Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. janúar 2018 08:15 Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum segir að kerfið hafi miklu meiri getu en vatnsneyslan gerir ráð fyrir. Vísir/Vilhelm „Það er rétt að gerlafjöldi mældist yfir viðmiðunarmörkum,“ segir Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Í gærkvöldi var tilkynnt að mælst hefði fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu Í Reykjavík en tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók 12. janúar stóðust ekki viðmið í reglugerð. Hún ítrekar í samtali við Bítið nú í morgun að engin hætta sé á ferðum og að það sé „allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu.“ Spjallið við Ólöfu má heyra má hér að neðan Ekkert mál Ólöf segir að Heilbrigðiseftirlitið hafi mælt með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar væri soðið til að gæta ítrustu varúðar. Var þá bara átt við neytendur sem eru viðkvæmir, til dæmis með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Við hin drekkum þetta vatn, þetta er ekki mál fyrir okkur og örugglega engan.“ Leiðbeiningarnar frá Heilbrigðiseftirlitinu áttu við öll hverfi borgarinnar nema Grafarvog, Norðlingaholt, Úlfarsárdal, Kjalarnes auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk þar sem ekki hefur mælst gerlafjöldi yfir viðmiðunarmörkum. „Við ákváðum að fara út með þetta svo fólk gæti tekið upplýsta ákvörðun. Jarðvegsgerlarnir eru heiti yfir allar bakteríur, fyrir utan E.coli og coli, sem finnast í umhverfi okkar. Þær eru nauðsynlegar fyrir lífríkið og alveg skaðlausar. Það þarf enginn að vera hræddur við þær.“ Ólöf segir að ástæðan fyrir frávikinu í gerlamagni sé mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Ef gerlamagn í borholu mælist yfir mörkum er vatnstöku úr henni hætt. Anna eftirspurn eins og staðan er núnaUmræða hefur skapast um hugsanlegan vatnsskort þar sem í tilkynningunni kom fram að sú staða sé komin upp að búið er að taka það margar holur úr rekstri Veitna að ekki er hægt að anna vatnsþörf viðskiptavina ef þær verða fleiri. Ólöf telur að einstaklingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku. „Við erum búin að vera að loka holum og eins og er þá erum við að anna vatnsþörf og ég held að almenningur og flest fyrirtæki þurfi ekki að hafa áhyggjur. Það sem við erum náttúrulega að hugsa helst um núna, ef við höldum þessu svona, er að eiga nægt vatn til brunavarna. Kerfið er náttúrulega ekki bara neyslukerfi heldur líka brunavarnakerfi.“ Ólöf segir að kerfið hafi miklu meiri getu en neyslan gerir ráð fyrir af því að það þurfi líka að vera viðbúið því að það komi stórir brunar. „Eins og núna erum við á pari en ef við þyrftum að loka fleirum þá þyrftum við að fara að skoða brunavarnirnar en eins og núna er ekkert sem gefur það til kynna. Ef það kemur upp stórbruni og við erum með meira lokað en við erum með núna og það kæmi líka stórbruni þá gætum við þurft að grípa til einhverra aðgerða.“ Telur hún að ekki muni koma til þess þar sem hlákan er ekki lengur til staðar og komið frost. „Við erum að vonast til að þessu sé lokið, þetta var bara óvenjulegt veðurskeið þessi langi frostkafli og þessi mikla hláka í kjölfarið.“ Eftirfarandi orðsending barst frá Veitum í gærkvöldi: Í fréttatilkynningu Veitna frá því fyrr í kvöld urðu þau mistök að listi yfir hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mældist aukinn fjöldi jarðvegsgerla var ekki kórréttur. Hér er réttur listi: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Þó er áfram, af varúðarástæðum, mælt með að íbúar ofantalinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir. Fréttin var uppfærð klukkan 09:15. Heilbrigðismál Umhverfismál Tengdar fréttir Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
„Það er rétt að gerlafjöldi mældist yfir viðmiðunarmörkum,“ segir Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Í gærkvöldi var tilkynnt að mælst hefði fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu Í Reykjavík en tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók 12. janúar stóðust ekki viðmið í reglugerð. Hún ítrekar í samtali við Bítið nú í morgun að engin hætta sé á ferðum og að það sé „allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu.“ Spjallið við Ólöfu má heyra má hér að neðan Ekkert mál Ólöf segir að Heilbrigðiseftirlitið hafi mælt með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar væri soðið til að gæta ítrustu varúðar. Var þá bara átt við neytendur sem eru viðkvæmir, til dæmis með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Við hin drekkum þetta vatn, þetta er ekki mál fyrir okkur og örugglega engan.“ Leiðbeiningarnar frá Heilbrigðiseftirlitinu áttu við öll hverfi borgarinnar nema Grafarvog, Norðlingaholt, Úlfarsárdal, Kjalarnes auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk þar sem ekki hefur mælst gerlafjöldi yfir viðmiðunarmörkum. „Við ákváðum að fara út með þetta svo fólk gæti tekið upplýsta ákvörðun. Jarðvegsgerlarnir eru heiti yfir allar bakteríur, fyrir utan E.coli og coli, sem finnast í umhverfi okkar. Þær eru nauðsynlegar fyrir lífríkið og alveg skaðlausar. Það þarf enginn að vera hræddur við þær.“ Ólöf segir að ástæðan fyrir frávikinu í gerlamagni sé mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Ef gerlamagn í borholu mælist yfir mörkum er vatnstöku úr henni hætt. Anna eftirspurn eins og staðan er núnaUmræða hefur skapast um hugsanlegan vatnsskort þar sem í tilkynningunni kom fram að sú staða sé komin upp að búið er að taka það margar holur úr rekstri Veitna að ekki er hægt að anna vatnsþörf viðskiptavina ef þær verða fleiri. Ólöf telur að einstaklingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku. „Við erum búin að vera að loka holum og eins og er þá erum við að anna vatnsþörf og ég held að almenningur og flest fyrirtæki þurfi ekki að hafa áhyggjur. Það sem við erum náttúrulega að hugsa helst um núna, ef við höldum þessu svona, er að eiga nægt vatn til brunavarna. Kerfið er náttúrulega ekki bara neyslukerfi heldur líka brunavarnakerfi.“ Ólöf segir að kerfið hafi miklu meiri getu en neyslan gerir ráð fyrir af því að það þurfi líka að vera viðbúið því að það komi stórir brunar. „Eins og núna erum við á pari en ef við þyrftum að loka fleirum þá þyrftum við að fara að skoða brunavarnirnar en eins og núna er ekkert sem gefur það til kynna. Ef það kemur upp stórbruni og við erum með meira lokað en við erum með núna og það kæmi líka stórbruni þá gætum við þurft að grípa til einhverra aðgerða.“ Telur hún að ekki muni koma til þess þar sem hlákan er ekki lengur til staðar og komið frost. „Við erum að vonast til að þessu sé lokið, þetta var bara óvenjulegt veðurskeið þessi langi frostkafli og þessi mikla hláka í kjölfarið.“ Eftirfarandi orðsending barst frá Veitum í gærkvöldi: Í fréttatilkynningu Veitna frá því fyrr í kvöld urðu þau mistök að listi yfir hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mældist aukinn fjöldi jarðvegsgerla var ekki kórréttur. Hér er réttur listi: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Þó er áfram, af varúðarástæðum, mælt með að íbúar ofantalinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir. Fréttin var uppfærð klukkan 09:15.
Heilbrigðismál Umhverfismál Tengdar fréttir Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27
Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30