Norðmenn unnu fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi, 33-28, í B-riðli í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Norðmanna sem töpuðu fyrir Frökkum með minnsta mun í fyrstu umferðinni.
Noregur var sterkari aðilinn nánast frá upphafi til enda í kvöld. Þeir leiddu með þriggja marka mun í hálfleik, 15-12, og að endingu varð munurinn fimm mörk, 33-28.
Sander Sagosen, Magnus Gullerud og Kristian Björnsen skoruðu allir sex mörk fyrir Norðmenn í kvöld og drógu vagninn.
Noregur er því kominn með tvö stig í B-riðli, en þeir spila í síðustu umferðinni á þriðjudag við Patrek Jóhannesson og hans menn í Austurríki.
Artsem Karalek var markahæstur Hvít-Rússana með fmm mörk, en þeir eru með tvö stig eftir sigurinn á Austurríki í fyrstu umferðinni. Þeir mæta Frökkum á þriðjudag og það er fróðleg lokaumferð framundan þar.
Norðmenn settu B-riðilinn upp í loft
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
