Um 90 prósent námsefnis í háskólum hérlendis er á ensku: "Menn heyra ensku látlaust á hverjum einasta degi” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. janúar 2018 20:00 Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í Veröld - húsi Vigdísar, í dag. Vísir/GVA Um 90% námsefnis í háskólum hér á landi er á ensku en um þriðjungur háskólanema er illa undir það búinn þegar komið er upp á háskólastig. Opinber menntastefna hér á landi hefur ekki haldið í við þá þróun sem orðið hefur á málumhverfi almennings. Þetta kemur fram í nýrri bók sem byggir á sjö ára rannsókn íslenskra fræðimanna á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls hér á landi. Ritstjórar bókarinnar kynntu efni hennar í Veröld - húsi Vigdísar í dag en rannsóknin náði til nemenda á grunn-, framhalds- og háskólastigi og til notkunar enskrar tungu í atvinnulífinu. Komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að fólk skilur almennt meira heldur en það getur nýtt sér til gagns, einkum í atvinnulífinu og í háskólanámi. „Menn heyra ensku, látlaust á hverjum einasta degi, mjög stór hluti þjóðarinnar og þau lesa talsvert en þau tala mjög litla ensku og þau skrifa ennþá minni ensku,” segir Hafdís Ingvarsdóttir prófessor emeritus við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. Athygli vekur einnig sú ályktun höfunda að opinber menntastefna hér á landi hafi ekki haldið í við þróun málumhverfisins, sérstaklega hvað varðar það mikla stökk sem verður þegar komið er upp á háskólastig. „83% nemenda eiga í verulegum vandræðum með það að enskan kemur inn, það er að segja lesturinn er allur á ensku en prófið, matið, það er á íslensku,” segir Birna Arnbjörnsdóttir, professor við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. „Þarna er langt bil á milli og fólk áttar sig ekki á því að þarna er ekkert verið að nota sömu ensku og á Facebook.” Þær Hafdís og Birna vilja þó ekki meina að íslenskan sé á undanhaldi vegna mikillar notkunar ensku, þar kunni aftur á móti aðrir þættir að spila inn í. Þær binda vonir við að rannsóknin verði til þess að áherslur í námsskrá verði endurskoðaðar og enskan fái þann sess í menntakerfinu sem hún raunverulega hafi í íslensku samfélagi, bæði í leik og starfi. „Hún er bara mjög mikilvægt nytjatæki. Við höfum stundum grínast með að hún sé fyrir krökkunum bara eins og hvert annað app, það er nauðsynlegt að hafa þetta en það breytir því ekki að þau eru íslensk og vilja vera íslensk,” segir Hafdís. Íslenska á tækniöld Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Um 90% námsefnis í háskólum hér á landi er á ensku en um þriðjungur háskólanema er illa undir það búinn þegar komið er upp á háskólastig. Opinber menntastefna hér á landi hefur ekki haldið í við þá þróun sem orðið hefur á málumhverfi almennings. Þetta kemur fram í nýrri bók sem byggir á sjö ára rannsókn íslenskra fræðimanna á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls hér á landi. Ritstjórar bókarinnar kynntu efni hennar í Veröld - húsi Vigdísar í dag en rannsóknin náði til nemenda á grunn-, framhalds- og háskólastigi og til notkunar enskrar tungu í atvinnulífinu. Komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að fólk skilur almennt meira heldur en það getur nýtt sér til gagns, einkum í atvinnulífinu og í háskólanámi. „Menn heyra ensku, látlaust á hverjum einasta degi, mjög stór hluti þjóðarinnar og þau lesa talsvert en þau tala mjög litla ensku og þau skrifa ennþá minni ensku,” segir Hafdís Ingvarsdóttir prófessor emeritus við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. Athygli vekur einnig sú ályktun höfunda að opinber menntastefna hér á landi hafi ekki haldið í við þróun málumhverfisins, sérstaklega hvað varðar það mikla stökk sem verður þegar komið er upp á háskólastig. „83% nemenda eiga í verulegum vandræðum með það að enskan kemur inn, það er að segja lesturinn er allur á ensku en prófið, matið, það er á íslensku,” segir Birna Arnbjörnsdóttir, professor við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. „Þarna er langt bil á milli og fólk áttar sig ekki á því að þarna er ekkert verið að nota sömu ensku og á Facebook.” Þær Hafdís og Birna vilja þó ekki meina að íslenskan sé á undanhaldi vegna mikillar notkunar ensku, þar kunni aftur á móti aðrir þættir að spila inn í. Þær binda vonir við að rannsóknin verði til þess að áherslur í námsskrá verði endurskoðaðar og enskan fái þann sess í menntakerfinu sem hún raunverulega hafi í íslensku samfélagi, bæði í leik og starfi. „Hún er bara mjög mikilvægt nytjatæki. Við höfum stundum grínast með að hún sé fyrir krökkunum bara eins og hvert annað app, það er nauðsynlegt að hafa þetta en það breytir því ekki að þau eru íslensk og vilja vera íslensk,” segir Hafdís.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira