Það er nú endanlega orðið ljóst að serbneska stórskyttan Marko Vujin, sem leikur með Kiel, mun ekki spila með Serbum gegn Íslandi á morgun.
Vujin gat aðeins leikið í átta mínútur í fyrsta leik Serba á mótinu og spilaði ekkert í þeim næsta. Sjúkraþjálfarar Serba reyndu að koma honum í stand fyrir Íslandsleikinn en það tókst ekki.
Serbar eru því búnir að taka hann af leikmannalista sínum og í hans stað kemur Nikola Crnoglavac sem er 195 sentimetra skyttta frá Dobrogea Sud Constanta í Rúmeníu. Hann hefur spilað fimm landsleiki og skorað í þeim sex mörk.
Þetta er mikið áfall fyrir Serba enda er Vujin algjör lykilmaður hjá þeim.
Vujin mun ekki spila gegn Íslandi
Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn





