Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 12:06 Sigmundur Davíð er formaður Miðflokksins. vísir/Ernir „Þetta er í rauninni bara galið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um fyrirhuguð áform um Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og var umræðuefnið skipulagsmál. Snerist umræðan fyrst og fremst um borgarlínuna.Sagðist Sigmundur Davíð almennt vera sammála þeim rökum sem færð eru fram um að þétt byggð geti haft ýmsa kosti en samkvæmt áætlunum er stefnt að því að þétta byggð í Reykjavík umtalsvert.Hann segir þó að þrátt fyrir þetta þurfi að líta til aðstæðna á hverjum stað, ekki sé hægt að taka ákvarðanir varðandi Reykjavík út frá því hvernig hlutirnir virka í London.„Þar hafa menn verið að feta sig eftir hættulegri braut, eða línu, í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu að undaförnu. Birtist meðal annars í þessum áformum um Borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð.Sagði Sigmundur Davíð að þessar áform féllu ekki að eðli borgarinnar og gætu ekki gengið. Ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur.Annað af tvennu þyrfti að vera til staðar til þess að slíkt gæti gengið eftir en hvorugt væri til staðar á höfuðborgarsvæðinu.„Annað hvort þarftu það þétta byggð að þú sért bæði með mikinn þéttleika í kringum brottfararstöðvarnar, stöðvarnar þar sem fólkið kemur af heimilum sínum, og þéttleika í kringum áfangastaðina. Þannig að aðstæður í kringum hverja stöð ertu með mikið af fólki eða mikið af starfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð.Í hinu tilvikinu væri þörf á að því að hafa sterka miðju eða kjarna á borð við London eða Kaupmannahöfn. Í því tilviki væri eftirsóknarvert að búa við stöð þar sem auðvelt væri að komast inn í kjarnann.„Hvorugt af þessu er til staðar hér,“ sagði Sigmundur Davíð sem telur að miðborg Reykjavíkur væri ekki nógu sterk til þess að geta verið þessi kjarni sem hann talaði um. Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00 Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Þetta er í rauninni bara galið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um fyrirhuguð áform um Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og var umræðuefnið skipulagsmál. Snerist umræðan fyrst og fremst um borgarlínuna.Sagðist Sigmundur Davíð almennt vera sammála þeim rökum sem færð eru fram um að þétt byggð geti haft ýmsa kosti en samkvæmt áætlunum er stefnt að því að þétta byggð í Reykjavík umtalsvert.Hann segir þó að þrátt fyrir þetta þurfi að líta til aðstæðna á hverjum stað, ekki sé hægt að taka ákvarðanir varðandi Reykjavík út frá því hvernig hlutirnir virka í London.„Þar hafa menn verið að feta sig eftir hættulegri braut, eða línu, í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu að undaförnu. Birtist meðal annars í þessum áformum um Borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð.Sagði Sigmundur Davíð að þessar áform féllu ekki að eðli borgarinnar og gætu ekki gengið. Ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur.Annað af tvennu þyrfti að vera til staðar til þess að slíkt gæti gengið eftir en hvorugt væri til staðar á höfuðborgarsvæðinu.„Annað hvort þarftu það þétta byggð að þú sért bæði með mikinn þéttleika í kringum brottfararstöðvarnar, stöðvarnar þar sem fólkið kemur af heimilum sínum, og þéttleika í kringum áfangastaðina. Þannig að aðstæður í kringum hverja stöð ertu með mikið af fólki eða mikið af starfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð.Í hinu tilvikinu væri þörf á að því að hafa sterka miðju eða kjarna á borð við London eða Kaupmannahöfn. Í því tilviki væri eftirsóknarvert að búa við stöð þar sem auðvelt væri að komast inn í kjarnann.„Hvorugt af þessu er til staðar hér,“ sagði Sigmundur Davíð sem telur að miðborg Reykjavíkur væri ekki nógu sterk til þess að geta verið þessi kjarni sem hann talaði um.
Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00 Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00
Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00
Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00