Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 75-85 │Stólarnir í bikarúrslit í annað sinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. janúar 2018 22:45 Baráttan í algleymingi í kvöld. vísir/anton Tindastóll komst í kvöld í úrslit bikarsins í annað sinn í sögu félagsins með tíu stiga sigri 85-75 á Haukum í Laugardalshöll en í úrslitunum mæta þeir ríkjandi meisturum KR á laugardaginn kemur. Í tæpa mínútu í byrjun leiksins leiddu Haukar en eftir það voru það Stólarnir héldu forskotinu allan leikinn. Í hvert sinn sem Haukar gerðu atlögu svöruðu Stólarnir með áhlaupi þótt þeim hafi aldrei tekist að hrista andstæðinginn alveg frá sér. Breyttu Stólarnir stöðunni úr 5-8 í 21-13 á lokakafla fyrsta leikhluta og eftir það var ekki aftur snúið. Skiptust þau á áhlaupum en með Arnar Björnsson sjóðheitan áttu Stólarnir alltaf lokaorðið. Fyrir utan Kára Jónsson gekk Haukum bölvanlega að hitta úr þriggja stiga skotunum framan af, Kári hitti úr 2/3 en aðrir leikmenn voru 0/8 í fyrri hálfleik. Áhlaup Hauka í öðrum leikhluta eins og í öllum leiknum kom þegar þeir fóru að keyra inn að körfunni og með aukasendingunni voru þeir að finna opna menn en þegar þriggja stiga skotin fóru að klikka þá náðu Stólarnir forskoti á ný. Í seinni hálfleik stigu fleiri leikmenn Hauka upp, Paul Anthony Jones lét á sér bera í sóknarleiknum en sama hvað þeir reyndu þá áttu Stólarnir alltaf svör. Var Arnar þar í stærstu hlutverki en eftir að hafa náð tvöfaldri tvennu í fyrri hálfleik setti hann niður 20 stig í seinni hálfleik og lauk leik með 35 stig. Framan af var það skortur á því að skotin væru að detta hjá Haukum en í seinni hálfleik þegar skotin fóru að detta voru gestirnir að setja niður stór skot til að svara og halda vel í vörn. Fær Tindastóll því tækifæri á bikarmeistaratitlinum í annað sinn í sögu félagsins á laugardaginn kemur en þar mæta þeir ríkjandi meisturunum í KR í æsispennandi leik. Kári: Þeir vildu þetta meira í kvöld„Við komum ekki tilbúnir inn í þennan leik. Þeir mættu ákveðnari til leiks og gerðu okkur erfitt fyrir á mörgum vígstöðum,“ sagði Kári Jónsson, bakvörður Haukaliðsins, er hann var spurður út í hvað fór úrskeiðis í kvöld. Haukar komust 8-5 yfir á upphafsmínútunum en eftir það voru Stólarnir yfir allan leikinn. „Það má alveg tala um að þeir hafi einfaldlega viljað þetta meira því það virtist vera þannig. Við höfum oft spilað stóra leiki við Tindastól og vissum að þetta yrði erfiður leikur með mikilli baráttu en við létum eins og þetta væri eitthvað alveg nýtt.“ Hafnfirðingar áttu í miklum erfiðleikum fyrir utan þriggja stiga línuna. „Þeir ýttu okkur út og við fengum oft góð skot en við settum þau ekki niður. Það er auðvelt að segja þetta eftir á en það hefði hjálpað að setja þau niður því þá hefðu þeir þurft að koma út í okkur.“ Israel Martin: Eigum bestu stuðningsmenn landsins„Ég verð að byrja á að hrósa strákunum fyrir varnarleikinn í kvöld, við leggjum mikið upp úr honum og að ná að halda jafn góðu liði og Haukum í 75 stigum er frábært,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastóls, er Vísir ræddi við hann í leikslok. „Þeir eru með mjög fjölhæfa sókn og þú getur ekki stöðvað allt. Þeir geta sótt inn að körfu og eru með sterka menn í teignum og við lögðum upp með að fá þá í þristana.“ Hann hrósaði einum manni sérstaklega í leikslok. „Arnar var svo að setja niður stór skot þegar á því þurfti að halda í allt kvöld en ég tók líka eftir því að ég gat dreift álaginu vel og sama hver kom inn, þá gáfu þeir allt í þennan leik og færðu liðinu kraft.“ Stólarnir voru vel studdir í stúkunni í kvöld. „Þvílíkur stuðningur í kvöld, við eigum bestu stuðningsmenn landsins og ég vonast til að sjá enn fleiri hér á laugardaginn,“ sagði Martin léttur að lokum. Ívar: Gátum ekki keypt körfu í fyrri hálfleik„Mér fannst strákarnir alveg leggja sig fram en það vantaði aðeins upp á baráttuna og að skotin skyldu detta fyrir okkar, við vorum að fá á köflum galopin skot og við gátum ekki keypt körfu,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í viðtali í leikslok. „Það háði okkur að setja ekki þessi skot niður en við náðum að halda okkur á lífi. Við vorum bara sex stigum undir í hálfleik þótt að við höfum verið hræðilegir framan af. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik,“ sagði Ívar og hélt áfram: „Í hvert skipti sem við gerðum áhlaup náðu þeir að svara með risa körfum, erfiðum þristum og þeir kannski vinna leikinn á því að setja niður öll stóru skotin sín í seinni hálfleik. Þeir eiga hrós skilið fyrir frábæran leik og sérstkalega Arnar sem setti niður hvert skotið á eftir öðrum með menn í andlitinu.“ Ívar var ósáttur með framferði Stólanna gagnvart Kára í leiknum. „Mér fannst þeir nota hendurnar full mikið, sérstaklega þegar kom að Kára sem þeir héldu og stýrðu svolítið til. Þeir spiluðu af hörku sem dómararnir leyfðu og við vorum kannski ekki nógu duglegir að gera það.“ Ívar sagði að betri skotnýting hefði breytt útkomu leiksins. „Við vissum að þeir myndu reyna að falla inn og við gætum nýtt það til að taka þristana, þegar fyrstu skotin fóru að klikka urðu menn meira hikandi. Loksins þegar við fórum að setja niður þessi skot þá náðu þeir alltaf að svara með stórum körfum.“ Íslenski körfuboltinn
Tindastóll komst í kvöld í úrslit bikarsins í annað sinn í sögu félagsins með tíu stiga sigri 85-75 á Haukum í Laugardalshöll en í úrslitunum mæta þeir ríkjandi meisturum KR á laugardaginn kemur. Í tæpa mínútu í byrjun leiksins leiddu Haukar en eftir það voru það Stólarnir héldu forskotinu allan leikinn. Í hvert sinn sem Haukar gerðu atlögu svöruðu Stólarnir með áhlaupi þótt þeim hafi aldrei tekist að hrista andstæðinginn alveg frá sér. Breyttu Stólarnir stöðunni úr 5-8 í 21-13 á lokakafla fyrsta leikhluta og eftir það var ekki aftur snúið. Skiptust þau á áhlaupum en með Arnar Björnsson sjóðheitan áttu Stólarnir alltaf lokaorðið. Fyrir utan Kára Jónsson gekk Haukum bölvanlega að hitta úr þriggja stiga skotunum framan af, Kári hitti úr 2/3 en aðrir leikmenn voru 0/8 í fyrri hálfleik. Áhlaup Hauka í öðrum leikhluta eins og í öllum leiknum kom þegar þeir fóru að keyra inn að körfunni og með aukasendingunni voru þeir að finna opna menn en þegar þriggja stiga skotin fóru að klikka þá náðu Stólarnir forskoti á ný. Í seinni hálfleik stigu fleiri leikmenn Hauka upp, Paul Anthony Jones lét á sér bera í sóknarleiknum en sama hvað þeir reyndu þá áttu Stólarnir alltaf svör. Var Arnar þar í stærstu hlutverki en eftir að hafa náð tvöfaldri tvennu í fyrri hálfleik setti hann niður 20 stig í seinni hálfleik og lauk leik með 35 stig. Framan af var það skortur á því að skotin væru að detta hjá Haukum en í seinni hálfleik þegar skotin fóru að detta voru gestirnir að setja niður stór skot til að svara og halda vel í vörn. Fær Tindastóll því tækifæri á bikarmeistaratitlinum í annað sinn í sögu félagsins á laugardaginn kemur en þar mæta þeir ríkjandi meisturunum í KR í æsispennandi leik. Kári: Þeir vildu þetta meira í kvöld„Við komum ekki tilbúnir inn í þennan leik. Þeir mættu ákveðnari til leiks og gerðu okkur erfitt fyrir á mörgum vígstöðum,“ sagði Kári Jónsson, bakvörður Haukaliðsins, er hann var spurður út í hvað fór úrskeiðis í kvöld. Haukar komust 8-5 yfir á upphafsmínútunum en eftir það voru Stólarnir yfir allan leikinn. „Það má alveg tala um að þeir hafi einfaldlega viljað þetta meira því það virtist vera þannig. Við höfum oft spilað stóra leiki við Tindastól og vissum að þetta yrði erfiður leikur með mikilli baráttu en við létum eins og þetta væri eitthvað alveg nýtt.“ Hafnfirðingar áttu í miklum erfiðleikum fyrir utan þriggja stiga línuna. „Þeir ýttu okkur út og við fengum oft góð skot en við settum þau ekki niður. Það er auðvelt að segja þetta eftir á en það hefði hjálpað að setja þau niður því þá hefðu þeir þurft að koma út í okkur.“ Israel Martin: Eigum bestu stuðningsmenn landsins„Ég verð að byrja á að hrósa strákunum fyrir varnarleikinn í kvöld, við leggjum mikið upp úr honum og að ná að halda jafn góðu liði og Haukum í 75 stigum er frábært,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastóls, er Vísir ræddi við hann í leikslok. „Þeir eru með mjög fjölhæfa sókn og þú getur ekki stöðvað allt. Þeir geta sótt inn að körfu og eru með sterka menn í teignum og við lögðum upp með að fá þá í þristana.“ Hann hrósaði einum manni sérstaklega í leikslok. „Arnar var svo að setja niður stór skot þegar á því þurfti að halda í allt kvöld en ég tók líka eftir því að ég gat dreift álaginu vel og sama hver kom inn, þá gáfu þeir allt í þennan leik og færðu liðinu kraft.“ Stólarnir voru vel studdir í stúkunni í kvöld. „Þvílíkur stuðningur í kvöld, við eigum bestu stuðningsmenn landsins og ég vonast til að sjá enn fleiri hér á laugardaginn,“ sagði Martin léttur að lokum. Ívar: Gátum ekki keypt körfu í fyrri hálfleik„Mér fannst strákarnir alveg leggja sig fram en það vantaði aðeins upp á baráttuna og að skotin skyldu detta fyrir okkar, við vorum að fá á köflum galopin skot og við gátum ekki keypt körfu,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í viðtali í leikslok. „Það háði okkur að setja ekki þessi skot niður en við náðum að halda okkur á lífi. Við vorum bara sex stigum undir í hálfleik þótt að við höfum verið hræðilegir framan af. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik,“ sagði Ívar og hélt áfram: „Í hvert skipti sem við gerðum áhlaup náðu þeir að svara með risa körfum, erfiðum þristum og þeir kannski vinna leikinn á því að setja niður öll stóru skotin sín í seinni hálfleik. Þeir eiga hrós skilið fyrir frábæran leik og sérstkalega Arnar sem setti niður hvert skotið á eftir öðrum með menn í andlitinu.“ Ívar var ósáttur með framferði Stólanna gagnvart Kára í leiknum. „Mér fannst þeir nota hendurnar full mikið, sérstaklega þegar kom að Kára sem þeir héldu og stýrðu svolítið til. Þeir spiluðu af hörku sem dómararnir leyfðu og við vorum kannski ekki nógu duglegir að gera það.“ Ívar sagði að betri skotnýting hefði breytt útkomu leiksins. „Við vissum að þeir myndu reyna að falla inn og við gætum nýtt það til að taka þristana, þegar fyrstu skotin fóru að klikka urðu menn meira hikandi. Loksins þegar við fórum að setja niður þessi skot þá náðu þeir alltaf að svara með stórum körfum.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum