Útilokar ekki vegatolla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 12:16 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segist ekki útiloka að koma þurfi til vegatolla í framtíðinni. vísir/ernir Það kostar að minnsta kosti sextíu milljarða að bæta helstu vegi út fyrir höfuðborgarsvæðið. Ekki er útilokað að teknir verði upp vegatollar í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, en hann var gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða tvöföldun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum, og að lokið sé við að að tvöfalda Reykjanesbraut og Suðurlandsveg að Selfossi. Að auki er möguleg tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný brú yfir Ölfusá inni í þessum tölum. „Hér er ég ekki að nefna Sundabraut sem kostar einhverja fimmtíu milljarða plús, borgarlínuna sem menn hafa verið að tala um sem eru sjötíu til áttatíu milljarðar fyrir utan önnur mannvirki sem þarf að gera hérna á höfuðborgarsvæðinu bara í venjulegri umferð,“ segir Sigurður Ingi. Uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu er gríðarleg en Vegagerðin hefur 8,3 milljarða til þeirra verkefna á þessu ári en telur að það þurfi að minnsta kosti milljarð til viðbótar. Samgönguráðherra sagði að það þurfi heildarupphæð af þessari stærðargráðu í áratug til þess að ná utan um vegakerfið svo sómi sé af.Sigurður segir að stjórnkerfið þurfi að íhuga alvarlega hvernig fjármagna eigi vegakerfið til framtíðar og útilokar ekki vegatolla í því samhengi. „Þetta verður í framtíðinni meira notendagjöld, afnotagjöld af tilteknum vegum. Einhvers konar veggjöld þar sem þú ert með einhvern kubb í bílnum og GPS og færð svo bara eins og símareikninginn í gamla daga eftir því hvaða kafla þú ert að aka og þeir eru misdýrir og svo færðu bara reikning eftir afnotum.“Á næstu tíu til fimmtán árum verður þá í auknum mæli horft til blandaðrar fjármögnunar. „Það er að segja að fara í meira mæli út í framkvæmdir eins og við gerðum með Hvalfjarðargöng. Það hefur verið regla að ef menn komast aðra leið og að þeir hafi valkost þá sé hægt að setja hluta af þessum framkvæmdum í flýtimeðferð gegn því að þær verði greiddar af notendunum.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Inga í heild sinni. Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Það kostar að minnsta kosti sextíu milljarða að bæta helstu vegi út fyrir höfuðborgarsvæðið. Ekki er útilokað að teknir verði upp vegatollar í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, en hann var gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða tvöföldun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum, og að lokið sé við að að tvöfalda Reykjanesbraut og Suðurlandsveg að Selfossi. Að auki er möguleg tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný brú yfir Ölfusá inni í þessum tölum. „Hér er ég ekki að nefna Sundabraut sem kostar einhverja fimmtíu milljarða plús, borgarlínuna sem menn hafa verið að tala um sem eru sjötíu til áttatíu milljarðar fyrir utan önnur mannvirki sem þarf að gera hérna á höfuðborgarsvæðinu bara í venjulegri umferð,“ segir Sigurður Ingi. Uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu er gríðarleg en Vegagerðin hefur 8,3 milljarða til þeirra verkefna á þessu ári en telur að það þurfi að minnsta kosti milljarð til viðbótar. Samgönguráðherra sagði að það þurfi heildarupphæð af þessari stærðargráðu í áratug til þess að ná utan um vegakerfið svo sómi sé af.Sigurður segir að stjórnkerfið þurfi að íhuga alvarlega hvernig fjármagna eigi vegakerfið til framtíðar og útilokar ekki vegatolla í því samhengi. „Þetta verður í framtíðinni meira notendagjöld, afnotagjöld af tilteknum vegum. Einhvers konar veggjöld þar sem þú ert með einhvern kubb í bílnum og GPS og færð svo bara eins og símareikninginn í gamla daga eftir því hvaða kafla þú ert að aka og þeir eru misdýrir og svo færðu bara reikning eftir afnotum.“Á næstu tíu til fimmtán árum verður þá í auknum mæli horft til blandaðrar fjármögnunar. „Það er að segja að fara í meira mæli út í framkvæmdir eins og við gerðum með Hvalfjarðargöng. Það hefur verið regla að ef menn komast aðra leið og að þeir hafi valkost þá sé hægt að setja hluta af þessum framkvæmdum í flýtimeðferð gegn því að þær verði greiddar af notendunum.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Inga í heild sinni.
Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira