Baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er nýr formaður stjórnar Pírata í Reykjavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 23:30 Rúnar Björn var einn af þeim fyrstu sem hlaut notendastýrða persónulega þjónustu. Hann var í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. Rúnar Björn Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur, var á aðalfundi Pírata í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. „Ég er orðinn atvinnuformaður,“ segir Rúnar og skellir upp úr því fyrir er hann formaður málefnahóps Öryrkjabandagsins um sjálfstætt líf og formaður NPA-miðstöðvarinnar. Hann segist ekki hafa búist við því að hljóta nafnbótina formaður stjórnar Pírata í Reykjavík í ljósi þess að hann tók lokaákvörðun um að bjóða sig fram í gærkvöldi.Bylting í þjónustu við fatlað fólk„Það væri algjörlega ómögulegt fyrir mann með mína fötlun að taka þátt í svona pólitísku starfi, og öðru félagsstarfi án þess að hafa þessa notendastýrðu persónulegu aðstoð. Ég er búinn að berjast fyrir málefninu lengi,“ segir Rúnar, sem ásamt fleirum, stofnaði NPA miðstöðina árið 2010 og hefur síðan þá barist ötullega fyrir framgangi málaflokksins. Rúnar segir að hann viti um fólk sem sinnir flokksstörfum sem þau gætu ekki sinnt ef ekki væri fyrir notendastýrða persónulega þjónustu. „Þetta er náttúrulega bara algjör bylting í þjónustu við fatlað fólk.“Nýja stjórn Pírata í Reykjavík skipa Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, sem fyrr segir, Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, Björn Þór Jóhannesson, Elsa Nore og Unnar Þór. Varamenn eru Árni Steingrímur Sigurðsson, Guðjón Sigurbjartsson, Hermann Björgvin Haraldsson, Þórlaug Ágústsdóttir og Karl Brynjar Magnússon. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir hinn nýkjörni formaður. Næst á dagskrá hjá nýrri stjórn er að hefja vinnu við prófkjör og síðan verður nóg að gera hjá henni við undirbúning sveitarstjórnarkosninga í vor.Rúnar hefur tvívegis setið í stjórn Pírata. Á myndinni er Rúnar í Kringlunni í kosningabaráttunni.Rúnar BjörnPrófkjör eina leiðin sem kemur til greinaÞað var snörp barátta síðast og þið eruð svo lýðræðissinnaður flokkur. Þið fóruð í prófkjör og allan pakkann fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Eruði andlega undirbúin fyrir aðrar kosningar?„Já, já, já. Við erum alltaf tilbúin í prófkjör. Við vorum mjög stolt af því að vera eini flokkurinn sem fór í prófkjör alls staðar á landinu og fyllti öll sæti með þeirri aðferð. Það er bara ekki til önnur leið hjá okkur,“ segir Rúnar. Rúnar segist þessa dagana finna fyrir meðbyr í réttindabaráttu fatlaðs fólks og að aukinn skilningur sé á meðal Alþingismanna um málefni fatlaðra. Hann bindur vonir sínar við að málefni fatlaðs fólks verði sett á dagskrá í komandi sveitarstjórnarkosningum. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur, var á aðalfundi Pírata í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. „Ég er orðinn atvinnuformaður,“ segir Rúnar og skellir upp úr því fyrir er hann formaður málefnahóps Öryrkjabandagsins um sjálfstætt líf og formaður NPA-miðstöðvarinnar. Hann segist ekki hafa búist við því að hljóta nafnbótina formaður stjórnar Pírata í Reykjavík í ljósi þess að hann tók lokaákvörðun um að bjóða sig fram í gærkvöldi.Bylting í þjónustu við fatlað fólk„Það væri algjörlega ómögulegt fyrir mann með mína fötlun að taka þátt í svona pólitísku starfi, og öðru félagsstarfi án þess að hafa þessa notendastýrðu persónulegu aðstoð. Ég er búinn að berjast fyrir málefninu lengi,“ segir Rúnar, sem ásamt fleirum, stofnaði NPA miðstöðina árið 2010 og hefur síðan þá barist ötullega fyrir framgangi málaflokksins. Rúnar segir að hann viti um fólk sem sinnir flokksstörfum sem þau gætu ekki sinnt ef ekki væri fyrir notendastýrða persónulega þjónustu. „Þetta er náttúrulega bara algjör bylting í þjónustu við fatlað fólk.“Nýja stjórn Pírata í Reykjavík skipa Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, sem fyrr segir, Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, Björn Þór Jóhannesson, Elsa Nore og Unnar Þór. Varamenn eru Árni Steingrímur Sigurðsson, Guðjón Sigurbjartsson, Hermann Björgvin Haraldsson, Þórlaug Ágústsdóttir og Karl Brynjar Magnússon. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir hinn nýkjörni formaður. Næst á dagskrá hjá nýrri stjórn er að hefja vinnu við prófkjör og síðan verður nóg að gera hjá henni við undirbúning sveitarstjórnarkosninga í vor.Rúnar hefur tvívegis setið í stjórn Pírata. Á myndinni er Rúnar í Kringlunni í kosningabaráttunni.Rúnar BjörnPrófkjör eina leiðin sem kemur til greinaÞað var snörp barátta síðast og þið eruð svo lýðræðissinnaður flokkur. Þið fóruð í prófkjör og allan pakkann fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Eruði andlega undirbúin fyrir aðrar kosningar?„Já, já, já. Við erum alltaf tilbúin í prófkjör. Við vorum mjög stolt af því að vera eini flokkurinn sem fór í prófkjör alls staðar á landinu og fyllti öll sæti með þeirri aðferð. Það er bara ekki til önnur leið hjá okkur,“ segir Rúnar. Rúnar segist þessa dagana finna fyrir meðbyr í réttindabaráttu fatlaðs fólks og að aukinn skilningur sé á meðal Alþingismanna um málefni fatlaðra. Hann bindur vonir sínar við að málefni fatlaðs fólks verði sett á dagskrá í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira