Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Sýrlenskir uppreisnarmenn berjast með Tyrkjum. Nordicphotos/AFP Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið ellefu einstaklinga sem grunaðir eru um að dreifa „hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum um innrás Tyrkjahers á það landsvæði sem Kúrdar hafa stýrt í norðurhluta Sýrlands, nærri landamærum ríkjanna. Frá þessu greindi ríkisfréttastofan Anadolu í gær. Alls séu um 150 í haldi vegna meints stuðnings við YPG, hersveitir Kúrda, sem Tyrkir álíta hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og bæði NATO og Evrópusambandið telja hryðjuverkasamtök. Tyrkir hafa nú þegar tekið nokkra bæi í Afrin-héraði og greindi Washington Post frá því í gær að þarlend yfirvöld hefðu áhyggjur af því að aðgerðir Tyrkja gætu raskað stríðinu gegn ISIS. Kúrdar hafa víða um heim mótmælt innrásinni harðlega en YPG er hluti af hernaðarbandalaginu gegn ISIS, rétt eins og Bandaríkjamenn og sjálfir Tyrkir. Þrömmuðu til að mynda hundruð Kúrda að tröppum sendiráða Rússlands og Bandaríkjanna á Kýpur í gær og brenndu myndir af Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Kröfðust þeir þess að Tyrkir hyrfu á brott frá svæðinu. Erdogan sagði í gær að hernaðaraðgerðirnar gengju vel og myndu halda áfram „þar til engir hryðjuverkamenn væru eftir á svæðinu“. Hét hann því að Tyrkir myndu halda austur að borginni Manbij, sem einnig er undir stjórn Kúrda, og sagði markmiðið að „hreinsa svæðið af þessu vandamáli“. Þá sagði Erdogan að tyrkneskir hermenn og bandamenn þeirra úr röðum sýrlenskra uppreisnarmanna hefðu fellt að minnsta kosti 268 sýrlenska Kúrda frá því innrásin var gerð þann 20. janúar síðastliðinn. Á meðan Tyrkir og Kúrdar kljást í norðurhluta Sýrlands hafa Bandaríkjamenn sakað ríkisstjórnarherinn um að beita enn á ný efnavopnum gegn almennum borgurum. Nú síðast í Austur-Ghouta á mánudag en mannúðarsamtök hafa greint frá því að tvær árásir hafi verið gerðar í héraðinu þá. Alls fjórar frá áramótum. Greina læknar á svæðinu frá því að tugir barna hafi sýnt einkenni eitrunar af völdum klórgass. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að Rússar bæru ábyrgð á því að hafa ekki stjórn á bandamönnum sínum í ríkisstjórn Bashars al-Assad. Sýrlandsstjórn hefur ítrekað beitt banvænum efnavopnum á svæðum sem uppreisnarmenn stjórna. „Rússar bera ábyrgð á þessum árásum, burtséð frá því hver gerði þær,“ sagði Tillerson. Assad-liðar höfnuðu því alfarið í gær að þeir hefðu beitt efnavopnum og sögðu að um lygar væri að ræða. Ásakanir Bandaríkjanna og Frakka væru hluti af samstilltu átaki gegn ríkisstjórninni. Hernaðarbandalagið gegn ISIS tilkynnti í gær um að bandaríski herinn hefði fellt allt að 150 skæruliða í loftárás á eitt höfuðvígi samtakanna í Deir al-Zour-héraði. Með yfirlýsingunni fylgdu þær upplýsingar að nú hefði ISIS misst 98 prósent þess landsvæðis sem samtökunum tókst að sölsa undir sig í Írak og Sýrlandi árið 2014 þegar stofnun kalífadæmis var lýst yfir. Birtist í Fréttablaðinu Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið ellefu einstaklinga sem grunaðir eru um að dreifa „hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum um innrás Tyrkjahers á það landsvæði sem Kúrdar hafa stýrt í norðurhluta Sýrlands, nærri landamærum ríkjanna. Frá þessu greindi ríkisfréttastofan Anadolu í gær. Alls séu um 150 í haldi vegna meints stuðnings við YPG, hersveitir Kúrda, sem Tyrkir álíta hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og bæði NATO og Evrópusambandið telja hryðjuverkasamtök. Tyrkir hafa nú þegar tekið nokkra bæi í Afrin-héraði og greindi Washington Post frá því í gær að þarlend yfirvöld hefðu áhyggjur af því að aðgerðir Tyrkja gætu raskað stríðinu gegn ISIS. Kúrdar hafa víða um heim mótmælt innrásinni harðlega en YPG er hluti af hernaðarbandalaginu gegn ISIS, rétt eins og Bandaríkjamenn og sjálfir Tyrkir. Þrömmuðu til að mynda hundruð Kúrda að tröppum sendiráða Rússlands og Bandaríkjanna á Kýpur í gær og brenndu myndir af Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Kröfðust þeir þess að Tyrkir hyrfu á brott frá svæðinu. Erdogan sagði í gær að hernaðaraðgerðirnar gengju vel og myndu halda áfram „þar til engir hryðjuverkamenn væru eftir á svæðinu“. Hét hann því að Tyrkir myndu halda austur að borginni Manbij, sem einnig er undir stjórn Kúrda, og sagði markmiðið að „hreinsa svæðið af þessu vandamáli“. Þá sagði Erdogan að tyrkneskir hermenn og bandamenn þeirra úr röðum sýrlenskra uppreisnarmanna hefðu fellt að minnsta kosti 268 sýrlenska Kúrda frá því innrásin var gerð þann 20. janúar síðastliðinn. Á meðan Tyrkir og Kúrdar kljást í norðurhluta Sýrlands hafa Bandaríkjamenn sakað ríkisstjórnarherinn um að beita enn á ný efnavopnum gegn almennum borgurum. Nú síðast í Austur-Ghouta á mánudag en mannúðarsamtök hafa greint frá því að tvær árásir hafi verið gerðar í héraðinu þá. Alls fjórar frá áramótum. Greina læknar á svæðinu frá því að tugir barna hafi sýnt einkenni eitrunar af völdum klórgass. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að Rússar bæru ábyrgð á því að hafa ekki stjórn á bandamönnum sínum í ríkisstjórn Bashars al-Assad. Sýrlandsstjórn hefur ítrekað beitt banvænum efnavopnum á svæðum sem uppreisnarmenn stjórna. „Rússar bera ábyrgð á þessum árásum, burtséð frá því hver gerði þær,“ sagði Tillerson. Assad-liðar höfnuðu því alfarið í gær að þeir hefðu beitt efnavopnum og sögðu að um lygar væri að ræða. Ásakanir Bandaríkjanna og Frakka væru hluti af samstilltu átaki gegn ríkisstjórninni. Hernaðarbandalagið gegn ISIS tilkynnti í gær um að bandaríski herinn hefði fellt allt að 150 skæruliða í loftárás á eitt höfuðvígi samtakanna í Deir al-Zour-héraði. Með yfirlýsingunni fylgdu þær upplýsingar að nú hefði ISIS misst 98 prósent þess landsvæðis sem samtökunum tókst að sölsa undir sig í Írak og Sýrlandi árið 2014 þegar stofnun kalífadæmis var lýst yfir.
Birtist í Fréttablaðinu Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira