bankinn Barclays fer með 8,1 prósents hlut og Burlington Loan Management, sem er írskt skúffufélag í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, með 6,4 prósenta hlut. Síðastnefndi sjóðurinn er jafnframt stærsti eigandi Klakka, sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Glitni, og þá var hann sem kunnugt er einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna.200 milljónir til stjórnarmanna og forstjóra Fram kemur í ársreikningi Glitnis HoldCo að laun og þóknanir til stjórnarmanna og forstjórans Ingólfs Haukssonar hafi verið samtals 1,6 milljónir evra, sem jafngildir um 201 milljón króna, á síðasta ári. Til samanburðar var fjárhæðin 1,9 milljónir evra árið 2016. Aðalfundur Glitnis fer fram 30. janúar en samkvæmt tillögum sem hafa verið lagðar fyrir fundinn er lagt til að þóknun almennra stjórnarmanna, Danans Steen Parsholt og Norðmannsins Tom Grøndahl, verði 20 þúsund evrur á þessu ári og að stjórnarformaðurinn, Bretinn Mike Wheeler, fái 30 þúsund evrur. Auk þess er lagt til að stjórnarmennirnir fái sérstaklega greitt þurfi þeir að starfa í meira en fimm vinnudaga á árinu fyrir Glitni. Yrði þá þóknunin 5 þúsund evrur á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Sjá meira