Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 23:25 Trump sagðist tilbúinn að svara spurningum eiðsvarinn. Áður spurði hann fréttamenn hins vegar hvort að Hillary Clinton hefði verið eiðsvarin þegar hún svaraði spurningum FBI um notkun sína á einkatölvupóstþjóni sumarið 2016. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsir sig tilbúinn að til að ræða eiðsvarinn við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á meintu samráði forsetaframboði hans við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Mueller vilji ræða við forsetann á næstu vikum. „Ég hlakka til þess,“ sagði Trump þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann myndi samþykkja að ræða við rannsakandann í Hvíta húsinu dag, að sögn New York Times. Trump sagðist einnig tilbúinn að svara spurningum eiðsvarinn. Hann vilji ræða við Mueller sem fyrst, að því er Washington Post hefur eftir forsetanum. Þá virtist Trump staðfesta að hann eigi að svara spurningum um hvort hann hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Washington Post segir hann hafa gefið í skyn að það væri til rannsóknar vegna þess að hann hafi „barist á móti”. „Barðist hann á móti? Þú barðist á móti, jæja, það er hindrun,“ sagði Trump við fréttamennina.Man ekki eftir að hafa spurt yfirmann FBI um atkvæði hans Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því í gær og í dag að æðstu yfirmenn dóms-, leyniþjónustu- og lögreglumála hafi gefið Mueller skýrslu síðustu vikur og mánuði. Er það talið til marks um að rannsókn Mueller beinist í auknum mæli að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Á meðal þeirra sem hafa rætt við rannsakendur Mueller er James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, sem Trump rak, að eigin sögn vegna Rússarannsóknarinnar. Sú ákvörðun varð til þess að Mueller var falið að stjórna rannsókninni.Bloomberg-fréttastofan segir að Trump hafi jafnframt borið því við í dag að hann myndi ekki eftir að hafa spurt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóra FBI, að því hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum þegar hann ræddi við hann í Hvíta húsinu skömmu eftir að Trump rak Comey. Washington Post hafði það eftir heimildarmönnum í gær. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsir sig tilbúinn að til að ræða eiðsvarinn við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á meintu samráði forsetaframboði hans við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Mueller vilji ræða við forsetann á næstu vikum. „Ég hlakka til þess,“ sagði Trump þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann myndi samþykkja að ræða við rannsakandann í Hvíta húsinu dag, að sögn New York Times. Trump sagðist einnig tilbúinn að svara spurningum eiðsvarinn. Hann vilji ræða við Mueller sem fyrst, að því er Washington Post hefur eftir forsetanum. Þá virtist Trump staðfesta að hann eigi að svara spurningum um hvort hann hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Washington Post segir hann hafa gefið í skyn að það væri til rannsóknar vegna þess að hann hafi „barist á móti”. „Barðist hann á móti? Þú barðist á móti, jæja, það er hindrun,“ sagði Trump við fréttamennina.Man ekki eftir að hafa spurt yfirmann FBI um atkvæði hans Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því í gær og í dag að æðstu yfirmenn dóms-, leyniþjónustu- og lögreglumála hafi gefið Mueller skýrslu síðustu vikur og mánuði. Er það talið til marks um að rannsókn Mueller beinist í auknum mæli að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Á meðal þeirra sem hafa rætt við rannsakendur Mueller er James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, sem Trump rak, að eigin sögn vegna Rússarannsóknarinnar. Sú ákvörðun varð til þess að Mueller var falið að stjórna rannsókninni.Bloomberg-fréttastofan segir að Trump hafi jafnframt borið því við í dag að hann myndi ekki eftir að hafa spurt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóra FBI, að því hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum þegar hann ræddi við hann í Hvíta húsinu skömmu eftir að Trump rak Comey. Washington Post hafði það eftir heimildarmönnum í gær.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00