Wahlberg gefur launin umdeildu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 08:21 Mark Wahlberg og Michelle Williams saman á frumsýningu myndarinnar. vísir/getty Bandaríski leikarinn Mark Wahlberg hefur ákveðið að gefa baráttuhreyfingunni Time's Up þau laun sem hann þáði fyrir þau atriði sem þurfti að taka upp aftur fyrir myndina All the Money in the World. Vakti það mikla athygli í vikunni þegar greint var frá því að Michelle Williams, mótleikkona Wahlberg í myndinni, hafi aðeins þegið þúsund dollara fyrir atriðin sem þurfti að taka upp aftur, á sama tíma og Wahlberg þáði 1,5 milljónir dollara. Taka þurfti upp atriði í myndinni aftur þar sem leikstjórinn, Ridley Scott, rak Kevin Spacey frá verkinu eftir að ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni komu fram fyrir nokkrum mánuðum. Réð Scott Christopher Plummer til þess að taka við hlutverki J. Paul Getty, sem Spacey hafði túlkað, og þurfti því að taka upp allar senur þar sem Getty kom við sögu aftur. Að því er fram kemur á Vox á Williams að hafa verið svo ánægð með þessa ákvörðun að hún hafi lýst sig reiðubúna til þess að taka upp atriðin aftur án endurgjalds en þó þegið þúsund dollara eða lágmarkstaxta. Var launamunurinn fordæmdur af ýmsum Hollywood-stjörnum. Hefur Wahlberg því ákveðið að gefa Time's Up hreyfingunni launin fyrir atriðin og framlagið eyrnarmerkt lögfræðikostnaði sem fellur til vegna baráttu hreyfingarinnar. Williams er ein af stofnendum herferðarinnar Time‘s Up, sem leidd er af 300 konum í skemmtanabransanum í Hollywood, og er ætlað að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt þar sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. pic.twitter.com/jvGDGVZqPQ— Mark Wahlberg (@mark_wahlberg) January 13, 2018 Bíó og sjónvarp MeToo Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Bandaríski leikarinn Mark Wahlberg hefur ákveðið að gefa baráttuhreyfingunni Time's Up þau laun sem hann þáði fyrir þau atriði sem þurfti að taka upp aftur fyrir myndina All the Money in the World. Vakti það mikla athygli í vikunni þegar greint var frá því að Michelle Williams, mótleikkona Wahlberg í myndinni, hafi aðeins þegið þúsund dollara fyrir atriðin sem þurfti að taka upp aftur, á sama tíma og Wahlberg þáði 1,5 milljónir dollara. Taka þurfti upp atriði í myndinni aftur þar sem leikstjórinn, Ridley Scott, rak Kevin Spacey frá verkinu eftir að ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni komu fram fyrir nokkrum mánuðum. Réð Scott Christopher Plummer til þess að taka við hlutverki J. Paul Getty, sem Spacey hafði túlkað, og þurfti því að taka upp allar senur þar sem Getty kom við sögu aftur. Að því er fram kemur á Vox á Williams að hafa verið svo ánægð með þessa ákvörðun að hún hafi lýst sig reiðubúna til þess að taka upp atriðin aftur án endurgjalds en þó þegið þúsund dollara eða lágmarkstaxta. Var launamunurinn fordæmdur af ýmsum Hollywood-stjörnum. Hefur Wahlberg því ákveðið að gefa Time's Up hreyfingunni launin fyrir atriðin og framlagið eyrnarmerkt lögfræðikostnaði sem fellur til vegna baráttu hreyfingarinnar. Williams er ein af stofnendum herferðarinnar Time‘s Up, sem leidd er af 300 konum í skemmtanabransanum í Hollywood, og er ætlað að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt þar sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. pic.twitter.com/jvGDGVZqPQ— Mark Wahlberg (@mark_wahlberg) January 13, 2018
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30