Framlenging er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem farið er snöggt yfir helstu atvik liðinnar umferðar í Domino's deild karla.
Að þessu sinni voru umræðuefnin meðal annars gengi KR í deildinni í vetur en þar voru þeir Kristinn og Fannar ósammála. Kristinn vildi meina að KR væru í miklu veseni og skorti blóðbragð en Fannar tók ekki vel í það.
„Vegna þess að þú ert sigurvegari þá ætla ég að leyfa þér að njóta vafans núna og búast við því að þú sért að bulla,“ sagði Fannar við Kristinn.
Horfðu á alla klippuna í spilaranum hér fyrir ofan.
Framlengingin: Deilt um gengi KR
Tengdar fréttir
Domino's Körfuboltakvöld: KR verður ekki Íslandsmeistari með þetta lið
Þrátt fyrir að hafa unnið Val nokkuð sannfærandi á fimmtudaginn þá er margt sem betur getur farið hjá Íslandsmeisturum KR um þessar mundir. Þeir voru rassskelltir í bikarúrslitunum fyrr í janúar og hafa ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum.
Domino's Körfuboltakvöld: Klókt bragð hjá Borche │Dómararnir eiga ekki að skipta sér af stúkunni
Ljónagryfjan í Njarðvík er lítið og þröngt íþróttahús sem stenst ekki stuðla FIBA. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, nýtti sér það mjög vel í leik Njarðvíkur og ÍR þegar hann fiskaði innkast fyrir lið sitt.
Fannar skammar: Þetta kallast smjörlíki
Hinn geysivinsæli liður, Fannar skammar, var að sjálfsögðu á dagskrá Domino's Körfuboltakvölds síðastliðið föstudagskvöld þar sem sérfræðingarnir fóru yfir síðustu umferð.