Þorgerður Katrín stefnir á endurkjör í formannsembætti á landsþingi í mars Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 18:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar býður sig fram til endurkjörs á landsþingi flokksins í mars. Hún gæti hins vegar fengið mótframboð þar sem Þorsteinn Víglundsson íhugar að bjóða sig einnig fram til formanns eftir áskoranir frá flokksmönnum. Þegar rúmur hálfur mánuður var til alþingiskosninga í október sagði Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar óvænt af sér formennsku. En vikurnar á undan hafði flokkurinn varla mælst með þingmenn inni í könnunum. Sama dag tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við formennskunni eftir stíf fundarhöld í helstu stofnunum flokksins. Hún sækist áfram eftir að leiða flokkinn sem heldur flokksþing í marsmánuði. „Já það er alveg skýrt. Ég ætla að halda áfram að bjóða mig fram sem formaður Viðreisnar. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir, krefjandi dagar og vikur sem ég hef verið formaður. Ég tók við Viðreisn á erfiðum tíma,“ segir Þorgerður Katrín.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Þorsteinn Víglundsson að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig einnig fram til formennsku. Hann hafi ekki tekið afstöðu til þess en óþarfi væri að draga þá ákvörðun um of á langinn. Hann muni hafa heildarhagsmuni flokksins að leiðarljósi við þá ákvörðun en menn ættu ekki að vera hræddir við að kjósa forystu á landsþingi. Hins vegar væru engar deilur um þessi mál innan flokksins eða milli hans og núverandi formanns. Þorgerður Katrín segir undanfarnar vikur sýna brýna þörf á Viðreisn á þingi. „Það er alveg ljóst að rödd Viðreisnar, frjálslyndra afla, þarf að vera sterk. Þess vegna er mikilvægt að við þéttum raðirnar og komum öflug til leiks. Því ríkisstjórnin mun ekki sjá um frjálslyndu hliðina í íslensku samfélagi,“ segir formaður Viðreisnar. Þá væru sveitarstjórnarkosningar fram undan í vor.Myndir þú líta þannig á ef Þorsteinn byði sig fram að þá væri hann að bjóða sig fram gegn þér? „Ég hef bara ekki hugsað út í það ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hef verið að nýta mína krafta í að byggja upp flokkinn. Við erum á fullu varðandi sveitarstjórnarmál. Ég hef verið að fara víða um landið, tala við fólkið okkar. Það er það sem ég er að hugsa um þessa dagana. En ég hef alla tíð og áður en við komum inn á þing átt mjög gott samstarf við Þorstein Víglundsson,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar býður sig fram til endurkjörs á landsþingi flokksins í mars. Hún gæti hins vegar fengið mótframboð þar sem Þorsteinn Víglundsson íhugar að bjóða sig einnig fram til formanns eftir áskoranir frá flokksmönnum. Þegar rúmur hálfur mánuður var til alþingiskosninga í október sagði Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar óvænt af sér formennsku. En vikurnar á undan hafði flokkurinn varla mælst með þingmenn inni í könnunum. Sama dag tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við formennskunni eftir stíf fundarhöld í helstu stofnunum flokksins. Hún sækist áfram eftir að leiða flokkinn sem heldur flokksþing í marsmánuði. „Já það er alveg skýrt. Ég ætla að halda áfram að bjóða mig fram sem formaður Viðreisnar. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir, krefjandi dagar og vikur sem ég hef verið formaður. Ég tók við Viðreisn á erfiðum tíma,“ segir Þorgerður Katrín.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Þorsteinn Víglundsson að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig einnig fram til formennsku. Hann hafi ekki tekið afstöðu til þess en óþarfi væri að draga þá ákvörðun um of á langinn. Hann muni hafa heildarhagsmuni flokksins að leiðarljósi við þá ákvörðun en menn ættu ekki að vera hræddir við að kjósa forystu á landsþingi. Hins vegar væru engar deilur um þessi mál innan flokksins eða milli hans og núverandi formanns. Þorgerður Katrín segir undanfarnar vikur sýna brýna þörf á Viðreisn á þingi. „Það er alveg ljóst að rödd Viðreisnar, frjálslyndra afla, þarf að vera sterk. Þess vegna er mikilvægt að við þéttum raðirnar og komum öflug til leiks. Því ríkisstjórnin mun ekki sjá um frjálslyndu hliðina í íslensku samfélagi,“ segir formaður Viðreisnar. Þá væru sveitarstjórnarkosningar fram undan í vor.Myndir þú líta þannig á ef Þorsteinn byði sig fram að þá væri hann að bjóða sig fram gegn þér? „Ég hef bara ekki hugsað út í það ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hef verið að nýta mína krafta í að byggja upp flokkinn. Við erum á fullu varðandi sveitarstjórnarmál. Ég hef verið að fara víða um landið, tala við fólkið okkar. Það er það sem ég er að hugsa um þessa dagana. En ég hef alla tíð og áður en við komum inn á þing átt mjög gott samstarf við Þorstein Víglundsson,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00
Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent