Yfirlýsing HSÍ: Hafa ekki völd yfir ráðningum félaganna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. janúar 2018 16:51 Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar kom fram fyrrum handboltakona sem gagnrýndi að þjálfari sem var rekinn frá félagi vegna óviðeigandi hegðunar hafi verið ráðinn inn hjá öðru félagi. Í yfirlýsingunni segir: „Eins og áður hefur komið fram í umræðu #metoo, þá er ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum í þessum málum og er HSÍ ekki þar undanskilið. Ekki hafa verið til verkferlar eða reglur um hvernig á að taka á svona kvörtunum og hvaða afleiðingar þær geta haft.“ „Sambandið hefur hins vegar ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess, það ákvörðunarvald er hjá félögunum sjálfum. Á sínum tíma brást HSÍ þannig við að umræddur aðili vann ekki sjálfboðastarf fyrir sambandið í u.þ.b. tvö ár eftir það. Eflaust má gagnrýna sambandið fyrir að fela honum afmörkuð verkefni einungis tveimur árum síðar og tekur HSÍ allri gagnrýni með opnum hug og mun gera betur í framtíðinni.“ „Umræddur aðili hefur þó hvergi komið nærri afreks- eða landsliðshópum síðan.“ „Sambandið hefur þegar brugðist við þessari gagnrýni og hafið vinnu að leiðum og reglum sem tryggja stöðu þolenda og taka á þeim álitaefnum sem um ræðir.“ Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gærkvöld má sjá í spilaranum hér að ofan. Rætt verður við Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, í kvöldfréttunum í kvöld. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rekinn eftir áreitni og ráðinn hjá öðru félagi Fyrrverandi handboltakona sem var áreitt kynferðislega af þjálfara sínum er óánægð með framgöngu HSÍ í málinu. Þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot gegn annarri konu en var síðar ráðinn hjá öðru liði. 13. janúar 2018 19:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar kom fram fyrrum handboltakona sem gagnrýndi að þjálfari sem var rekinn frá félagi vegna óviðeigandi hegðunar hafi verið ráðinn inn hjá öðru félagi. Í yfirlýsingunni segir: „Eins og áður hefur komið fram í umræðu #metoo, þá er ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum í þessum málum og er HSÍ ekki þar undanskilið. Ekki hafa verið til verkferlar eða reglur um hvernig á að taka á svona kvörtunum og hvaða afleiðingar þær geta haft.“ „Sambandið hefur hins vegar ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess, það ákvörðunarvald er hjá félögunum sjálfum. Á sínum tíma brást HSÍ þannig við að umræddur aðili vann ekki sjálfboðastarf fyrir sambandið í u.þ.b. tvö ár eftir það. Eflaust má gagnrýna sambandið fyrir að fela honum afmörkuð verkefni einungis tveimur árum síðar og tekur HSÍ allri gagnrýni með opnum hug og mun gera betur í framtíðinni.“ „Umræddur aðili hefur þó hvergi komið nærri afreks- eða landsliðshópum síðan.“ „Sambandið hefur þegar brugðist við þessari gagnrýni og hafið vinnu að leiðum og reglum sem tryggja stöðu þolenda og taka á þeim álitaefnum sem um ræðir.“ Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gærkvöld má sjá í spilaranum hér að ofan. Rætt verður við Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, í kvöldfréttunum í kvöld.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rekinn eftir áreitni og ráðinn hjá öðru félagi Fyrrverandi handboltakona sem var áreitt kynferðislega af þjálfara sínum er óánægð með framgöngu HSÍ í málinu. Þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot gegn annarri konu en var síðar ráðinn hjá öðru liði. 13. janúar 2018 19:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Rekinn eftir áreitni og ráðinn hjá öðru félagi Fyrrverandi handboltakona sem var áreitt kynferðislega af þjálfara sínum er óánægð með framgöngu HSÍ í málinu. Þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot gegn annarri konu en var síðar ráðinn hjá öðru liði. 13. janúar 2018 19:30