Guðlaugur Þór svarar Jakobi Möller: Aukaatriði hver sat við tölvuna og ritaði inn bréfið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 10:21 Jakob R. Möller, formaður dómnefndarinnar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra í málinu. vísir Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra sem skipaði átta héraðsdómara í gær, segir það aukaatriði í málinu hver hafi setið við tölvuna og ritað inn bréf sem hann sendi Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipunarinnar. Guðlaugur segist bera ábyrgð á öllum þeim bréfum sem hann ritar undir og því ábyrgð á innihald bréfsins og hafi ákveðið hvað þar stæði. Ráðherrann ræddi bréfið og þá hörðu gagnrýni sem hann setur þar fram á dómnefndina sem mat hæfni umsækjenda um stöður héraðsdómarana í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Guðlaugur skipaði þá átta í embættin sem nefndin mat hæfasta.„Veit ekki hvort það eigi að eyða fleiri orðum í slíkan skæting“ Hann var spurður í upphafi út í fullyrðingar formanns nefndarinnar, Jakobs R. Möller, hæstaréttarlögmanns, sem hann setti fram í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi um að hann væri viss um að Guðlaugur Þór hefði ekki ritað bréfið. „Ef menn eru komnir niður á þetta plan við getum sagt að það er í besta falli ekki traustvekjandi og ég veit ekki hvort að það eigi að eyða fleiri orðum í slíkan skæting,“ svaraði Guðlaugur. Aðspurður um hver hefði þá ritað bréfið sagði hann svo: „Ég ber ábyrgð á öllum þeim bréfum sem ég skrifa undir. Ef þú ert að spyrja hver sat við tölvuna þegar það er ritað inn þá held ég að það sé aukaatriði í málinu en það liggur alveg fyrir að þetta er mitt bréf og ég ber ábyrgð á því. Innihald bréfsins er nokkuð sem ég ber ábyrgð á og ákvað að væri þar inni.“ Guðlaugur bætti því jafnframt við að í öllum málum reiddi hann sig á bestu sérfræðingana sem hann hefði aðgang að þegar hann ritaði bréf á borð við þetta, hvort sem hann væri settur dómsmálaráðherra eða væri að sinna störfum sínum sem utanríkisráðherra. Skipti gríðarlegu máli að ræða þetta út frá efni máls Aðspurður sagði Guðlaugur að það væri ekki sitt að leggja mat á það hvort það væri einhver valdabarátta í gangi innan dómara-og/eða lögfræðingastéttarinnar þegar kæmi að skipun dómara. „Stóra málið er þetta og ég vonast til þess að efni bréfsins sem ég skrifaði og sendi til dómsmálaráðherra verði rætt. Ég er að vekja athygli á því að ég sem ráðherra fer með skipunarvaldið og með stjórnarfarslega ábyrgð á því að rannsókn og málsmeðferð sé rétt og fullnægjandi. Til þess að geta tekið afstöðu til þess verð ég að fá fullnægjandi upplýsingar til að leggja mat á forsendur nefndarinnar þess vegna sendi ég önnur bréf til dómnefndar og svörin voru ekki fullnægjandi. Í fyrsta lagi get ég ekki séð innbyrðis vægi sjónarmiða sem lágu til grundvallar. Í öðru lagi hvernig stóðu umsækjendur sig í viðtölum og hvert er vægi viðtalanna. Í þriðja lagi heildstæða matið sem vísað er til af dómnefnd er ekki útskýrt og í fjórða lagi þá hafnar dómnefndin því að ráðherra sem ber ábyrgðina fái aðgang að skorblaði eða excel-skjali sem hugsanlega væri hægt að varpa ljósi á þetta sem ég nefndi hérna á undan,“ sagði Guðlaugur og bætti við að það skipti gríðarlegu miklu máli að um þetta væri rætt út frá efni máls þar sem viljinn væri að viðhalda sjálfstæði dómstólanna og að velja dómara með eins góðum hætti og mögulegt er. „Þetta snýst um að við séum með ferli í gangi sem allir geta treyst,“ sagði Guðlaugur Þór en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Stj.mál Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Íhugar málsókn vegna skipan héraðsdómara Átta héraðsdómarar voru skipaðir í gær. Tímahrak og einstrengingsleg afstaða dómnefndar þýddi að settur dómsmálaráðherra féllst á tillögur matsnefndar um hæfi dómara. 10. janúar 2018 06:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra sem skipaði átta héraðsdómara í gær, segir það aukaatriði í málinu hver hafi setið við tölvuna og ritað inn bréf sem hann sendi Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipunarinnar. Guðlaugur segist bera ábyrgð á öllum þeim bréfum sem hann ritar undir og því ábyrgð á innihald bréfsins og hafi ákveðið hvað þar stæði. Ráðherrann ræddi bréfið og þá hörðu gagnrýni sem hann setur þar fram á dómnefndina sem mat hæfni umsækjenda um stöður héraðsdómarana í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Guðlaugur skipaði þá átta í embættin sem nefndin mat hæfasta.„Veit ekki hvort það eigi að eyða fleiri orðum í slíkan skæting“ Hann var spurður í upphafi út í fullyrðingar formanns nefndarinnar, Jakobs R. Möller, hæstaréttarlögmanns, sem hann setti fram í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi um að hann væri viss um að Guðlaugur Þór hefði ekki ritað bréfið. „Ef menn eru komnir niður á þetta plan við getum sagt að það er í besta falli ekki traustvekjandi og ég veit ekki hvort að það eigi að eyða fleiri orðum í slíkan skæting,“ svaraði Guðlaugur. Aðspurður um hver hefði þá ritað bréfið sagði hann svo: „Ég ber ábyrgð á öllum þeim bréfum sem ég skrifa undir. Ef þú ert að spyrja hver sat við tölvuna þegar það er ritað inn þá held ég að það sé aukaatriði í málinu en það liggur alveg fyrir að þetta er mitt bréf og ég ber ábyrgð á því. Innihald bréfsins er nokkuð sem ég ber ábyrgð á og ákvað að væri þar inni.“ Guðlaugur bætti því jafnframt við að í öllum málum reiddi hann sig á bestu sérfræðingana sem hann hefði aðgang að þegar hann ritaði bréf á borð við þetta, hvort sem hann væri settur dómsmálaráðherra eða væri að sinna störfum sínum sem utanríkisráðherra. Skipti gríðarlegu máli að ræða þetta út frá efni máls Aðspurður sagði Guðlaugur að það væri ekki sitt að leggja mat á það hvort það væri einhver valdabarátta í gangi innan dómara-og/eða lögfræðingastéttarinnar þegar kæmi að skipun dómara. „Stóra málið er þetta og ég vonast til þess að efni bréfsins sem ég skrifaði og sendi til dómsmálaráðherra verði rætt. Ég er að vekja athygli á því að ég sem ráðherra fer með skipunarvaldið og með stjórnarfarslega ábyrgð á því að rannsókn og málsmeðferð sé rétt og fullnægjandi. Til þess að geta tekið afstöðu til þess verð ég að fá fullnægjandi upplýsingar til að leggja mat á forsendur nefndarinnar þess vegna sendi ég önnur bréf til dómnefndar og svörin voru ekki fullnægjandi. Í fyrsta lagi get ég ekki séð innbyrðis vægi sjónarmiða sem lágu til grundvallar. Í öðru lagi hvernig stóðu umsækjendur sig í viðtölum og hvert er vægi viðtalanna. Í þriðja lagi heildstæða matið sem vísað er til af dómnefnd er ekki útskýrt og í fjórða lagi þá hafnar dómnefndin því að ráðherra sem ber ábyrgðina fái aðgang að skorblaði eða excel-skjali sem hugsanlega væri hægt að varpa ljósi á þetta sem ég nefndi hérna á undan,“ sagði Guðlaugur og bætti við að það skipti gríðarlegu miklu máli að um þetta væri rætt út frá efni máls þar sem viljinn væri að viðhalda sjálfstæði dómstólanna og að velja dómara með eins góðum hætti og mögulegt er. „Þetta snýst um að við séum með ferli í gangi sem allir geta treyst,“ sagði Guðlaugur Þór en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Stj.mál Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Íhugar málsókn vegna skipan héraðsdómara Átta héraðsdómarar voru skipaðir í gær. Tímahrak og einstrengingsleg afstaða dómnefndar þýddi að settur dómsmálaráðherra féllst á tillögur matsnefndar um hæfi dómara. 10. janúar 2018 06:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Sjá meira
Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52
Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51
Íhugar málsókn vegna skipan héraðsdómara Átta héraðsdómarar voru skipaðir í gær. Tímahrak og einstrengingsleg afstaða dómnefndar þýddi að settur dómsmálaráðherra féllst á tillögur matsnefndar um hæfi dómara. 10. janúar 2018 06:00