Vakti athygli á ofbeldi í garð innflytjenda og uppskar lófatak Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2018 15:33 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, vakti máls á bágborinni stöðu innflytjenda í ræðu sinni á flokkráðsfundi VG fyrr í dag. Hún minntist þar á líkamsárás sem ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir á Litla-Hrauni í vikunni og lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu erlendra kvenna hér á landi. „Ég vil segja það, eftir fréttir nýliðinnar viku, þar sem í fyrsta lagi við hlýddum á sögur kvenna af erlendu bergi brotnu, þar sem þær lýstu þeim viðhorfum og því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ekki aðeins sem konur heldur ekki síður sem innflytjendur – sem gerði þessar sögur alveg sérstakar að mínu viti í þessari metoo-byltingu sem hefur riðið yfir,“ sagði Katrín. „Síðan sá hörmulegi atburður sem varð á Litla-Hrauni, þar sem gengið var í skrokk á ungum hælisleitanda frá Marokkó, nokkuð sem á ekki að geta gerst í okkar samfélagi. Ég held, kæru félagar, að við þurfum að setja þessi mál á dagskrá með miklu sterkari hætti en hingað til hefur verið gert. Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólk eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál, hvort sem það er í dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og menntakerfinu? Ég mun setja þessi mál á dagskrá nýrrar ráðherranefndar um jafnréttismál. Jafnrétti snýst jú ekki aðeins um jafnrétti kynjanna, heldur okkar allra – okkar sem eru hér innfædd og þeirra sem hingað hafa flutt og gera samfélagið fjölbreyttara og betra og eiga svo sannarlega ekki skilið þá framkomu sem við höfum heyrt um núna í vikunni,“ sagði Katrín og undirstrikaði mikilvægi þess að flokkurinn setti þessi mál á oddinn. Var málflutningi Katrínar tekið fagnandi og uppskar hún mikið lófatak. Katrín fjallaði einnig um umhverfis- og lofstlagsmál í ræðu sinni, málefni sem lúta að gagnsæi og upplýsingalöggjöf og húsnæðismál. Hlýða má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Flokksráðsfundur VG fór fram á Grand Hótel í dag og var hann að þessu sinni helgaður sveitarstjórnarmálum. Stj.mál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, vakti máls á bágborinni stöðu innflytjenda í ræðu sinni á flokkráðsfundi VG fyrr í dag. Hún minntist þar á líkamsárás sem ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir á Litla-Hrauni í vikunni og lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu erlendra kvenna hér á landi. „Ég vil segja það, eftir fréttir nýliðinnar viku, þar sem í fyrsta lagi við hlýddum á sögur kvenna af erlendu bergi brotnu, þar sem þær lýstu þeim viðhorfum og því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ekki aðeins sem konur heldur ekki síður sem innflytjendur – sem gerði þessar sögur alveg sérstakar að mínu viti í þessari metoo-byltingu sem hefur riðið yfir,“ sagði Katrín. „Síðan sá hörmulegi atburður sem varð á Litla-Hrauni, þar sem gengið var í skrokk á ungum hælisleitanda frá Marokkó, nokkuð sem á ekki að geta gerst í okkar samfélagi. Ég held, kæru félagar, að við þurfum að setja þessi mál á dagskrá með miklu sterkari hætti en hingað til hefur verið gert. Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólk eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál, hvort sem það er í dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og menntakerfinu? Ég mun setja þessi mál á dagskrá nýrrar ráðherranefndar um jafnréttismál. Jafnrétti snýst jú ekki aðeins um jafnrétti kynjanna, heldur okkar allra – okkar sem eru hér innfædd og þeirra sem hingað hafa flutt og gera samfélagið fjölbreyttara og betra og eiga svo sannarlega ekki skilið þá framkomu sem við höfum heyrt um núna í vikunni,“ sagði Katrín og undirstrikaði mikilvægi þess að flokkurinn setti þessi mál á oddinn. Var málflutningi Katrínar tekið fagnandi og uppskar hún mikið lófatak. Katrín fjallaði einnig um umhverfis- og lofstlagsmál í ræðu sinni, málefni sem lúta að gagnsæi og upplýsingalöggjöf og húsnæðismál. Hlýða má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Flokksráðsfundur VG fór fram á Grand Hótel í dag og var hann að þessu sinni helgaður sveitarstjórnarmálum.
Stj.mál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08
Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28