Þingið vill lægri skatt á fjölmiðlaáskrift Baldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það forgangsmál að endurskoða skattaumhverfi fjölmiðla í landinu. vísir/Ernir Yfirgnæfandi stuðningur er við þá tillögu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla að færa áskriftartekjur íslenskra fjölmiðla í neðra þrep virðisaukaskatts. Af þeim 39 þingmönnum sem Fréttablaðið náði sambandi við og tóku afstöðu til málsins voru aðeins sex andvígir tillögunni; þingmenn Viðreisnar og Vinstri grænna, auk Sjálfstæðismannsins Brynjars Níelssonar. Í skýrslu nefndarinnar, sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið, er að finna tillögur í sjö liðum. Ein þeirra snýr að því að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi, skattleggist í sama skattþrepi og falli í lægra þrep virðisaukaskatts, 11 prósent. Lilja vill ráðast strax í að endurskoða skattalegt umhverfi fjölmiðla.Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast ekki að færa virðisaukaskatt af áskriftum í lægra skattþrep, það komi bara sumum til góða.vísir/stefánMeirihluti nefndarinnar telur að áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli einnig falla undir lægra þrepið. Í dag greiða fjölmiðlar 24 prósenta virðisaukaskatt af áskriftum á rafrænu formi. Sala á áskriftum á pappírsformi fellur undir 11 prósenta virðisaukaskatt. Nefndinni þótti ekki fýsilegur kostur að afnema virðisaukaskatt af sölu áskrifta. Hefð hafi skapast fyrir því að íslenskir fjölmiðlar bjóði efni sitt frítt í formi fríblaða eða á fréttavefjum sínum, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Aðgerðin hefði því ekki sömu áhrif hér og til dæmis í Noregi, þar sem sú leið hefur verið farin. Páll Magnússon, Sjálfstæðismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir við Fréttablaðið að hann sé hlynntur því að greinin greiði lægri virðisaukaskatt en að veitur sem miðli erlendu efni, svo sem stafrænar kvikmyndaleigur, greiði hefðbundinn skatt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir við Fréttablaðið að hún vilji ræða skattalegt umhverfi fjölmiðla með heildstæðum hætti. „Þetta með áskriftirnar nýtist sumum og öðrum ekki,“ segir hún. „Ég get ekki stutt tillōgu sem virðist þjóna hagsmunum tiltekinna fjōlmiðla umfram annarra. Það verður að gera krōfu um að við endurskoðun sé tekið tillit til heildarmyndarinnar. Markmiðið er jú að jafna samkeppnisstōðuna, ekki skekkja hana enn frekar. Ekki satt?“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er ekki hlynnt því að eingöngu áskriftarfjölmiðlar á borð við Morgunblaðið og Viðskiptablaðið fái sérmeðferð með sérstökum skattaafslætti. Við þurfum auðvitað að skoða þetta umhverfi heildstætt og finna lausn sem gagnast öllum fjölmiðlum á markaði en ekki sumum,” sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. Fréttablaðið spurði þingmennina einnig hvort þeir teldu rétt að ganga enn lengra og færa virðisaukaskatt af sölu auglýsinga niður í neðra skattþrep. Fáir treystu sér til að taka afstöðu til spurningarinnar. Átta þingmenn sögðust því fylgjandi en níu voru á móti. Í þeim svörum voru flokkslínur ógreinilegar. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Yfirgnæfandi stuðningur er við þá tillögu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla að færa áskriftartekjur íslenskra fjölmiðla í neðra þrep virðisaukaskatts. Af þeim 39 þingmönnum sem Fréttablaðið náði sambandi við og tóku afstöðu til málsins voru aðeins sex andvígir tillögunni; þingmenn Viðreisnar og Vinstri grænna, auk Sjálfstæðismannsins Brynjars Níelssonar. Í skýrslu nefndarinnar, sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið, er að finna tillögur í sjö liðum. Ein þeirra snýr að því að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi, skattleggist í sama skattþrepi og falli í lægra þrep virðisaukaskatts, 11 prósent. Lilja vill ráðast strax í að endurskoða skattalegt umhverfi fjölmiðla.Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast ekki að færa virðisaukaskatt af áskriftum í lægra skattþrep, það komi bara sumum til góða.vísir/stefánMeirihluti nefndarinnar telur að áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli einnig falla undir lægra þrepið. Í dag greiða fjölmiðlar 24 prósenta virðisaukaskatt af áskriftum á rafrænu formi. Sala á áskriftum á pappírsformi fellur undir 11 prósenta virðisaukaskatt. Nefndinni þótti ekki fýsilegur kostur að afnema virðisaukaskatt af sölu áskrifta. Hefð hafi skapast fyrir því að íslenskir fjölmiðlar bjóði efni sitt frítt í formi fríblaða eða á fréttavefjum sínum, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Aðgerðin hefði því ekki sömu áhrif hér og til dæmis í Noregi, þar sem sú leið hefur verið farin. Páll Magnússon, Sjálfstæðismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir við Fréttablaðið að hann sé hlynntur því að greinin greiði lægri virðisaukaskatt en að veitur sem miðli erlendu efni, svo sem stafrænar kvikmyndaleigur, greiði hefðbundinn skatt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir við Fréttablaðið að hún vilji ræða skattalegt umhverfi fjölmiðla með heildstæðum hætti. „Þetta með áskriftirnar nýtist sumum og öðrum ekki,“ segir hún. „Ég get ekki stutt tillōgu sem virðist þjóna hagsmunum tiltekinna fjōlmiðla umfram annarra. Það verður að gera krōfu um að við endurskoðun sé tekið tillit til heildarmyndarinnar. Markmiðið er jú að jafna samkeppnisstōðuna, ekki skekkja hana enn frekar. Ekki satt?“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er ekki hlynnt því að eingöngu áskriftarfjölmiðlar á borð við Morgunblaðið og Viðskiptablaðið fái sérmeðferð með sérstökum skattaafslætti. Við þurfum auðvitað að skoða þetta umhverfi heildstætt og finna lausn sem gagnast öllum fjölmiðlum á markaði en ekki sumum,” sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. Fréttablaðið spurði þingmennina einnig hvort þeir teldu rétt að ganga enn lengra og færa virðisaukaskatt af sölu auglýsinga niður í neðra skattþrep. Fáir treystu sér til að taka afstöðu til spurningarinnar. Átta þingmenn sögðust því fylgjandi en níu voru á móti. Í þeim svörum voru flokkslínur ógreinilegar.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent