Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 15:48 Björk og Deneuve saman á kvikmyndahátíðinni í Cannes þegar Dancer in the Dark var frumsýnd. Eftir að ásakanirnar á hendur Weinstein komu fram steig Björk fram og lýsti áreitni leikstjórans Lars von Trier en Deneuve varar við hreintrúarstefnu, eða púrítanisma, í kynferðismálum í bréfi sem hún skrifar ásamt öðrum konum vegna MeToo-byltingarinnar. vísir/getty Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. Bréfið hefur vakið nokkra athygli og umræðu í Frakklandi, að því er fram kemur á BBC. Þannig skrifuðu 30 femínistar undir nokkurs konar svarbréf og saka Deneuve og hinar 99 konurnar um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis og að vilja „setja lok“ á alla skandalana sem komið hafa upp í tengslum við valdamikla menn, ekki hvað síst í skemmtanabransanum. Í bréfinu sem Deneuve skrifar undir vara konurnar við hreintrúarstefnu, eða púrítanisma, í kynferðismálum og segja að þær harmi allar þær fordæmingar sem komið hafa fram í garð karla eftir að greint var frá ásökunum á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Að mati kvennanna skerða slíkar „nornaveiðar“ kynfrelsi.Ekki glæpur að reyna að draga einhvern á tálar „Nauðgun er glæpur en að reyna að draga einhvern á tálar, jafnvel oft eða klaufalega er það ekki. Það að karlmenn sýni af sér herramennsku er ekki heldur árás af hálfu feðraveldisins,“ segir í bréfinu. Þá segir þar jafnframt að mönnum hafi verið refsað, og þeir jafnvel misst vinnuna „fyrir það eitt að snerta hnéð á einhverjum eða að reyna að stela kossi.“ Í bréfinu kemur fram að konurnar sem undir það skrifa telja það nauðsynlegt að tala um misnotkun af hálfu valdamikilla. Þær líta þó einnig svo á að fordæmingarnar séu orðnar „stjórnlausar“ og að þetta valdi því að konur séu álitnar vanmáttugar og eilífðar fórnarlömb. Þær segjast ekki finna sig í þessum femínisma. Catherine Deneuve er langþekktust þeirra kvenna sem skrifa undir bréfið. Á meðal annarra sem undir það rita eru leikkonan Christine Boisson og rithöfundurinn Catherine Millet. Deneuve lék meðal annars á móti Björk í kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, Dancer in the Dark. Eftir að ásakanirnar á hendur Weinstein komu fram steig Björk fram og sagði frá kynferðislegri áreitni von Trier í sinn garð við gerð myndarinnar. MeToo Tengdar fréttir Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. 18. nóvember 2017 09:00 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. Bréfið hefur vakið nokkra athygli og umræðu í Frakklandi, að því er fram kemur á BBC. Þannig skrifuðu 30 femínistar undir nokkurs konar svarbréf og saka Deneuve og hinar 99 konurnar um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis og að vilja „setja lok“ á alla skandalana sem komið hafa upp í tengslum við valdamikla menn, ekki hvað síst í skemmtanabransanum. Í bréfinu sem Deneuve skrifar undir vara konurnar við hreintrúarstefnu, eða púrítanisma, í kynferðismálum og segja að þær harmi allar þær fordæmingar sem komið hafa fram í garð karla eftir að greint var frá ásökunum á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Að mati kvennanna skerða slíkar „nornaveiðar“ kynfrelsi.Ekki glæpur að reyna að draga einhvern á tálar „Nauðgun er glæpur en að reyna að draga einhvern á tálar, jafnvel oft eða klaufalega er það ekki. Það að karlmenn sýni af sér herramennsku er ekki heldur árás af hálfu feðraveldisins,“ segir í bréfinu. Þá segir þar jafnframt að mönnum hafi verið refsað, og þeir jafnvel misst vinnuna „fyrir það eitt að snerta hnéð á einhverjum eða að reyna að stela kossi.“ Í bréfinu kemur fram að konurnar sem undir það skrifa telja það nauðsynlegt að tala um misnotkun af hálfu valdamikilla. Þær líta þó einnig svo á að fordæmingarnar séu orðnar „stjórnlausar“ og að þetta valdi því að konur séu álitnar vanmáttugar og eilífðar fórnarlömb. Þær segjast ekki finna sig í þessum femínisma. Catherine Deneuve er langþekktust þeirra kvenna sem skrifa undir bréfið. Á meðal annarra sem undir það rita eru leikkonan Christine Boisson og rithöfundurinn Catherine Millet. Deneuve lék meðal annars á móti Björk í kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, Dancer in the Dark. Eftir að ásakanirnar á hendur Weinstein komu fram steig Björk fram og sagði frá kynferðislegri áreitni von Trier í sinn garð við gerð myndarinnar.
MeToo Tengdar fréttir Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. 18. nóvember 2017 09:00 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. 18. nóvember 2017 09:00
Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30
Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent