Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:34 Mira Sorvino Vísir/Getty Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum í kvikmyndinni Mighty Aphrodite sem kom út árið 1995. Sorvino hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem vændiskona í myndinni en segist nú vera miður sín og að hún muni aldrei vinna með honum aftur. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig þér hefur liðið öll þessi ár þegar þú fylgdist með manni, sem þú sagðir opinberlega að hafi brotið á þér sem barn, sem berskjaldaðri lítilli stúlku í hans umsjá, vera lofaður í hástert, af mér og ótal öðrum í Hollywood sem lofa hann og hundsa þig,“ skrifaði Sorvino í the Huffington Post. „Sem móðir og kona er ég miður mín, fyrirgefðu.“ Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Ræddi við bróður Dylan Sorvino er ein þeirra kvenna sem hefur talað opinskátt um áreitni og ofbeldi af hendi Harvey Weinstein og ræddi meðal annars við blaðamanninn Ronan Farrow, sem er bróðir Dylan. „Ég sagði honum að ég vildi vita meira um þig og ykkar aðstæður,“ skrifar hún. „Hann benti mér á það sem hefur komið fram opinberlega en ég var því miður ekki meðvituð um og þá sá ég hversu mikið sönnunargögnin styðja við þína frásögn. Að þú hafir alla tíð sagt sannleikann.“ Dylan Farrow tjáði sig um bréf Sorvino á Twitter síðu sinni. Þar þakkaði hún henni fyrir fallegt bréf og sagði Sorvino hugrakka. @MiraSorvino, I am overwhelmed and my gratitude to you cannot be expressed sufficiently in words. This letter is beautiful and I will carry your words with me. Your courage has been boundless and your activism an example for us all. From the bottom of my heart, thank you. https://t.co/8U73mb2twD— Dylan Farrow (@realdylanfarrow) January 11, 2018 Dylan Farrow greindi fyrst frá ofbeldinu opinberlega í opnu bréfi árið 2014 og síðan þá hefur hún margsinnis gagnrýnt listamenn sem velja að vinna með föður sínum. Nokkrir hafa stigið fram undanfarin misseri og afneitað Allen. Leikkonan Ellen Page er meðal þeirra sem hefur sagst sjá eftir samstarfi við Allen sem og leikarinn David Krumholtz. Þá sagði leikkonan og leikstjórinn Greta Gerwig að hún myndi aldrei aftur vinna með Allen, en hún lék í mynd hands To Rome With Love. „Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig. MeToo Mál Woody Allen Hollywood Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. 4. janúar 2018 16:27 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum í kvikmyndinni Mighty Aphrodite sem kom út árið 1995. Sorvino hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem vændiskona í myndinni en segist nú vera miður sín og að hún muni aldrei vinna með honum aftur. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig þér hefur liðið öll þessi ár þegar þú fylgdist með manni, sem þú sagðir opinberlega að hafi brotið á þér sem barn, sem berskjaldaðri lítilli stúlku í hans umsjá, vera lofaður í hástert, af mér og ótal öðrum í Hollywood sem lofa hann og hundsa þig,“ skrifaði Sorvino í the Huffington Post. „Sem móðir og kona er ég miður mín, fyrirgefðu.“ Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Ræddi við bróður Dylan Sorvino er ein þeirra kvenna sem hefur talað opinskátt um áreitni og ofbeldi af hendi Harvey Weinstein og ræddi meðal annars við blaðamanninn Ronan Farrow, sem er bróðir Dylan. „Ég sagði honum að ég vildi vita meira um þig og ykkar aðstæður,“ skrifar hún. „Hann benti mér á það sem hefur komið fram opinberlega en ég var því miður ekki meðvituð um og þá sá ég hversu mikið sönnunargögnin styðja við þína frásögn. Að þú hafir alla tíð sagt sannleikann.“ Dylan Farrow tjáði sig um bréf Sorvino á Twitter síðu sinni. Þar þakkaði hún henni fyrir fallegt bréf og sagði Sorvino hugrakka. @MiraSorvino, I am overwhelmed and my gratitude to you cannot be expressed sufficiently in words. This letter is beautiful and I will carry your words with me. Your courage has been boundless and your activism an example for us all. From the bottom of my heart, thank you. https://t.co/8U73mb2twD— Dylan Farrow (@realdylanfarrow) January 11, 2018 Dylan Farrow greindi fyrst frá ofbeldinu opinberlega í opnu bréfi árið 2014 og síðan þá hefur hún margsinnis gagnrýnt listamenn sem velja að vinna með föður sínum. Nokkrir hafa stigið fram undanfarin misseri og afneitað Allen. Leikkonan Ellen Page er meðal þeirra sem hefur sagst sjá eftir samstarfi við Allen sem og leikarinn David Krumholtz. Þá sagði leikkonan og leikstjórinn Greta Gerwig að hún myndi aldrei aftur vinna með Allen, en hún lék í mynd hands To Rome With Love. „Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig.
MeToo Mál Woody Allen Hollywood Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. 4. janúar 2018 16:27 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. 4. janúar 2018 16:27
Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30