Erlent

Telja sig vita hvernig Janne lést

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Síðast sást til Janne Jemtland að morgni 29. desember síðastliðinn.
Síðast sást til Janne Jemtland að morgni 29. desember síðastliðinn. Norska lögreglan/Getty
Norska lögreglan telur sig vita hvernig Janne Jamtland lést. Talið er að lík hennar hafi fundist í gær. NRK greinir frá.

Mál Jemtland hefur vakið mikla athygli í Noregi en hennar var saknað frá 29. desember síðastliðnum. Blóð úr henni fannst á vegi í Brumunddal, um hundrað kílómetrum norður af höfuðborginni Ósló, í byrjun mánaðar og þá var eiginmaður Jemtland úrskurðaður í gæsluvarðhald á föstudaginn. Hann er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana.

Lík af konu fannst í gær í ánni Glomma í Noregi og telur lögregla að líkið sé af Janne. Telur lögregla sterkar líkur vera á því að Janne hafi verið ráðin bani.

Síðast sást til hennar á lífi á heimili hennar í Veldre um klukkan 2 að nóttu, 29. desember. Hún og eiginmaður hennar höfðu þá verið í jólaveislu og tekið leigubíl heim. Það var eiginmaður hennar sem tilkynnti um hvarf hennar þann 30. desember.


Tengdar fréttir

Fundu blóð úr norskri konu sem saknað er

Lögregla í Noregi hefur staðfest að blóð sem fannst á jörðinni í norskum skógi í gær sé úr Janne Jemtland, 36 ára norskri konu sem hefur verið saknað síðan fyrir áramót.

Líkfundur í Noregi

Aðstandendur Janne Jemtland, konunnar sem saknað hefur verið á svæðinu síðan fyrir áramót, hafa verið látnir vita af líkfundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×