Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 12:06 Sigmundur Davíð er formaður Miðflokksins. vísir/Ernir „Þetta er í rauninni bara galið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um fyrirhuguð áform um Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og var umræðuefnið skipulagsmál. Snerist umræðan fyrst og fremst um borgarlínuna.Sagðist Sigmundur Davíð almennt vera sammála þeim rökum sem færð eru fram um að þétt byggð geti haft ýmsa kosti en samkvæmt áætlunum er stefnt að því að þétta byggð í Reykjavík umtalsvert.Hann segir þó að þrátt fyrir þetta þurfi að líta til aðstæðna á hverjum stað, ekki sé hægt að taka ákvarðanir varðandi Reykjavík út frá því hvernig hlutirnir virka í London.„Þar hafa menn verið að feta sig eftir hættulegri braut, eða línu, í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu að undaförnu. Birtist meðal annars í þessum áformum um Borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð.Sagði Sigmundur Davíð að þessar áform féllu ekki að eðli borgarinnar og gætu ekki gengið. Ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur.Annað af tvennu þyrfti að vera til staðar til þess að slíkt gæti gengið eftir en hvorugt væri til staðar á höfuðborgarsvæðinu.„Annað hvort þarftu það þétta byggð að þú sért bæði með mikinn þéttleika í kringum brottfararstöðvarnar, stöðvarnar þar sem fólkið kemur af heimilum sínum, og þéttleika í kringum áfangastaðina. Þannig að aðstæður í kringum hverja stöð ertu með mikið af fólki eða mikið af starfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð.Í hinu tilvikinu væri þörf á að því að hafa sterka miðju eða kjarna á borð við London eða Kaupmannahöfn. Í því tilviki væri eftirsóknarvert að búa við stöð þar sem auðvelt væri að komast inn í kjarnann.„Hvorugt af þessu er til staðar hér,“ sagði Sigmundur Davíð sem telur að miðborg Reykjavíkur væri ekki nógu sterk til þess að geta verið þessi kjarni sem hann talaði um. Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00 Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
„Þetta er í rauninni bara galið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um fyrirhuguð áform um Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og var umræðuefnið skipulagsmál. Snerist umræðan fyrst og fremst um borgarlínuna.Sagðist Sigmundur Davíð almennt vera sammála þeim rökum sem færð eru fram um að þétt byggð geti haft ýmsa kosti en samkvæmt áætlunum er stefnt að því að þétta byggð í Reykjavík umtalsvert.Hann segir þó að þrátt fyrir þetta þurfi að líta til aðstæðna á hverjum stað, ekki sé hægt að taka ákvarðanir varðandi Reykjavík út frá því hvernig hlutirnir virka í London.„Þar hafa menn verið að feta sig eftir hættulegri braut, eða línu, í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu að undaförnu. Birtist meðal annars í þessum áformum um Borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð.Sagði Sigmundur Davíð að þessar áform féllu ekki að eðli borgarinnar og gætu ekki gengið. Ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur.Annað af tvennu þyrfti að vera til staðar til þess að slíkt gæti gengið eftir en hvorugt væri til staðar á höfuðborgarsvæðinu.„Annað hvort þarftu það þétta byggð að þú sért bæði með mikinn þéttleika í kringum brottfararstöðvarnar, stöðvarnar þar sem fólkið kemur af heimilum sínum, og þéttleika í kringum áfangastaðina. Þannig að aðstæður í kringum hverja stöð ertu með mikið af fólki eða mikið af starfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð.Í hinu tilvikinu væri þörf á að því að hafa sterka miðju eða kjarna á borð við London eða Kaupmannahöfn. Í því tilviki væri eftirsóknarvert að búa við stöð þar sem auðvelt væri að komast inn í kjarnann.„Hvorugt af þessu er til staðar hér,“ sagði Sigmundur Davíð sem telur að miðborg Reykjavíkur væri ekki nógu sterk til þess að geta verið þessi kjarni sem hann talaði um.
Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00 Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00
Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00
Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00