„Þetta er að síast inn. Þetta er mjög stórt batterí. Ég get ekki beðið eftir leiknum.“
Nýliðinn segist ekki gera neitt sérstakt til þess að reyna að halda spennustiginu niðri.
„Bara horfa á bíómyndir eða eitthvað. Bara slaka á. Þegar maður kemur inn á þá þarf ég bara að vera nógu klikkaður og tala mikið. Það virkar vel fyrir mig en samt halda þessu rólegu.“
Ýmir hefur fulla trú á því að hann fái tækifæri til þess að sanna sig strax í fyrsta leik.
„Ég er að vonast eftir mínútum og ef ég fæ þær þá mun ég gefa allt í þetta fyrir liðið. Mér finnst varnarleikurinn vera að lagast og þetta lítur betur út en síðast.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu á Vísi.