Hyggjast framleiða rafmagn úr heitu vatni á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. vísir/magnús hlynur Hrunamannahreppur og Hitaveita Flúða hafa samið við Varmaorku um samstarf til framleiðslu rafmagns úr lághita. Nýstofnað fyrirtæki, Flúðaorka, heldur utan um framleiðsluna sem hefjast á í sumar úr heitavatnsholu í landi Kópsvatns við Flúðir. Ætlunin er að framleiða 600 kW af raforku inn á kerfi Rarik. „Þetta snýst um þá tækni að það er verið að taka heitasta toppinn af vatninu, eða úr 115 gráðum og setja það niður í 75 gráður og framleiða rafmagn úr því. Í þessu tilfelli er hugsunin að nýta um 20 sekúndulítra í holunni í rafmagnsframleiðsluna en afkastageta holunnar er 45 sekúndulítrar,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Framleiðslukerfið er byggt upp með smáum, sveigjanlegum einingum sem framleiða allt að 150 kW rafmagns. Hver eining er sjálfstæð svo einfalt er að auka við eða minnka framleiðsluna. Við framleiðsluna lækkar hitastig vatnsins án þess að breyta magni eða gæðum þess. Jón segir mikla eftirvæntingu vegna starfsemi Flúðaorku. „Já, þetta er mjög spennandi verkefni og alveg nýtt fyrir okkur að framleiða rafmagn úr heitavatnsholu. Það er líka frábært því það er verið að nýta jarðhitaauðlindir sem mynda hreint og endurnýjanlegt rafmagn með tækni sem gerir kleift að nýta jarðhita mun betur en áður,“ segir sveitarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Hrunamannahreppur og Hitaveita Flúða hafa samið við Varmaorku um samstarf til framleiðslu rafmagns úr lághita. Nýstofnað fyrirtæki, Flúðaorka, heldur utan um framleiðsluna sem hefjast á í sumar úr heitavatnsholu í landi Kópsvatns við Flúðir. Ætlunin er að framleiða 600 kW af raforku inn á kerfi Rarik. „Þetta snýst um þá tækni að það er verið að taka heitasta toppinn af vatninu, eða úr 115 gráðum og setja það niður í 75 gráður og framleiða rafmagn úr því. Í þessu tilfelli er hugsunin að nýta um 20 sekúndulítra í holunni í rafmagnsframleiðsluna en afkastageta holunnar er 45 sekúndulítrar,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Framleiðslukerfið er byggt upp með smáum, sveigjanlegum einingum sem framleiða allt að 150 kW rafmagns. Hver eining er sjálfstæð svo einfalt er að auka við eða minnka framleiðsluna. Við framleiðsluna lækkar hitastig vatnsins án þess að breyta magni eða gæðum þess. Jón segir mikla eftirvæntingu vegna starfsemi Flúðaorku. „Já, þetta er mjög spennandi verkefni og alveg nýtt fyrir okkur að framleiða rafmagn úr heitavatnsholu. Það er líka frábært því það er verið að nýta jarðhitaauðlindir sem mynda hreint og endurnýjanlegt rafmagn með tækni sem gerir kleift að nýta jarðhita mun betur en áður,“ segir sveitarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira