Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 18:45 Deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að regluverk bindi oft hendur stofnanna þegar kemur að málefnum ungra fíkla þar sem ekki sé leyfilegt að bera persónugögn á milli. Er það jafnvel þess valdandi að einstaklingar í neyslu fá ekki aðstoð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að minnsta kosti fjórir hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna og/eða lyfseðilsskyldra lyfja á þeim 28 dögum sem liðnir eru af árinu 2018. Fimmta andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. Forstjóri Sjúkrahússins á Vogi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar vanda ungra fíkla fara vaxandi og að stjórnvöld verði að fara bregðast við þeirri þróun virðist vera eiga sér stað. Þessu er deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sammála. „Það er þannig að við erum allavega að sjá breytingar á markaði. Við erum að sjá meira af sterkari efnum í gangi og þá jafn hjá yngri hópum sem og þeim eldri,“ segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur og deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig segir að löggæsluyfirvöld hafi eftir fremsta megni reynda að bregðast við þróuninni með sértækari aðgerðum í forvarnarstarfi. „Til dæmist höfum við verið með sérstakan starfsmann sem er að styðja við ungmenni sem hafa verið að strjúka úr meðferð. Við höfum líka verið inni á lögreglustöðvunum að reyna færa okkur nær borgurunum og nær hverfunum en auðvitað er það þannig að það má alltaf gera betur,“ segir Rannveig. Rannveig tekur einnig undir orð forstjóra Sjúkrahússins á Vogi að auðvelda þurfi stofnunum að vinna saman í málefnum ungra fíkla en lagaumhverfið bindur hendur sumra stofnanna varðandi upplýsingagjöf sem getur valdið því að neytendur fái ekki aðstoð. „Við megum kannski ekki alltaf vera vinna saman eins og stofnanir, held ég, vildu vera gera. Ég tel bara gríðarlega mikilvægt að sem flestir reyni að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni sem að við þurfum að sinna saman. Það er gríðarlegur vilji til samstarfs og við höfum verið að efla samstarfið með mörgum stofnunum en ég held að það megi alveg gera betur og tryggja betur þetta umhverfi sem við getum starfað saman í,“ segir Rannveig. Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að regluverk bindi oft hendur stofnanna þegar kemur að málefnum ungra fíkla þar sem ekki sé leyfilegt að bera persónugögn á milli. Er það jafnvel þess valdandi að einstaklingar í neyslu fá ekki aðstoð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að minnsta kosti fjórir hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna og/eða lyfseðilsskyldra lyfja á þeim 28 dögum sem liðnir eru af árinu 2018. Fimmta andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. Forstjóri Sjúkrahússins á Vogi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar vanda ungra fíkla fara vaxandi og að stjórnvöld verði að fara bregðast við þeirri þróun virðist vera eiga sér stað. Þessu er deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sammála. „Það er þannig að við erum allavega að sjá breytingar á markaði. Við erum að sjá meira af sterkari efnum í gangi og þá jafn hjá yngri hópum sem og þeim eldri,“ segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur og deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig segir að löggæsluyfirvöld hafi eftir fremsta megni reynda að bregðast við þróuninni með sértækari aðgerðum í forvarnarstarfi. „Til dæmist höfum við verið með sérstakan starfsmann sem er að styðja við ungmenni sem hafa verið að strjúka úr meðferð. Við höfum líka verið inni á lögreglustöðvunum að reyna færa okkur nær borgurunum og nær hverfunum en auðvitað er það þannig að það má alltaf gera betur,“ segir Rannveig. Rannveig tekur einnig undir orð forstjóra Sjúkrahússins á Vogi að auðvelda þurfi stofnunum að vinna saman í málefnum ungra fíkla en lagaumhverfið bindur hendur sumra stofnanna varðandi upplýsingagjöf sem getur valdið því að neytendur fái ekki aðstoð. „Við megum kannski ekki alltaf vera vinna saman eins og stofnanir, held ég, vildu vera gera. Ég tel bara gríðarlega mikilvægt að sem flestir reyni að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni sem að við þurfum að sinna saman. Það er gríðarlegur vilji til samstarfs og við höfum verið að efla samstarfið með mörgum stofnunum en ég held að það megi alveg gera betur og tryggja betur þetta umhverfi sem við getum starfað saman í,“ segir Rannveig.
Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51