Erlent

1.004 ungmenni kærð vegna dreifingar á barnaklámi í Danmörku

Atli Ísleifsson skrifar
Flestir hinna grunuðu eiga að hafa deilt efninu nokkrum sinnum á meðan aðrir eiga að hafa gert það nokkuð hundruð sinnum.
Flestir hinna grunuðu eiga að hafa deilt efninu nokkrum sinnum á meðan aðrir eiga að hafa gert það nokkuð hundruð sinnum. Vísir/Getty
1.004 ungmenni í Danmörku hafa verið kærð af lögreglu vegna ólöglegrar dreifingar á barnaklámi.

Danskir fjölmiðlar  segja þau hafa dreift tveimur kynferðislegum myndböndum og einni mynd af fólki sem var fimmtán ára þegar efnið var tekið. Dreifing efnisins á að hafa átt sér stað á spjallsvæði Facebook, Messenger.

„Þetta er mjög umfangsmikið og flókið mál, sem hefur tekið langan tíma að rannsaka. Ekki síst vegna fjölda grunaðra. Við tökum þetta mjög alvarlega þar sem slík dreifing hefur miklar afleiðingar fyrir þá sem málinu snúa. Og það þarf að stöðva þetta,“ segir Lau Thygesen, lögreglumaður hjá lögreglunni á Norður-Sjálandi, í samtali við danska fjölmiðla.

Flestir hinna grunuðu eiga að hafa deilt efninu nokkrum sinnum á meðan einhverjir eiga að hafa gert það nokkuð hundruð sinnum.

Deilingarnar áttu sér stað fram á haustið 2017 þegar Europol gerði lögreglunni í Danmörku viðvart. Facebook hafði þá tilkynnt málið til bandarískra yfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×