Vakti athygli á ofbeldi í garð innflytjenda og uppskar lófatak Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2018 15:33 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, vakti máls á bágborinni stöðu innflytjenda í ræðu sinni á flokkráðsfundi VG fyrr í dag. Hún minntist þar á líkamsárás sem ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir á Litla-Hrauni í vikunni og lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu erlendra kvenna hér á landi. „Ég vil segja það, eftir fréttir nýliðinnar viku, þar sem í fyrsta lagi við hlýddum á sögur kvenna af erlendu bergi brotnu, þar sem þær lýstu þeim viðhorfum og því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ekki aðeins sem konur heldur ekki síður sem innflytjendur – sem gerði þessar sögur alveg sérstakar að mínu viti í þessari metoo-byltingu sem hefur riðið yfir,“ sagði Katrín. „Síðan sá hörmulegi atburður sem varð á Litla-Hrauni, þar sem gengið var í skrokk á ungum hælisleitanda frá Marokkó, nokkuð sem á ekki að geta gerst í okkar samfélagi. Ég held, kæru félagar, að við þurfum að setja þessi mál á dagskrá með miklu sterkari hætti en hingað til hefur verið gert. Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólk eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál, hvort sem það er í dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og menntakerfinu? Ég mun setja þessi mál á dagskrá nýrrar ráðherranefndar um jafnréttismál. Jafnrétti snýst jú ekki aðeins um jafnrétti kynjanna, heldur okkar allra – okkar sem eru hér innfædd og þeirra sem hingað hafa flutt og gera samfélagið fjölbreyttara og betra og eiga svo sannarlega ekki skilið þá framkomu sem við höfum heyrt um núna í vikunni,“ sagði Katrín og undirstrikaði mikilvægi þess að flokkurinn setti þessi mál á oddinn. Var málflutningi Katrínar tekið fagnandi og uppskar hún mikið lófatak. Katrín fjallaði einnig um umhverfis- og lofstlagsmál í ræðu sinni, málefni sem lúta að gagnsæi og upplýsingalöggjöf og húsnæðismál. Hlýða má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Flokksráðsfundur VG fór fram á Grand Hótel í dag og var hann að þessu sinni helgaður sveitarstjórnarmálum. Stj.mál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, vakti máls á bágborinni stöðu innflytjenda í ræðu sinni á flokkráðsfundi VG fyrr í dag. Hún minntist þar á líkamsárás sem ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir á Litla-Hrauni í vikunni og lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu erlendra kvenna hér á landi. „Ég vil segja það, eftir fréttir nýliðinnar viku, þar sem í fyrsta lagi við hlýddum á sögur kvenna af erlendu bergi brotnu, þar sem þær lýstu þeim viðhorfum og því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ekki aðeins sem konur heldur ekki síður sem innflytjendur – sem gerði þessar sögur alveg sérstakar að mínu viti í þessari metoo-byltingu sem hefur riðið yfir,“ sagði Katrín. „Síðan sá hörmulegi atburður sem varð á Litla-Hrauni, þar sem gengið var í skrokk á ungum hælisleitanda frá Marokkó, nokkuð sem á ekki að geta gerst í okkar samfélagi. Ég held, kæru félagar, að við þurfum að setja þessi mál á dagskrá með miklu sterkari hætti en hingað til hefur verið gert. Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólk eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál, hvort sem það er í dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og menntakerfinu? Ég mun setja þessi mál á dagskrá nýrrar ráðherranefndar um jafnréttismál. Jafnrétti snýst jú ekki aðeins um jafnrétti kynjanna, heldur okkar allra – okkar sem eru hér innfædd og þeirra sem hingað hafa flutt og gera samfélagið fjölbreyttara og betra og eiga svo sannarlega ekki skilið þá framkomu sem við höfum heyrt um núna í vikunni,“ sagði Katrín og undirstrikaði mikilvægi þess að flokkurinn setti þessi mál á oddinn. Var málflutningi Katrínar tekið fagnandi og uppskar hún mikið lófatak. Katrín fjallaði einnig um umhverfis- og lofstlagsmál í ræðu sinni, málefni sem lúta að gagnsæi og upplýsingalöggjöf og húsnæðismál. Hlýða má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Flokksráðsfundur VG fór fram á Grand Hótel í dag og var hann að þessu sinni helgaður sveitarstjórnarmálum.
Stj.mál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08
Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Nicole Leigh Mosty og Sabine Leskopf segja það þurfi að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér á landi. 26. janúar 2018 14:28