Opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum lausn á vanda foreldra Baldur Guðmundsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Skúli Helgason segir að vel hafi gengið að bæta úr manneklu á leikskólum eða rót vandans. vísir/anton brink Stofnun ungbarnadeilda á leikskólum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar og fjölgun dagforeldra eru lykilatriði þegar kemur að lausn þess vanda sem að foreldrum ungra barna steðjar. Þetta er mat Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. Reykvíkingurinn Rebekka Júlía Magnúsdóttir sagði í Fréttablaðinu í gær frá glímu sinni við að finna dagforeldri fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir að hafa leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu frá því á meðgöngunni hefur Rebekku ekkert orðið ágengt. Alls staðar sé fullt og fæðingarorlofið sé að klárast. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum,“ sagði Rebekka við Fréttablaðið. Rebekka er ekki ein í þessum sporum. Facebook-hópur foreldra sem ekki fá pláss hjá dagforeldrum var stofnaður í vikunni. Á fyrsta degi höfðu yfir 300 manns skráð sig í hópinn. Skúli segir vandamálið ekki síst stafa af manneklu haustsins í leikskólum borgarinnar. Þar hafi mikið áunnist. Í ágúst hafi 130 starfsmenn vantað inn í leikskólana, sem tafið hafi fyrir inntöku yngstu barnanna. Samkvæmt nýjustu tölum vanti 46 starfsmenn á 62 leikskóla borgarinnar, eða innan við eitt stöðugildi á hvern að meðaltali. Nú séu fjórir af hverjum fimm leikskólum borgarinnar fullmannaðir, innan við tvo starfsmenn vanti. Á miðvikudaginn var settur á fót sérstakur starfshópur um dagforeldrakerfið. „Hann á að fara heildstætt yfir þessa þjónustu,“ segir Skúli sem bendir á að dagforeldrar séu ekki á vegum borgarinnar. Hann segir að markmiðið sé að auka gæði og öryggi í þessari þjónustu til framtíðar. Það sé ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið að ein manneskja annist fjögur til fimm börn á heimili sínu, til dæmis ef slys eða óhapp ber að höndum. Skúli segir unnið að því markmiði borgarinnar að öllum 18 mánaða börnum standi pláss á leikskóla til boða en stefnt sé að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sækir. Annar starfshópur, Brúum bilið, hópur sem Skúli stýrir, vinnur að því að kortleggja til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná þessum markmiðum. Ljóst sé að meðal annars þurfi að byggja nýja leikskóla. Liður í þessu verkefni sé að taka í notkun ungbarnadeildir á leikskólum í öllum hverfum borgarinnar. Sjö nýjar deildir hafi verið opnaðar í haust. Skúli segir að markmiðið sé að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en tekur fram að hann vilji að foreldrum standi áfram til boða að vista börnin sín hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að hópurinn skili af sér tillögum um nýjar ungbarnadeildir á allra næstu vikum og lokaskýrslu í mars. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Stofnun ungbarnadeilda á leikskólum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar og fjölgun dagforeldra eru lykilatriði þegar kemur að lausn þess vanda sem að foreldrum ungra barna steðjar. Þetta er mat Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. Reykvíkingurinn Rebekka Júlía Magnúsdóttir sagði í Fréttablaðinu í gær frá glímu sinni við að finna dagforeldri fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir að hafa leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu frá því á meðgöngunni hefur Rebekku ekkert orðið ágengt. Alls staðar sé fullt og fæðingarorlofið sé að klárast. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum,“ sagði Rebekka við Fréttablaðið. Rebekka er ekki ein í þessum sporum. Facebook-hópur foreldra sem ekki fá pláss hjá dagforeldrum var stofnaður í vikunni. Á fyrsta degi höfðu yfir 300 manns skráð sig í hópinn. Skúli segir vandamálið ekki síst stafa af manneklu haustsins í leikskólum borgarinnar. Þar hafi mikið áunnist. Í ágúst hafi 130 starfsmenn vantað inn í leikskólana, sem tafið hafi fyrir inntöku yngstu barnanna. Samkvæmt nýjustu tölum vanti 46 starfsmenn á 62 leikskóla borgarinnar, eða innan við eitt stöðugildi á hvern að meðaltali. Nú séu fjórir af hverjum fimm leikskólum borgarinnar fullmannaðir, innan við tvo starfsmenn vanti. Á miðvikudaginn var settur á fót sérstakur starfshópur um dagforeldrakerfið. „Hann á að fara heildstætt yfir þessa þjónustu,“ segir Skúli sem bendir á að dagforeldrar séu ekki á vegum borgarinnar. Hann segir að markmiðið sé að auka gæði og öryggi í þessari þjónustu til framtíðar. Það sé ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið að ein manneskja annist fjögur til fimm börn á heimili sínu, til dæmis ef slys eða óhapp ber að höndum. Skúli segir unnið að því markmiði borgarinnar að öllum 18 mánaða börnum standi pláss á leikskóla til boða en stefnt sé að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sækir. Annar starfshópur, Brúum bilið, hópur sem Skúli stýrir, vinnur að því að kortleggja til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná þessum markmiðum. Ljóst sé að meðal annars þurfi að byggja nýja leikskóla. Liður í þessu verkefni sé að taka í notkun ungbarnadeildir á leikskólum í öllum hverfum borgarinnar. Sjö nýjar deildir hafi verið opnaðar í haust. Skúli segir að markmiðið sé að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en tekur fram að hann vilji að foreldrum standi áfram til boða að vista börnin sín hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að hópurinn skili af sér tillögum um nýjar ungbarnadeildir á allra næstu vikum og lokaskýrslu í mars.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira