Heimir: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2018 14:52 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn á móti Indónesíu í dag hafi verið með þeim skrýtnari enda aðstæður sérstakar og mótherjinn landslið sem var valið á netinu.. „Það var smá súrealísk stemmning hérna og ég hef aldrei séð svona rigningu áður,“ sagði Heimir eftir leikinn en það rigndi mikið á meðal leiknum stóð og stórir pollar mynduðust á vellinum á augabragði. „Þetta var líka kaótískt og andstæðingurinn ekkert sérstakur. Þetta var því allt mjög skrýtið,“ sagði Heimir. „Við gerðum ekki það sem við ætluðum okkur að gera í fyrri hálfleik en það er bara þannig að þegar þú færð tíma á boltann og þú ferð að taka of margar snertingar þá verður leikurinn hægur og svolítið fyrirséður. Strákarnir hættu að taka hlaupin sem þeir áttu að taka af því að boltinn kom aldrei í fyrsta,“ sagði Heimir. „Við vorum ekkert ánægðir í hálfleik með það sem þeir voru að gera en við vorum ekkert hræddir um að tapa leiknum hinsvegar. Veðrið þvingaði okkur til að fara í lengri bolta og taka þessi hlaup sem þarf. Þó að aðstæðurnar hafi verið hörmung í seinni hálfleik þá skoruðum við samt fimm mörk. Það er það sem telur í fótbolta ,“ sagði Heimir en er hægt að dæma leikmenn eftir leik í svona aðstæðum? „Það er auðvitað ekki hægt og það gat enginn leikmaður sýnt sitt besta í svona leik. Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik eða hafinn upp til skýjanna. Leikurinn fer ekki í neinar sögubækur en þetta er búinn að vera flottur tími hjá okkur hér. Það voru flottar æfingar hjá okkur og við flottar aðstæður. Það var svolítil skömm að þurfa lenda í þessu akkurat núna,“ sagði Heimir og vísar þar til dembunnar og bleytunnar sem tók öll völd á vellinum. „Við höfum verið ofboðslega ánægðir með hópinn í heild sinni, bæði á æfingunum en líka fyrir utan þær. Við erum búnir að vera með mikið af fundum um allskonar hluti. Það er mikið að meðtaka fyrir þessa stráka og það reynir á þá í þessum leik sem verður eftir þrjá daga,“ sagði Heimir. „Það verður allt annar andstæðingur því það verður lið sem hefur einhvern leikstíl, samæfingu og svo framvegið. Þeir eru með þjálfara sem er búinn að vera með þá í svolítinn tíma. Það verður allt annar og miklu erfiðari andstæðingur,“ sagði Heimir. „Þetta var landslið sem var valið af fólkinu í landinu. Hér búa 220 milljónir manna og þetta var valið á netinu. Þetta eru þeir leikmenn sem voru búnir að vera bestir í deildinni en er ekkert lið því þeir hafa aldrei spilað saman og eru auk þess líklega aðalspaðarnir í sínum liðum,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37 Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. 11. janúar 2018 13:30 Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn á móti Indónesíu í dag hafi verið með þeim skrýtnari enda aðstæður sérstakar og mótherjinn landslið sem var valið á netinu.. „Það var smá súrealísk stemmning hérna og ég hef aldrei séð svona rigningu áður,“ sagði Heimir eftir leikinn en það rigndi mikið á meðal leiknum stóð og stórir pollar mynduðust á vellinum á augabragði. „Þetta var líka kaótískt og andstæðingurinn ekkert sérstakur. Þetta var því allt mjög skrýtið,“ sagði Heimir. „Við gerðum ekki það sem við ætluðum okkur að gera í fyrri hálfleik en það er bara þannig að þegar þú færð tíma á boltann og þú ferð að taka of margar snertingar þá verður leikurinn hægur og svolítið fyrirséður. Strákarnir hættu að taka hlaupin sem þeir áttu að taka af því að boltinn kom aldrei í fyrsta,“ sagði Heimir. „Við vorum ekkert ánægðir í hálfleik með það sem þeir voru að gera en við vorum ekkert hræddir um að tapa leiknum hinsvegar. Veðrið þvingaði okkur til að fara í lengri bolta og taka þessi hlaup sem þarf. Þó að aðstæðurnar hafi verið hörmung í seinni hálfleik þá skoruðum við samt fimm mörk. Það er það sem telur í fótbolta ,“ sagði Heimir en er hægt að dæma leikmenn eftir leik í svona aðstæðum? „Það er auðvitað ekki hægt og það gat enginn leikmaður sýnt sitt besta í svona leik. Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik eða hafinn upp til skýjanna. Leikurinn fer ekki í neinar sögubækur en þetta er búinn að vera flottur tími hjá okkur hér. Það voru flottar æfingar hjá okkur og við flottar aðstæður. Það var svolítil skömm að þurfa lenda í þessu akkurat núna,“ sagði Heimir og vísar þar til dembunnar og bleytunnar sem tók öll völd á vellinum. „Við höfum verið ofboðslega ánægðir með hópinn í heild sinni, bæði á æfingunum en líka fyrir utan þær. Við erum búnir að vera með mikið af fundum um allskonar hluti. Það er mikið að meðtaka fyrir þessa stráka og það reynir á þá í þessum leik sem verður eftir þrjá daga,“ sagði Heimir. „Það verður allt annar andstæðingur því það verður lið sem hefur einhvern leikstíl, samæfingu og svo framvegið. Þeir eru með þjálfara sem er búinn að vera með þá í svolítinn tíma. Það verður allt annar og miklu erfiðari andstæðingur,“ sagði Heimir. „Þetta var landslið sem var valið af fólkinu í landinu. Hér búa 220 milljónir manna og þetta var valið á netinu. Þetta eru þeir leikmenn sem voru búnir að vera bestir í deildinni en er ekkert lið því þeir hafa aldrei spilað saman og eru auk þess líklega aðalspaðarnir í sínum liðum,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37 Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. 11. janúar 2018 13:30 Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37
Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15
Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. 11. janúar 2018 13:30
Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39