Starfsfólk RÚV foxillt vegna sekta Bílastæðasjóðs Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2018 13:52 Meðal þeirra sem fengu vænar sektir, sér til mikillar hrellingar, voru þau Þórhildur, Doddi litli og Gísli Einarsson. Mikil gremja er meðal starfsmanna RÚV vegna bílastæðamála sem eru í miklum ólestri við Efstaleitið. Mjög hefur þrengt að húsinu í kjölfar byggingaframkvæmda við húsið og bílastæðum fækkað. Hópur fjölmiðlafólks fékk fyrir helgi háar sektir, eða tíu þúsund króna sektarmiða, fyrir að leggja ólöglega. Þeirra á meðal eru útvarpsmaðurinn Doddi litli, Þórhildur Ólafsdóttir útvarpsmaður á Rás 1 og sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson. Þetta hleypti illu blóði í mannskapinn og var ekki á það bætandi því vegna skorts á bílastæðum og erfiðu aðgengi hefur borið á því að gestir hafi beinlínis hætt við að mæta í viðtöl vegna ástandsins. Þá eiga aldraðir og fatlaðir í stökustu vandræðum með að komast að húsinu, sem ekki er gott því auk Ríkisútvarpsins er Félagsþjónustan í Reykjavík með aðsetur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Sú stofnun leigir alla fjórðu hæð hússins, fimmtu einnig fyrir utan mötuneytið og góðan skerf af þeirri fyrstu af RÚV. Þar ríkir einnig mikil gremja vegna þessa ástands og er talað um svik og vísað til loforða þess efnis að stæðum við húsið myndi ekki fækka vegna byggingarframkvæmdanna. Sem ekki hefur staðist. Heimaþjónustan kemur ekki að um 30 bílum sem hún notar til starfseminnar við húsið með góðu móti. Eins og fram hefur komið seldi RÚV byggingarétt á lóð við Efstaleiti 1 fyrir 1.535 milljónir króna. Salan var umdeild en áhöld voru uppi um eignarrétt, hvort RÚV ætti í raun landið. Undanfarið hafa byggingar sprottið þar upp, með tilheyrandi raski en áætlanir gera ráð fyrir 350 íbúðum á lóðinni.Uppfært 16.01.18 kl. 12:00 Ábending hefur borist þess efnis að ekki sé um að ræða 250 íbúðir sem nú rísa við Efstaleiti, eins og áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir og sagði upphaflega í þessari frétt, heldur 350 íbúðir. Og munar um minna en þetta hefur nú verið lagfært. Fjölmiðlar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Mikil gremja er meðal starfsmanna RÚV vegna bílastæðamála sem eru í miklum ólestri við Efstaleitið. Mjög hefur þrengt að húsinu í kjölfar byggingaframkvæmda við húsið og bílastæðum fækkað. Hópur fjölmiðlafólks fékk fyrir helgi háar sektir, eða tíu þúsund króna sektarmiða, fyrir að leggja ólöglega. Þeirra á meðal eru útvarpsmaðurinn Doddi litli, Þórhildur Ólafsdóttir útvarpsmaður á Rás 1 og sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson. Þetta hleypti illu blóði í mannskapinn og var ekki á það bætandi því vegna skorts á bílastæðum og erfiðu aðgengi hefur borið á því að gestir hafi beinlínis hætt við að mæta í viðtöl vegna ástandsins. Þá eiga aldraðir og fatlaðir í stökustu vandræðum með að komast að húsinu, sem ekki er gott því auk Ríkisútvarpsins er Félagsþjónustan í Reykjavík með aðsetur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Sú stofnun leigir alla fjórðu hæð hússins, fimmtu einnig fyrir utan mötuneytið og góðan skerf af þeirri fyrstu af RÚV. Þar ríkir einnig mikil gremja vegna þessa ástands og er talað um svik og vísað til loforða þess efnis að stæðum við húsið myndi ekki fækka vegna byggingarframkvæmdanna. Sem ekki hefur staðist. Heimaþjónustan kemur ekki að um 30 bílum sem hún notar til starfseminnar við húsið með góðu móti. Eins og fram hefur komið seldi RÚV byggingarétt á lóð við Efstaleiti 1 fyrir 1.535 milljónir króna. Salan var umdeild en áhöld voru uppi um eignarrétt, hvort RÚV ætti í raun landið. Undanfarið hafa byggingar sprottið þar upp, með tilheyrandi raski en áætlanir gera ráð fyrir 350 íbúðum á lóðinni.Uppfært 16.01.18 kl. 12:00 Ábending hefur borist þess efnis að ekki sé um að ræða 250 íbúðir sem nú rísa við Efstaleiti, eins og áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir og sagði upphaflega í þessari frétt, heldur 350 íbúðir. Og munar um minna en þetta hefur nú verið lagfært.
Fjölmiðlar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira