Þá var hlutfall Evrópusambandsríkjanna 47 prósent að meðaltali. Samfélagsmiðlar eru flokkaðir eftir tegund miðils og á Íslandi eru 77 prósent fyrirtækja með samskiptasíður, 17 prósent með vefsíður til að deila margmiðlunarefni, 16 prósent með bloggsíður/tilkynningasíður og 3 prósent með wiki-síður.
Þá eru 82 prósent fyrirtækja á Íslandi með eigin vef, en 63 prósent eru hvort tveggja með eigin vef og á samfélagsmiðlum.
