Strákarnir okkar hafa ekki sótt gull í greipar Króata er liðin hafa mæst á handboltavellinum.
Ísland hefur aðeins unnið einn leik gegn Króötum og það var fyrsti keppnisleikur þjóðanna sem fór fram í Hafnarfirði árið 1993. Þá vann Ísland, 24-22.
Síðan þá hafa liðin mæst átta sinnum. Króatía hefur unnið sjö af þeim leikjum og einu sinni varð jafntefli. Það var á EM í Austurríki árið 2010.
Síðast mættust þjóðirnar á EM í Póllandi fyrir tveim árum síðan. Þá unnu Króatar stórsigur, 37-28.
Svo allt sé upp á borðum þá vann Ísland sigur á Króatíu á World Cup í Svíþjóð árið 2004. Það var vináttulandsleikur.
Það verður því við ramman reip að draga hjá strákunum okkar í dag en það var svo sem vitað fyrir.
