Icelandair flýgur til San Francisco Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2018 18:46 San Francisco, sem var í leiðakerfi Icelandair í tvö sumur fyrir rúmum áratug, er ein þekktasta og vinsælasta ferðamannaborg í heimi og jafnframt ein af fjölmennustu borgum Bandaríkjanna með um 9 milljónir íbúa á San Francisco Bay Area svæðinu. Flugfélagið Icelandair hefur ákveðið að hefja flug til San Francisco í vor og verður hún 23. áfangastaðurinn í Norður-Ameríku í leiðakerfi flugfélagsins. Þetta er þriðja borgin í Bandaríkjunum í vikunni sem Icelandair hefur tilkynnt að flogið verði til. Alls flýgur Icelandair til sex nýrra áfangastaða, Cleveland, Dallas, Kansas City, Baltimore, San Francisco í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi á árinu 2018. „San Francisco er þriðja nýja borgin sem við kynnum á jafnmörgum dögum í þessari viku í tengslum við þessa markaðssókn í Bandaríkjunum“, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair í tilkynningu. „Þetta eru ólíkir áfangastaðir sem undirstrika hina miklu breidd sem er í leiðakerfinu og þjónustu okkar. San Francisco opnar nýja leið inn á hinn risastóra Kaliforníumarkað á vesturströndinni og flug á Baltimoreflugvöll styrkir stöðu okkar á Washington/Baltimore svæðinu á austurströndinni. Kansas City, stór borg í miðjum Bandaríkjunum, opnar svo áður lokaða markaði fyrir íslenska ferðaþjónustu og tengiflug okkar til og frá Evrópu. Jafnframt þessari auknu þjónustu við nýjar borgir þá færum við framboð af nokkrum öðrum áfangastöðum þannig að heildarflugframboð Icelandair 2018 er það sama og áður hefur verið kynnt, en við aukum með þessu hagkvæmni leiðakerfisins og styrkjum samkeppnisstöðu félagsins.“ San Francisco, sem var í leiðakerfi Icelandair í tvö sumur fyrir rúmum áratug, er ein þekktasta og vinsælasta ferðamannaborg í heimi og jafnframt ein af fjölmennustu borgum Bandaríkjanna með um 9 milljónir íbúa á San Francisco Bay Area svæðinu. Flugáætlun Icelandair verður í ár um 10% umfangsmeiri en á síðasta ári og er áætlað er að farþegar verði um 4,5 milljónir. Nú í vor mun Icelandair taka í notkun þrjár nýjar 160 sæta Boeing 737 MAX 8 flugvélar og verða alls 33 flugvélar nýttar til farþegaflugsins í sumar, 26 af Boeing 757 gerð og fjórar af Boeing 767-300 gerð auk nýju vélanna. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Flugfélagið Icelandair hefur ákveðið að hefja flug til San Francisco í vor og verður hún 23. áfangastaðurinn í Norður-Ameríku í leiðakerfi flugfélagsins. Þetta er þriðja borgin í Bandaríkjunum í vikunni sem Icelandair hefur tilkynnt að flogið verði til. Alls flýgur Icelandair til sex nýrra áfangastaða, Cleveland, Dallas, Kansas City, Baltimore, San Francisco í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi á árinu 2018. „San Francisco er þriðja nýja borgin sem við kynnum á jafnmörgum dögum í þessari viku í tengslum við þessa markaðssókn í Bandaríkjunum“, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair í tilkynningu. „Þetta eru ólíkir áfangastaðir sem undirstrika hina miklu breidd sem er í leiðakerfinu og þjónustu okkar. San Francisco opnar nýja leið inn á hinn risastóra Kaliforníumarkað á vesturströndinni og flug á Baltimoreflugvöll styrkir stöðu okkar á Washington/Baltimore svæðinu á austurströndinni. Kansas City, stór borg í miðjum Bandaríkjunum, opnar svo áður lokaða markaði fyrir íslenska ferðaþjónustu og tengiflug okkar til og frá Evrópu. Jafnframt þessari auknu þjónustu við nýjar borgir þá færum við framboð af nokkrum öðrum áfangastöðum þannig að heildarflugframboð Icelandair 2018 er það sama og áður hefur verið kynnt, en við aukum með þessu hagkvæmni leiðakerfisins og styrkjum samkeppnisstöðu félagsins.“ San Francisco, sem var í leiðakerfi Icelandair í tvö sumur fyrir rúmum áratug, er ein þekktasta og vinsælasta ferðamannaborg í heimi og jafnframt ein af fjölmennustu borgum Bandaríkjanna með um 9 milljónir íbúa á San Francisco Bay Area svæðinu. Flugáætlun Icelandair verður í ár um 10% umfangsmeiri en á síðasta ári og er áætlað er að farþegar verði um 4,5 milljónir. Nú í vor mun Icelandair taka í notkun þrjár nýjar 160 sæta Boeing 737 MAX 8 flugvélar og verða alls 33 flugvélar nýttar til farþegaflugsins í sumar, 26 af Boeing 757 gerð og fjórar af Boeing 767-300 gerð auk nýju vélanna.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira