Guðrún vill baráttusæti í flokksvali Samfylkingar Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2018 15:14 Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila. vísir/gva Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingkona og tengiliður vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu, hefur tilkynnt að hún taki þátt í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Frá þessu greinir Guðrún í lokuðum Facebook-hópi fyrir flokksfélaga Samfylkingarinnar. Hún kveðst þar sækjast eftir 5. til 8. sæti á listanum og telur að hún muni „nýtast best í baráttusæti.“ Guðrún segist í samtali við Vísi ekki nenna að taka einhverja slagi með því að sækjast eftir sæti ofar á lista. „Ég nenni því ekki. Sá tími er liðinn,“ segir Guðrún létt í bragði.Hefði kosið uppstillingu Í færslu sinni segist hún afskaplega lítið hrifin af prófkjörum og flokksvali og að hún hefði kosið að flokkurinn hefði gripið til uppstillingar. „Ég vil hinsvegar leggja mitt að mörkum til að okkur farnist vel, því málefnin eru mörg og brýn. Ég er líka frekar brúarsmiður en átakamanneskja, ég er líka frekar víðsýn en þrönsýn, skil frekar en dæmi, vil hafa allt uppá borðum, þoli ekki neðanjarðarstarfsemi, vel mennskuna og málefnalegt samtal, er jafnaðarmaður og feministi og svo ótal margt annað,“ segir Guðrún sem segist jafnframt ekki ætla að eyða peningum í flokksvalsbaráttuna. Guðrún sat á þingi fyrir Samfykingu á árunum 1999 til 2007. Hún var ráðin tengiliður vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu árið 2010. Framboðsfrestur rennur út í dag og fer flokksvalið fram 10. febrúar. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingkona og tengiliður vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu, hefur tilkynnt að hún taki þátt í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Frá þessu greinir Guðrún í lokuðum Facebook-hópi fyrir flokksfélaga Samfylkingarinnar. Hún kveðst þar sækjast eftir 5. til 8. sæti á listanum og telur að hún muni „nýtast best í baráttusæti.“ Guðrún segist í samtali við Vísi ekki nenna að taka einhverja slagi með því að sækjast eftir sæti ofar á lista. „Ég nenni því ekki. Sá tími er liðinn,“ segir Guðrún létt í bragði.Hefði kosið uppstillingu Í færslu sinni segist hún afskaplega lítið hrifin af prófkjörum og flokksvali og að hún hefði kosið að flokkurinn hefði gripið til uppstillingar. „Ég vil hinsvegar leggja mitt að mörkum til að okkur farnist vel, því málefnin eru mörg og brýn. Ég er líka frekar brúarsmiður en átakamanneskja, ég er líka frekar víðsýn en þrönsýn, skil frekar en dæmi, vil hafa allt uppá borðum, þoli ekki neðanjarðarstarfsemi, vel mennskuna og málefnalegt samtal, er jafnaðarmaður og feministi og svo ótal margt annað,“ segir Guðrún sem segist jafnframt ekki ætla að eyða peningum í flokksvalsbaráttuna. Guðrún sat á þingi fyrir Samfykingu á árunum 1999 til 2007. Hún var ráðin tengiliður vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu árið 2010. Framboðsfrestur rennur út í dag og fer flokksvalið fram 10. febrúar.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira