Björn Teitsson vill 3. sæti á lista VG í borginni Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 09:09 Björn hefur verið formaður Félags um bíllausan lífsstíl. Flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýri og banna ætti bílaumferð um Laugaveg. Þetta er á meðal stefnumála Björns Teitssonar, formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem gefur kost á sér í 3. sæti í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Björn leggur áherslu á skipulagsmál í tilkynningu um framboð sitt en hann hefur verið áberandi í umræðum um þau undanfarin ár. Segir hann aðalskipulag Reykjavíkur til 2030 mikilvægasta skjal borgarstjórnar frá upphafi. Það sé fyrsta aðalskipulagið þar sem fólk en ekki bílar er sett í fyrsta sæti. „Vöxtur borgarlífs um alla Evrópu og um allan heim, byggist einmitt á þeirri hugmyndafræði, að fólk þurfi að vera í fyrirrúmi. Með því að þétta byggð, stytta vegalengdir og bæta möguleika fólks til að ferðast á hjóli, í almenningssamgöngum eða gangandi, bætum við lífsgæði á markvissan hátt. Munum, að þótt fólk sé sett í fyrsta sæti, þá tekur það ekki neitt frá því fólki sem vill, eða þarf, að nota einkabíl. Bíllaus lífsstíll er einmitt mjög „bílvænn“ lífsstíll, og skapar meira pláss á götum borgarinnar fyrir það fólk sem kýs, eða þarf nauðsynlega, að nota bíl,“ segir í tilkynningu Björns. Tekur hann jafnframt sérstaklega fram að hann vilji flugvöllinn burt úr Vatnsmýri, loka fyrir bílaumferð á Laugavegi neðan Barónsstígs og styðji Borgarlínu.Fyrrverandi spurningahöfundur í Gettu beturBjörn er 36 ára Reykvíkingur og er með nokkrar háskólagráður, í sagnfræði, þýsku, frönsku og alþjóðasamskiptum. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari, blaðamaður og fréttamaður, spurningahöfundur fyrir Gettu betur og sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Þá hefur Björn tekið þátt í Hægri breytilegri átt, þverfaglegu verkefni á vegum Reykjavíkurborgar, Hönnunarmiðstöðvar, Samtaka iðnaðarins og fleiri samstarfsaðila um nýja möguleika í búsetu í borgarumhverfi Reykjavíkur. Starfaði hann einnig sem textasmiður og ráðgjafi fyrir Trípólí arkitekta í ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélög og einkaaðila. Frá sumrinu 2016 hefur hann verið formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem eru þverpólitísk samtök sem vinna að því að berjast fyrir, og auka vitund almennings, um fjölbreytta samgöngumáta Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýri og banna ætti bílaumferð um Laugaveg. Þetta er á meðal stefnumála Björns Teitssonar, formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem gefur kost á sér í 3. sæti í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Björn leggur áherslu á skipulagsmál í tilkynningu um framboð sitt en hann hefur verið áberandi í umræðum um þau undanfarin ár. Segir hann aðalskipulag Reykjavíkur til 2030 mikilvægasta skjal borgarstjórnar frá upphafi. Það sé fyrsta aðalskipulagið þar sem fólk en ekki bílar er sett í fyrsta sæti. „Vöxtur borgarlífs um alla Evrópu og um allan heim, byggist einmitt á þeirri hugmyndafræði, að fólk þurfi að vera í fyrirrúmi. Með því að þétta byggð, stytta vegalengdir og bæta möguleika fólks til að ferðast á hjóli, í almenningssamgöngum eða gangandi, bætum við lífsgæði á markvissan hátt. Munum, að þótt fólk sé sett í fyrsta sæti, þá tekur það ekki neitt frá því fólki sem vill, eða þarf, að nota einkabíl. Bíllaus lífsstíll er einmitt mjög „bílvænn“ lífsstíll, og skapar meira pláss á götum borgarinnar fyrir það fólk sem kýs, eða þarf nauðsynlega, að nota bíl,“ segir í tilkynningu Björns. Tekur hann jafnframt sérstaklega fram að hann vilji flugvöllinn burt úr Vatnsmýri, loka fyrir bílaumferð á Laugavegi neðan Barónsstígs og styðji Borgarlínu.Fyrrverandi spurningahöfundur í Gettu beturBjörn er 36 ára Reykvíkingur og er með nokkrar háskólagráður, í sagnfræði, þýsku, frönsku og alþjóðasamskiptum. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari, blaðamaður og fréttamaður, spurningahöfundur fyrir Gettu betur og sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Þá hefur Björn tekið þátt í Hægri breytilegri átt, þverfaglegu verkefni á vegum Reykjavíkurborgar, Hönnunarmiðstöðvar, Samtaka iðnaðarins og fleiri samstarfsaðila um nýja möguleika í búsetu í borgarumhverfi Reykjavíkur. Starfaði hann einnig sem textasmiður og ráðgjafi fyrir Trípólí arkitekta í ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélög og einkaaðila. Frá sumrinu 2016 hefur hann verið formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem eru þverpólitísk samtök sem vinna að því að berjast fyrir, og auka vitund almennings, um fjölbreytta samgöngumáta
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira