„Gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort hefja eigi rannsókn á Robert Downey á grundvelli minnisbókar sem inniheldur 335 nöfn. Faðir stúlku sem brotið var gegn og er nefnd í bókinni segir nauðsynlegt að kanna málið til hlítar.Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag var lögreglan hvött til þess að rannsaka minnisbók sem var í eigu Roberts Downey. Bókin inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna og var hluti af sönnunargögnum í kynferðisbrotamáli fjögurra kvenna gegn Downey árið 2007. Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir málið vera til skoðunar. „Við erum að fara yfir hana og erum bara að kanna grundvöll fyrir því hvort við eigum að taka upp rannsókn. Við erum að skoða hugsanlega fyrningu," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. „Ef brot eru augljóslega fyrnd eru það tilmæli frá ríkissaksóknara um að lögregla eigi að hætta rannsókn þannig að við erum bara að skoða öll markatilvik," segir Hulda.Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Stöð 2Anna Katrín Snorradóttir sem kærði Robert Downey fyrir kynferðisbrot í júlí síðastliðnum hefur talið að hennar mál megi styðja með sönnunargögnum úr málinu frá 2007. Hingað til hefur lögregla svarað því að gögnunum hafi veirð eytt. Hulda segir þetta hafa verið misskilning hjá lögreglunni. Bókin hafi alltaf verið til staðar líkt og önnur gögn sem lögð voru fyrir Hæstarétt. „Hins vegar var búið að eyða öðrum sönnunargögnum sem heimild var fyrir að eyða," segir Hulda. Annar greinarhöfunda bendir á að nöfn allra þeirra kvenna sem Robert Downey hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn komi fram í bókinni. Því hljóti að vera nauðsynlegt að kanna hana til hlítar. „Af líkunum sem við skoðum, það er fimm af 335 nöfnum. Af þeim líkum gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi þarna. Að því að það eru algjörlega ekkert allir sem vilja stíga fram og nenna að taka stríðið eða þora að taka stríðið í fjölmiðlum og hafa hátt. En það virðist vera nauðsynlegt til þess að fá eitthvað að frétta," segir Bergur Þór Ingólfsson. MeToo Tengdar fréttir „Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50 Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort hefja eigi rannsókn á Robert Downey á grundvelli minnisbókar sem inniheldur 335 nöfn. Faðir stúlku sem brotið var gegn og er nefnd í bókinni segir nauðsynlegt að kanna málið til hlítar.Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag var lögreglan hvött til þess að rannsaka minnisbók sem var í eigu Roberts Downey. Bókin inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna og var hluti af sönnunargögnum í kynferðisbrotamáli fjögurra kvenna gegn Downey árið 2007. Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir málið vera til skoðunar. „Við erum að fara yfir hana og erum bara að kanna grundvöll fyrir því hvort við eigum að taka upp rannsókn. Við erum að skoða hugsanlega fyrningu," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. „Ef brot eru augljóslega fyrnd eru það tilmæli frá ríkissaksóknara um að lögregla eigi að hætta rannsókn þannig að við erum bara að skoða öll markatilvik," segir Hulda.Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Stöð 2Anna Katrín Snorradóttir sem kærði Robert Downey fyrir kynferðisbrot í júlí síðastliðnum hefur talið að hennar mál megi styðja með sönnunargögnum úr málinu frá 2007. Hingað til hefur lögregla svarað því að gögnunum hafi veirð eytt. Hulda segir þetta hafa verið misskilning hjá lögreglunni. Bókin hafi alltaf verið til staðar líkt og önnur gögn sem lögð voru fyrir Hæstarétt. „Hins vegar var búið að eyða öðrum sönnunargögnum sem heimild var fyrir að eyða," segir Hulda. Annar greinarhöfunda bendir á að nöfn allra þeirra kvenna sem Robert Downey hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn komi fram í bókinni. Því hljóti að vera nauðsynlegt að kanna hana til hlítar. „Af líkunum sem við skoðum, það er fimm af 335 nöfnum. Af þeim líkum gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi þarna. Að því að það eru algjörlega ekkert allir sem vilja stíga fram og nenna að taka stríðið eða þora að taka stríðið í fjölmiðlum og hafa hátt. En það virðist vera nauðsynlegt til þess að fá eitthvað að frétta," segir Bergur Þór Ingólfsson.
MeToo Tengdar fréttir „Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50 Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
„Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50
Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00
Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06