Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2018 20:00 Skúli Thoroddsen, lögmaður Orkustofnunar og staðgengill orkumálastjóra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. Þar á bæ telja menn að efnahagslegar ástæður valdi því að erlendu félögin drógu sig út, en ný gögn gefi fyrirheit um að farið verði í nýtt útboð. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Skúla Thoroddsen, lögmann Orkustofnunar og staðgengil orkumálastjóra. Fulltrúar Orkustofnunar hafa setið fundi sérleyfishafa en Skúli segir að þeir hafi ekki fengið neina beina yfirlýsingu um ástæður þess að ríkisolíufélögin CNOOC og Petoro drógu sig út. Hann tekur ekki undir að pólitík skýri ákvörðun þeirra, en telur að ástæðan sé fremur efnahagsleg. „Svæðið er miklu flóknara heldur en menn kannski áttu von á beinlínis. Það hefur verið meiri eldvirkni á svæðinu, hraunlög yfir setlögunum, þar sem olíu er að finna, eru þykkari. Þannig að það er dýrt að fara í þessar rannsóknir. Þannig að ég held að þetta séu kannski beinharðir peningar sem ráða því, - að það svari ekki kostnaði að svo stöddu að fara í frekari rannsóknir,“ segir Skúli. Rannsóknaskipið Harrier Explorer á ytri höfninni í Reykjavík sumarið 2016 áður en það hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hann upplýsir að olíufyrirtækin hafi þegar greitt til ríkisins rúmar 500 milljónir króna í leyfisgjöld og nú hefðu gjaldfallið 60 milljónir króna á CNOOC-leyfið fyrir árið 2018. Þá áætlar Orkustofnun að rannsóknarkostnaður á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna. „Ýmsir aðrir hafa nefnt hærri tölur en það. En hann er allavega umtalsverður og sennilega ekki undir fimm milljörðum,“ segir Skúli. Orkustofnun telur forsendur sérleyfisins nú brostnar og segir Eykon ekki hafa burði til að halda eitt áfram. Eykon hafi nú andmælarétt til 15. febrúar og Orkustofnun muni í framhaldi af því taka ákvörðun um hvað verði um sérleyfið. Skúli vill engu svara um hvort til greina komi að veita Eykoni lengri frest. „Ef Eykon væri með uppi í vasanum eitthvert stórt olíufyrirtæki og legði það á borðið á morgun, þá myndum við nú hugsa okkur um. Því það er náttúrlega mikilvægt að rannsóknir haldi áfram og þær falli ekki niður. Það segir sig sjálft. Það eru hagsmunir íslenska ríkisins, sem eru í því fólgnir.“ Fulltrúar CNOOC, Eykons og Orkustofnunar á Reyðarfirði haustið 2015 þegar rannsóknarskipið Oceanic Challenger lagði upp í leiðangur á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. En jafnvel þótt þetta sérleyfi félli úr gildi telur Skúli að olíuleitin muni halda áfram enda liggi núna fyrir mun betri gögn um Drekasvæðið. „Það eru kannski nýjar og aðrar forsendur til þess að fara þá í þriðja útboðið, þó að það verði kannski ekki strax. Og sé þarna olía, þá hefur hún verið þarna og hún verður þarna áfram. Tíminn verður þá bara að leiða það í ljós hvernig við bregðumst við því í framtíðinni.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu vegna úthlutunar nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi. 5. janúar 2018 20:30 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Sér ekki loftslagsmarkmið og olíuvinnslu ganga saman Umhverfisráðherra telur það afar ólíklegt að ráðist verði í nýtt útboð vegna olíuleitar í tíð sitjandi ríkisstjórnar. 23. janúar 2018 16:00 Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar. 23. janúar 2018 22:15 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. Þar á bæ telja menn að efnahagslegar ástæður valdi því að erlendu félögin drógu sig út, en ný gögn gefi fyrirheit um að farið verði í nýtt útboð. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Skúla Thoroddsen, lögmann Orkustofnunar og staðgengil orkumálastjóra. Fulltrúar Orkustofnunar hafa setið fundi sérleyfishafa en Skúli segir að þeir hafi ekki fengið neina beina yfirlýsingu um ástæður þess að ríkisolíufélögin CNOOC og Petoro drógu sig út. Hann tekur ekki undir að pólitík skýri ákvörðun þeirra, en telur að ástæðan sé fremur efnahagsleg. „Svæðið er miklu flóknara heldur en menn kannski áttu von á beinlínis. Það hefur verið meiri eldvirkni á svæðinu, hraunlög yfir setlögunum, þar sem olíu er að finna, eru þykkari. Þannig að það er dýrt að fara í þessar rannsóknir. Þannig að ég held að þetta séu kannski beinharðir peningar sem ráða því, - að það svari ekki kostnaði að svo stöddu að fara í frekari rannsóknir,“ segir Skúli. Rannsóknaskipið Harrier Explorer á ytri höfninni í Reykjavík sumarið 2016 áður en það hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hann upplýsir að olíufyrirtækin hafi þegar greitt til ríkisins rúmar 500 milljónir króna í leyfisgjöld og nú hefðu gjaldfallið 60 milljónir króna á CNOOC-leyfið fyrir árið 2018. Þá áætlar Orkustofnun að rannsóknarkostnaður á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna. „Ýmsir aðrir hafa nefnt hærri tölur en það. En hann er allavega umtalsverður og sennilega ekki undir fimm milljörðum,“ segir Skúli. Orkustofnun telur forsendur sérleyfisins nú brostnar og segir Eykon ekki hafa burði til að halda eitt áfram. Eykon hafi nú andmælarétt til 15. febrúar og Orkustofnun muni í framhaldi af því taka ákvörðun um hvað verði um sérleyfið. Skúli vill engu svara um hvort til greina komi að veita Eykoni lengri frest. „Ef Eykon væri með uppi í vasanum eitthvert stórt olíufyrirtæki og legði það á borðið á morgun, þá myndum við nú hugsa okkur um. Því það er náttúrlega mikilvægt að rannsóknir haldi áfram og þær falli ekki niður. Það segir sig sjálft. Það eru hagsmunir íslenska ríkisins, sem eru í því fólgnir.“ Fulltrúar CNOOC, Eykons og Orkustofnunar á Reyðarfirði haustið 2015 þegar rannsóknarskipið Oceanic Challenger lagði upp í leiðangur á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. En jafnvel þótt þetta sérleyfi félli úr gildi telur Skúli að olíuleitin muni halda áfram enda liggi núna fyrir mun betri gögn um Drekasvæðið. „Það eru kannski nýjar og aðrar forsendur til þess að fara þá í þriðja útboðið, þó að það verði kannski ekki strax. Og sé þarna olía, þá hefur hún verið þarna og hún verður þarna áfram. Tíminn verður þá bara að leiða það í ljós hvernig við bregðumst við því í framtíðinni.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu vegna úthlutunar nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi. 5. janúar 2018 20:30 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Sér ekki loftslagsmarkmið og olíuvinnslu ganga saman Umhverfisráðherra telur það afar ólíklegt að ráðist verði í nýtt útboð vegna olíuleitar í tíð sitjandi ríkisstjórnar. 23. janúar 2018 16:00 Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar. 23. janúar 2018 22:15 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15
Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu vegna úthlutunar nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi. 5. janúar 2018 20:30
Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39
Sér ekki loftslagsmarkmið og olíuvinnslu ganga saman Umhverfisráðherra telur það afar ólíklegt að ráðist verði í nýtt útboð vegna olíuleitar í tíð sitjandi ríkisstjórnar. 23. janúar 2018 16:00
Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar. 23. janúar 2018 22:15