„Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. janúar 2018 17:30 Guðmundur B. Ólafsson ásamt stuðningsmönnum landsliðsins í Split í dag en karlalandsliðið mætir Króötum í kvöld. Vísir/Ernir Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. Bryndís Bjarnadóttir, fyrrverandi handboltakona hjá Val, sagði þar frá því að hún hafði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum. Sagðist hún vera óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot á annarri konu en var svo ráðin hjá öðru liði. „Það er ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum í þessum málum og er HSÍ ekki þar undanskilið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Ekki hafa verið til verkferlar eða reglur um hvernig á að taka á svona kvörtunum og hvaða afleiðingar þær geta haft, t.d. til sjálfboðavinnu.“Sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þessÞá segir í tilkynningunni að sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess, það ákvörðunarvald sé hjá félögunum sjálfum. „Á sínum tíma brást HSÍ þannig við að umræddur aðili vann ekki sjálfboðastarf fyrir sambandið í um það bil tvö ár eftir það. Eflaust má gagnrýna sambandið fyrir að fela honum afmörkuð verkefni einungis tveimur árum síðar og tekur HSÍ allri gagnrýni með opnum hug og mun gera betur í framtíðinni,“ kemur fram í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að umræddur aðili hafi hvergi komið nærri afreks- eða landsliðshópum síðan. Þá segir einnig í tilkynningunni frá stjórninni að sambandið hafi þegar brugðist við gagnrýninni og hafið vinnu að leiðum og reglum sem tryggja stöðu þolenda og taka á þeim álitaefnum sem um ræðir.Manninum boðið til Katar af HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, staðfestir það í samtali við Vísi að manninum hafi vissulega verið boðið til Katar af HSÍ en að sambandið hafi ekki borgað ferðina fyrir hann. „Þegar þessi Katar ferð kemur til er hann aftur byrjaður að vinna sem sjálfboðaliði hjá okkur. Alþjóðahandknattleikssambandið tók upp á því að bjóða fimmtán stuðningmönnum til Katar svo HSÍ bar ekki kostnaðinn af því,“ segir Guðmundur. Segir hann jafnframt að aðilarnir hafi þurft að fara út og vera í þrjár vikur en að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi haft stuttan fyrirvara á þessu. „Við buðum þeim sjálfboðaliðum sem voru við störf á þessum tíma. Þannig kemur það til að hann var þar með.“ MeToo Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. Bryndís Bjarnadóttir, fyrrverandi handboltakona hjá Val, sagði þar frá því að hún hafði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum. Sagðist hún vera óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot á annarri konu en var svo ráðin hjá öðru liði. „Það er ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum í þessum málum og er HSÍ ekki þar undanskilið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Ekki hafa verið til verkferlar eða reglur um hvernig á að taka á svona kvörtunum og hvaða afleiðingar þær geta haft, t.d. til sjálfboðavinnu.“Sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þessÞá segir í tilkynningunni að sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess, það ákvörðunarvald sé hjá félögunum sjálfum. „Á sínum tíma brást HSÍ þannig við að umræddur aðili vann ekki sjálfboðastarf fyrir sambandið í um það bil tvö ár eftir það. Eflaust má gagnrýna sambandið fyrir að fela honum afmörkuð verkefni einungis tveimur árum síðar og tekur HSÍ allri gagnrýni með opnum hug og mun gera betur í framtíðinni,“ kemur fram í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að umræddur aðili hafi hvergi komið nærri afreks- eða landsliðshópum síðan. Þá segir einnig í tilkynningunni frá stjórninni að sambandið hafi þegar brugðist við gagnrýninni og hafið vinnu að leiðum og reglum sem tryggja stöðu þolenda og taka á þeim álitaefnum sem um ræðir.Manninum boðið til Katar af HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, staðfestir það í samtali við Vísi að manninum hafi vissulega verið boðið til Katar af HSÍ en að sambandið hafi ekki borgað ferðina fyrir hann. „Þegar þessi Katar ferð kemur til er hann aftur byrjaður að vinna sem sjálfboðaliði hjá okkur. Alþjóðahandknattleikssambandið tók upp á því að bjóða fimmtán stuðningmönnum til Katar svo HSÍ bar ekki kostnaðinn af því,“ segir Guðmundur. Segir hann jafnframt að aðilarnir hafi þurft að fara út og vera í þrjár vikur en að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi haft stuttan fyrirvara á þessu. „Við buðum þeim sjálfboðaliðum sem voru við störf á þessum tíma. Þannig kemur það til að hann var þar með.“
MeToo Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira