Erlent

Fjögur fyrir rétt í prófmálum vegna danska barnaklámsmálsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flestir hinna grunuðu eiga að hafa deilt efninu nokkrum sinnum á meðan aðrir eiga að hafa gert það nokkuð hundruð sinnum.
Flestir hinna grunuðu eiga að hafa deilt efninu nokkrum sinnum á meðan aðrir eiga að hafa gert það nokkuð hundruð sinnum. Vísir/Getty
Fjögur ungmenni munu mæta fyrir héraðsdóm í Lyngby í Danmörku í næstu viku í sérstökum prófmálum í hinu svokallaða danska barnaklámsmáli. Danska ríkisútvarpið greinir frá.

Málið vakti mikla athygli þegar 1.004 ungmenni í Danmörku voru kærð af lögreglu vegna ólöglegrar dreifingar á barnaklámi.

Þau eru sökuð um að hafa dreift tveimur kynferðislegum myndböndum og einni mynd af fólki sem var fimmtán ára þegar efnið var tekið. Dreifing efnisins á að hafa átt sér stað á spjallsvæði Facebook, Messenger.

Pauline Popp-Madsen, saksóknari hjá lögreglunni á Norður-Sjálandi segir að mál fjögurra ungmenna hafi verið valin til þess að vera einskonar prófmál í málinu.

Segir hún að sakargiftir í málunum sem valin hafi verið séu mjög mismunandi en það sé gert til þess að kanna afstöðu dómstóla til refsinga eftir sakargiftum.

Gerir hún einnig ráð fyrir að lögreglan á Austur-Jótlandi muni hafa sama hátt á og því muni um níu til tíu prófmál vegna málsins fara fyrir dómstóla.

Málið má rekja til þess að Facebook gerði bandarískum yfirvöldum viðvart um að verið væri að dreifa myndskeiðinu. Bandarísk yfirvöld létu Europol vita sem sendi málið til dönsku lögreglunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×