Segja fátt um framboðsáform Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. janúar 2018 08:18 Margrét Friðriksdóttir er í framboðshug. Stöð 2 Margrét Friðriksdóttir, margmiðlunarhönnuður og einn stjórnenda Facebook-síðunnar Stjórnmálaspjallið, kannar þessa dagana möguleika á nýju framboði til borgarstjórnarkosninganna í vor. „Ég ætla ekkert að upplýsa neitt strax en það er nýtt framboð í kortunum. Ég er í viðræðum við nokkra og þetta kemur allt í ljós á næstu tveimur vikum eða svo,“ segir Margrét sem í fyrrakvöld auglýsti á Stjórnmálaspjallinu eftir „fólki með brennandi áhuga á pólitík og sem vill bjóða sig fram fyrir komandi kosningar í vor.“ Þegar Margrét er spurð hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, sé með henni í þessum þreifingum svarar hún:Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.Vísir/valgarður „Ég gef ekkert upp eins og staðan er núna.“ Sveinbjörg Birna, sem hefur verið utan flokka síðan hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn, hefur látið þau boð út ganga að hún sé ekki að hætta í borgarpólitíkinni. Hún er hins vegar ekki síður leyndardómsfull en Margrét þegar hún er spurð hvað hún hyggist fyrir. „Það eru svo margir flokkar sem vilja vinna með mér en ég svo vandlát eftir að hafa farið svona illa út úr þessu Framsóknarævintýri. Ég er að skoða þetta og á von á að línur verði orðnar skýrari um mánaðamótin.“ Sveinbjörg segir líklegt að ekki færri en sjö til átta flokkar verði í framboði í vor. Gerjunin sé slík. „Þetta sýnir hversu fólk er orðið óánægt og kannski ekki síst óánægt með frammistöðu þeirra flokka sem hafa verið mest áberandi í borginni, Sjálfstæðisflokk og Samfylkinguna þar sem skörunin er mest. Í þessari óánægju skapast svigrúm fyrir aðra.“ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Margrét Friðriksdóttir, margmiðlunarhönnuður og einn stjórnenda Facebook-síðunnar Stjórnmálaspjallið, kannar þessa dagana möguleika á nýju framboði til borgarstjórnarkosninganna í vor. „Ég ætla ekkert að upplýsa neitt strax en það er nýtt framboð í kortunum. Ég er í viðræðum við nokkra og þetta kemur allt í ljós á næstu tveimur vikum eða svo,“ segir Margrét sem í fyrrakvöld auglýsti á Stjórnmálaspjallinu eftir „fólki með brennandi áhuga á pólitík og sem vill bjóða sig fram fyrir komandi kosningar í vor.“ Þegar Margrét er spurð hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, sé með henni í þessum þreifingum svarar hún:Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.Vísir/valgarður „Ég gef ekkert upp eins og staðan er núna.“ Sveinbjörg Birna, sem hefur verið utan flokka síðan hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn, hefur látið þau boð út ganga að hún sé ekki að hætta í borgarpólitíkinni. Hún er hins vegar ekki síður leyndardómsfull en Margrét þegar hún er spurð hvað hún hyggist fyrir. „Það eru svo margir flokkar sem vilja vinna með mér en ég svo vandlát eftir að hafa farið svona illa út úr þessu Framsóknarævintýri. Ég er að skoða þetta og á von á að línur verði orðnar skýrari um mánaðamótin.“ Sveinbjörg segir líklegt að ekki færri en sjö til átta flokkar verði í framboði í vor. Gerjunin sé slík. „Þetta sýnir hversu fólk er orðið óánægt og kannski ekki síst óánægt með frammistöðu þeirra flokka sem hafa verið mest áberandi í borginni, Sjálfstæðisflokk og Samfylkinguna þar sem skörunin er mest. Í þessari óánægju skapast svigrúm fyrir aðra.“
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira