„Við byrjuðum á að skoða okkar leik. Fórum yfir hvað var gott og hvað er hægt að gera betur. Okkur finnst gott að kíkja á okkur sjálfa,“ segir Geir.
Hann sinnir mikilli vinnu á svona mótum ásamt aðstoðarþjálfara sínum, Óskari Bjarna Óskarssyni, en hann sótti líka aðstoð til þess að aðstoða við að greina andstæðinga Íslands á mótinu.
„Leikmenn sjálfir eru mjög frjóir og við erum stöðugt að henda efni í þá. Við viljum að þeir séu þátttakendur í þessu. Það skiptir miklu máli að leikstjórnendur liðsins sinni þessu og skoði efni.
„Þetta gengur út á að við viljum allir ná árangri og þetta skiptir okkur alla máli. Við eigum bunka af hæfileikaríkum þjálfurum og það er um að gera að nýta þekkinguna. Oft sjá betur augu en auga.“