„Hvítar sólir" á lofti klukkan níu í kvöld í tilefni af afmæli Slysavarnafélagsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 20:15 Slysavarnafélagið Landsbjörg varð til við samruna tveggja félaga árið 1999. Vísir 90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands í dag. Stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi en björgunar- og slysavarnadeildir halda upp á áfangann um allt land með táknrænum hætti nú í kvöld.Slysavarnafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1928 og var ætlað það hlutverk að drag úr slysum á sjó og koma upp búnaði til björgunar. Á þeim tíma var ekki óalgengt að árlega létu tugir sjómanna lífið í sjóslysum. Í kjölfar strands Jóns forseta við Stafnes í febrúar 1928, þar sem 15 manns fórust, hófst stofnun slysavarnadeilda víðsvegar um landið. Fyrsta slysavarnadeildin var Sigurvon í Sandgerði en í dag eru björgunar- og slysavarnardeildir um landið á annað hundrað talsins. Félagið beitti sér einnig fyrir útbreiðslu svokallaðra fluglínutækja, en fyrsta björgun með fluglínutækjum var þegar Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík bjargaði áhöfn fransks síðutogara sem strandaði í slæmu veðri árið 1931. Fyrsti björgunarbátur félagsins kom til landsins í apríl 1929 og var nefndur Þorsteinn. Stofnuð var kvennadeild árið 1930 og þá kom fyrsta sérsmíðaða björgunarskip félagsins, Sæbjörg, til landsins árið 1938. Árið 1968 keyptu Slysavarnafélagið og íslenska ríkið saman fyrstu þyrluna, TF-EIR og sama ár fól ríkið Slysavarnafélaginu að koma á fót og reka tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Árið 1985 stofnaði Slysavarnafélagið Slysavarnaskóla sjómanna en árið 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg - landssamband björgunarsveita, í ein slysavarna- og björgunarsamtök undir nafninu Slysavarnafélagið Landsbjörg.Fjölgar hratt í bakvarðasveitinni Gunnar Tómasson er fyrrverandi stjórnarmaður Slysavarnarfélags Íslands og var forseti þess í nokkur ár. Hann þekkir sögu félagsins því vel en er ekki síður bjartsýnn á framtíð þess. „Ég held að það verði bara áfram öflugt starf og ég tala nú ekki um það að núna eru að flykkjast alltaf fleiri og fleiri að sem svona sérstakir bakverðir hjá félaginu og það er að eflast mjög verulega og ég hvet alla landsmenn til að gerast bakverðir hjá Slysavarnarfélaginu og þá getum við treyst því að þetta verði öflugt starf í framtíðinni,“ segir Gunnar í samtali við Stöð 2. Klukkan níu í kvöld munu björgunar- og slysavarnadeildir um allt land skjóta á loft svokölluðum hvítum sólum í tilefni afmælisins. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands í dag. Stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi en björgunar- og slysavarnadeildir halda upp á áfangann um allt land með táknrænum hætti nú í kvöld.Slysavarnafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1928 og var ætlað það hlutverk að drag úr slysum á sjó og koma upp búnaði til björgunar. Á þeim tíma var ekki óalgengt að árlega létu tugir sjómanna lífið í sjóslysum. Í kjölfar strands Jóns forseta við Stafnes í febrúar 1928, þar sem 15 manns fórust, hófst stofnun slysavarnadeilda víðsvegar um landið. Fyrsta slysavarnadeildin var Sigurvon í Sandgerði en í dag eru björgunar- og slysavarnardeildir um landið á annað hundrað talsins. Félagið beitti sér einnig fyrir útbreiðslu svokallaðra fluglínutækja, en fyrsta björgun með fluglínutækjum var þegar Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík bjargaði áhöfn fransks síðutogara sem strandaði í slæmu veðri árið 1931. Fyrsti björgunarbátur félagsins kom til landsins í apríl 1929 og var nefndur Þorsteinn. Stofnuð var kvennadeild árið 1930 og þá kom fyrsta sérsmíðaða björgunarskip félagsins, Sæbjörg, til landsins árið 1938. Árið 1968 keyptu Slysavarnafélagið og íslenska ríkið saman fyrstu þyrluna, TF-EIR og sama ár fól ríkið Slysavarnafélaginu að koma á fót og reka tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Árið 1985 stofnaði Slysavarnafélagið Slysavarnaskóla sjómanna en árið 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg - landssamband björgunarsveita, í ein slysavarna- og björgunarsamtök undir nafninu Slysavarnafélagið Landsbjörg.Fjölgar hratt í bakvarðasveitinni Gunnar Tómasson er fyrrverandi stjórnarmaður Slysavarnarfélags Íslands og var forseti þess í nokkur ár. Hann þekkir sögu félagsins því vel en er ekki síður bjartsýnn á framtíð þess. „Ég held að það verði bara áfram öflugt starf og ég tala nú ekki um það að núna eru að flykkjast alltaf fleiri og fleiri að sem svona sérstakir bakverðir hjá félaginu og það er að eflast mjög verulega og ég hvet alla landsmenn til að gerast bakverðir hjá Slysavarnarfélaginu og þá getum við treyst því að þetta verði öflugt starf í framtíðinni,“ segir Gunnar í samtali við Stöð 2. Klukkan níu í kvöld munu björgunar- og slysavarnadeildir um allt land skjóta á loft svokölluðum hvítum sólum í tilefni afmælisins.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira