Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2018 21:31 Geir fær að líta gula spjaldið í kvöld. vísir/ernir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. „Það er margt sem fer um kollinn á manni. Ég er stoltur af drengjunum allan leikinn. Þeir voru að gefa allt í þetta. Þetta var gífurlegt ströggl í síðari hálfleik og við lentum í erfiðleikum, en mér fannst við vera að gera flotta hluti,” sagi Geir við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Það var ekki eins og þeir hafi lokað á okkur heldur var það markvörðurinn. Mér fannst dómgæslan halla á okkur, en ég ætla að segja sem minnst um það í bili. Ég ætla að fá að skoða það í rólegheitum,” sem segir að honum hafi órað fyrir einhverri heimadómgæslu en ekki eins mikilli og hún var: „Ég átti von á einhverju, en ekki svona mikið að mér fannst. Kannski sé ég það í öðru ljósi eftir leikinn.” Geir sagði að hann hafi séð margt jákvætt í leik liðsins í dag. „Margt mjög jákvætt og við náðum að rúlla þessu. Flest allir komu inn á og mjög góður kaflar inn á milli. Þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” en gerði hann breytingar á byrjunarliðinu vegna þreytu eða bara þess að sumir leikmennirnir hentuðu Króötunum betur? „Sitt lítið af hverju. Maður þarf að hugsa aðeins lengra fram í tímann en daginn í dag. Ég treysti öllum þessum leikmönnum og þeir eru hér vegna þess að þeir eru góðir handboltamenn. Svo þarf maður auðvitað að spá hvað hentar þessu liði. Við þurftum að veðja á hvaða vörn þeir myndu byrja með.” „Í ljósi sögunnar þá er Króatía verið að spila 5+1 júgóslavísku vörn og ég átti alveg eins von að það myndi koma, en það kom ekki. Okkur gekk vel með 6-0 vörnina og heilt yfir allan leikinn, en það komu kaflar þar sem komu þrír teknískir feilar. Þá náðu þeir yfirhöndinni í fyrri hálfleik og svo varði hann eins og ég veit ekki hvað, blessaður maðurinn,” segir Geir sem lítur þó björtum augum á framundan. „Það sem lögðum upp með gekk glimrandi vel. Við komum með sjálfstraust inn í þetta og mjög jákvætt.” Geir segir að það hafi ekkert komið sér á óvart þegar Króatarnir fóru í því að spila sjö gegn sex í sókninni. „Við áttum alveg eins von á því, en æfðum það ekkert sérstaklega. Mér fannst það oft á tíðum ná að standa það vel og þetta var oft herslumunur. Síðan náðum við kannski ekki að nýta það að markið var tómt. Þetta var töff fyrstu tíu í síðari,” segir Geir. Hann var ánægður með framlag drengjanna. „100% sáttur. Menn lögðu líf og sál í þetta," sagði þjálfarinn að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. „Það er margt sem fer um kollinn á manni. Ég er stoltur af drengjunum allan leikinn. Þeir voru að gefa allt í þetta. Þetta var gífurlegt ströggl í síðari hálfleik og við lentum í erfiðleikum, en mér fannst við vera að gera flotta hluti,” sagi Geir við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Það var ekki eins og þeir hafi lokað á okkur heldur var það markvörðurinn. Mér fannst dómgæslan halla á okkur, en ég ætla að segja sem minnst um það í bili. Ég ætla að fá að skoða það í rólegheitum,” sem segir að honum hafi órað fyrir einhverri heimadómgæslu en ekki eins mikilli og hún var: „Ég átti von á einhverju, en ekki svona mikið að mér fannst. Kannski sé ég það í öðru ljósi eftir leikinn.” Geir sagði að hann hafi séð margt jákvætt í leik liðsins í dag. „Margt mjög jákvætt og við náðum að rúlla þessu. Flest allir komu inn á og mjög góður kaflar inn á milli. Þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” en gerði hann breytingar á byrjunarliðinu vegna þreytu eða bara þess að sumir leikmennirnir hentuðu Króötunum betur? „Sitt lítið af hverju. Maður þarf að hugsa aðeins lengra fram í tímann en daginn í dag. Ég treysti öllum þessum leikmönnum og þeir eru hér vegna þess að þeir eru góðir handboltamenn. Svo þarf maður auðvitað að spá hvað hentar þessu liði. Við þurftum að veðja á hvaða vörn þeir myndu byrja með.” „Í ljósi sögunnar þá er Króatía verið að spila 5+1 júgóslavísku vörn og ég átti alveg eins von að það myndi koma, en það kom ekki. Okkur gekk vel með 6-0 vörnina og heilt yfir allan leikinn, en það komu kaflar þar sem komu þrír teknískir feilar. Þá náðu þeir yfirhöndinni í fyrri hálfleik og svo varði hann eins og ég veit ekki hvað, blessaður maðurinn,” segir Geir sem lítur þó björtum augum á framundan. „Það sem lögðum upp með gekk glimrandi vel. Við komum með sjálfstraust inn í þetta og mjög jákvætt.” Geir segir að það hafi ekkert komið sér á óvart þegar Króatarnir fóru í því að spila sjö gegn sex í sókninni. „Við áttum alveg eins von á því, en æfðum það ekkert sérstaklega. Mér fannst það oft á tíðum ná að standa það vel og þetta var oft herslumunur. Síðan náðum við kannski ekki að nýta það að markið var tómt. Þetta var töff fyrstu tíu í síðari,” segir Geir. Hann var ánægður með framlag drengjanna. „100% sáttur. Menn lögðu líf og sál í þetta," sagði þjálfarinn að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44