Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2018 09:52 Eyþór er að sögn fastagestur í World Class þar sem hann lyftir lóðum. Vísir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, útskýrði fyrir Eyþóri Arnalds í gær af hverju það væru hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins að vinna leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eyþór hlustaði á Össur en upplýsti ekkert. Skömmu síðar frétti Össur að Eyþór væri farinn fram. Össur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þeir Eyþór hittust í búningsklefanum í World Class í Laugardalnum í gær. „Í dag stóð ég á brókinni í búningsklefa í World Class og útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Glæsilegur maður á besta aldri, Eyþór Arnalds, spurði mig kurteislega hvernig á því stæði?“ Ekki stóð á svörum hjá Össuri.Eyþór Arnalds hefur komið víða við og var á sínum tíma söngvari og sellóleikari í Todmobile.Vísir/GVA„Ég útskýrði að sá einstaklingur væri dæmdur til að leiða minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin og ömurlegra og valdaminna hlutskipti væri ekki hægt að hugsa sér.“ Össur segir að Eyþór, sem er útgefandi Morgunblaðsins, svaraði „akkúrat“ að sögn Össurar og virtist hugsi. „Þegar ég kom svo vel marineraður úr gufubaði hálfu kílói síðar var náttúrlega það fyrsta sem ég heyrði að Eyþór Arnalds hefði gefið kost á sér í leiðtogasætið,“ segir Össur og bætir við að hann hafi einsett sér að segja aldrei „I told you so!“Allsber Össur í World Class 2008 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forvitnilegir hlutir gerast í World Class og Össur kemur við sögu. Þannig segir Össur frá því í 20. kafla skýrslu Rannsóknarnefnar Alþingis um fall bankanna um daginn sem Glitnir féll:„Ég meina, ég stóð allsber í búningsklefanum í World Class, var að fara í gufubað á sunnudegi og var að halda mér sérstaklega til því að ég var í fyrsta skipti á ævinni að fara til klæðskera.“ Hann hafi litið á símann sinn í fötunum áður en hann fór í gufuna.„...og þá sá ég bara að þar voru ógeðslega mörg símtöl og sms frá Einari Karli sem var staddur í Glasgow og sagði að það væru allir að leita að mér, það væri einhver krísa og ég yrði að hringja í Ingibjörgu Sólrúnu þannig að ég klæddi mig og hringi í hana.“Þrjú bjóða framEyþór er þriðji frambjóðandinn í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Áður höfðu Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon boðið sig fram. Þá ætlar Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands sjálfstæðiskvenna, að tilkynna um framboð í dag Vala hefur tengingu við Morgunblaðið eins og Eyþór en hún er tengdadóttir Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélags Vestmannaeyja, sem er einn eigenda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Frestur til að tilkynna um framboð rennur út klukkan 16 í dag. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór Arnalds eignast 26,62% hlut í Árvakri Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins. 4. apríl 2017 08:01 Eyþór Arnalds hagnast um 60 milljónir Eignarhaldsfélagið Ramses, sem er í eigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, hagnaðist um rúmlega 60 milljónir króna í fyrra borið saman við hagnað upp á 492 milljónir á árinu 2015. 15. nóvember 2017 10:00 Félag Eyþórs Arnalds kaupir Whales of Iceland hvalasýninguna Eignarhaldsfélag Special tours hefur keypt Whales of Iceland sem rekur hvalasýningu á Grandanum. 10. desember 2017 21:31 Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15 Eyþór Arnalds í stjórn Árvakurs Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut. 4. október 2017 10:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, útskýrði fyrir Eyþóri Arnalds í gær af hverju það væru hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins að vinna leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eyþór hlustaði á Össur en upplýsti ekkert. Skömmu síðar frétti Össur að Eyþór væri farinn fram. Össur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þeir Eyþór hittust í búningsklefanum í World Class í Laugardalnum í gær. „Í dag stóð ég á brókinni í búningsklefa í World Class og útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Glæsilegur maður á besta aldri, Eyþór Arnalds, spurði mig kurteislega hvernig á því stæði?“ Ekki stóð á svörum hjá Össuri.Eyþór Arnalds hefur komið víða við og var á sínum tíma söngvari og sellóleikari í Todmobile.Vísir/GVA„Ég útskýrði að sá einstaklingur væri dæmdur til að leiða minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin og ömurlegra og valdaminna hlutskipti væri ekki hægt að hugsa sér.“ Össur segir að Eyþór, sem er útgefandi Morgunblaðsins, svaraði „akkúrat“ að sögn Össurar og virtist hugsi. „Þegar ég kom svo vel marineraður úr gufubaði hálfu kílói síðar var náttúrlega það fyrsta sem ég heyrði að Eyþór Arnalds hefði gefið kost á sér í leiðtogasætið,“ segir Össur og bætir við að hann hafi einsett sér að segja aldrei „I told you so!“Allsber Össur í World Class 2008 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forvitnilegir hlutir gerast í World Class og Össur kemur við sögu. Þannig segir Össur frá því í 20. kafla skýrslu Rannsóknarnefnar Alþingis um fall bankanna um daginn sem Glitnir féll:„Ég meina, ég stóð allsber í búningsklefanum í World Class, var að fara í gufubað á sunnudegi og var að halda mér sérstaklega til því að ég var í fyrsta skipti á ævinni að fara til klæðskera.“ Hann hafi litið á símann sinn í fötunum áður en hann fór í gufuna.„...og þá sá ég bara að þar voru ógeðslega mörg símtöl og sms frá Einari Karli sem var staddur í Glasgow og sagði að það væru allir að leita að mér, það væri einhver krísa og ég yrði að hringja í Ingibjörgu Sólrúnu þannig að ég klæddi mig og hringi í hana.“Þrjú bjóða framEyþór er þriðji frambjóðandinn í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Áður höfðu Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon boðið sig fram. Þá ætlar Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands sjálfstæðiskvenna, að tilkynna um framboð í dag Vala hefur tengingu við Morgunblaðið eins og Eyþór en hún er tengdadóttir Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélags Vestmannaeyja, sem er einn eigenda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Frestur til að tilkynna um framboð rennur út klukkan 16 í dag.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór Arnalds eignast 26,62% hlut í Árvakri Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins. 4. apríl 2017 08:01 Eyþór Arnalds hagnast um 60 milljónir Eignarhaldsfélagið Ramses, sem er í eigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, hagnaðist um rúmlega 60 milljónir króna í fyrra borið saman við hagnað upp á 492 milljónir á árinu 2015. 15. nóvember 2017 10:00 Félag Eyþórs Arnalds kaupir Whales of Iceland hvalasýninguna Eignarhaldsfélag Special tours hefur keypt Whales of Iceland sem rekur hvalasýningu á Grandanum. 10. desember 2017 21:31 Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15 Eyþór Arnalds í stjórn Árvakurs Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut. 4. október 2017 10:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Eyþór Arnalds eignast 26,62% hlut í Árvakri Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins. 4. apríl 2017 08:01
Eyþór Arnalds hagnast um 60 milljónir Eignarhaldsfélagið Ramses, sem er í eigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, hagnaðist um rúmlega 60 milljónir króna í fyrra borið saman við hagnað upp á 492 milljónir á árinu 2015. 15. nóvember 2017 10:00
Félag Eyþórs Arnalds kaupir Whales of Iceland hvalasýninguna Eignarhaldsfélag Special tours hefur keypt Whales of Iceland sem rekur hvalasýningu á Grandanum. 10. desember 2017 21:31
Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15
Eyþór Arnalds í stjórn Árvakurs Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut. 4. október 2017 10:45