NBA: Golden State vann LeBron og félaga aftur og núna í Cleveland | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 07:30 Kevin Durant treður yfir LeBron James í nótt. Vísir/Getty Sigurganga NBA-meistara Golden State hélt áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Warriors liðið heimsótti erkifjendur sína í Cleveland Cavaliers í uppgjöri liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitunum undanfarin þrjú ár. Golden State Warriors vann leikinn með tíu stigunm, 118-108, en þetta var þrettándi útisigur liðsins í röð og um leið endaði liðið þrettán leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. Golden State liðið hefur nú ekki tapað útileik síðan 22. nóvember og er aðeins þriðja liðið í sögu NBA sem nær að vinna 20 af fyrstu 23 útileikjum sínum á tímabili en hin eru lið Los Angeles Lakers frá 1971-72 og lið Boston Celtics frá 1964-65. Þetta var líka annar sigur Golden State á Cleveland á stuttum tíma en Golden State vann einnig leik liðanna á Jóladag. Frá og með því tapi hefur Cavaliers liðið tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum og nokkrum þeirra stórt. Golden State var aðeins 93-91 yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá lokaðist hreinlega karfan fyrir leikmenn Cleveland sem klikkuðu á sautján af næstu nítján skotum sem gaf gestunum tækifæri til að gera út um leikinn á sama tíma. Kevin Durant skoraði 32 stig og 8 stoðsendingar fyrir Golden State og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. Draymond Green vantaði bara eina stoðsendingu til að ná þrennunni en hann endaði með 11 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 32 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Isiah Thomas skoraði 19 stig úr 21 skoti og Kevin Love var með 17 stig og 7 fráköst.Lou Williams skoraði 31 stig og Blake Griffin bætti við 29 stigum áður en hann var rekinn út úr húsi í 113-102 sigri Los Angeles Clippers á Houston Rockets. Chris Paul snéri þarna aftur á heimavöll síns gamla liðs og var með 19 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var þrettándi leikurinn í röð sem Lou Williams skorar 20 stig eða meira.Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 20 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 104-95 útisigur á Washington Wizards.Russell Westbrook var með 19 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar í 95-88 sigri Oklahoma City Thunder á Sacramento Kings en Westbrook var einnig rekinn út úr húsi.Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 117-111 sigur á Toronto Raptors. Fimmti sigur 76ers í síðustu sex leikjum.Justin Holiday skoraði 25 stig þegar Chicago Bulls endaði sjö leikja sigurgöngu Miami Heat en Zach LaVine var með 18 stig fyrir Chicago í sínum öðrum leik á leiktíðinni. LaVine sleit krossband í fyrra en er að koma sterkur til baka.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 113-102 Utah Jazz - Indiana Pacers 94-109 Cleveland Cavaliers - Golden State Warriors 108-118 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 95-88 Memphis Grizzlies - Los Angeles Lakers 123-114 Chicago Bulls - Miami Heat 119-111 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 102-99 Brooklyn Nets - New York Knicks 104-119 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 95-104 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 117-111 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 107-118 NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira
Sigurganga NBA-meistara Golden State hélt áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Warriors liðið heimsótti erkifjendur sína í Cleveland Cavaliers í uppgjöri liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitunum undanfarin þrjú ár. Golden State Warriors vann leikinn með tíu stigunm, 118-108, en þetta var þrettándi útisigur liðsins í röð og um leið endaði liðið þrettán leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. Golden State liðið hefur nú ekki tapað útileik síðan 22. nóvember og er aðeins þriðja liðið í sögu NBA sem nær að vinna 20 af fyrstu 23 útileikjum sínum á tímabili en hin eru lið Los Angeles Lakers frá 1971-72 og lið Boston Celtics frá 1964-65. Þetta var líka annar sigur Golden State á Cleveland á stuttum tíma en Golden State vann einnig leik liðanna á Jóladag. Frá og með því tapi hefur Cavaliers liðið tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum og nokkrum þeirra stórt. Golden State var aðeins 93-91 yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá lokaðist hreinlega karfan fyrir leikmenn Cleveland sem klikkuðu á sautján af næstu nítján skotum sem gaf gestunum tækifæri til að gera út um leikinn á sama tíma. Kevin Durant skoraði 32 stig og 8 stoðsendingar fyrir Golden State og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. Draymond Green vantaði bara eina stoðsendingu til að ná þrennunni en hann endaði með 11 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 32 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Isiah Thomas skoraði 19 stig úr 21 skoti og Kevin Love var með 17 stig og 7 fráköst.Lou Williams skoraði 31 stig og Blake Griffin bætti við 29 stigum áður en hann var rekinn út úr húsi í 113-102 sigri Los Angeles Clippers á Houston Rockets. Chris Paul snéri þarna aftur á heimavöll síns gamla liðs og var með 19 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var þrettándi leikurinn í röð sem Lou Williams skorar 20 stig eða meira.Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 20 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 104-95 útisigur á Washington Wizards.Russell Westbrook var með 19 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar í 95-88 sigri Oklahoma City Thunder á Sacramento Kings en Westbrook var einnig rekinn út úr húsi.Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 117-111 sigur á Toronto Raptors. Fimmti sigur 76ers í síðustu sex leikjum.Justin Holiday skoraði 25 stig þegar Chicago Bulls endaði sjö leikja sigurgöngu Miami Heat en Zach LaVine var með 18 stig fyrir Chicago í sínum öðrum leik á leiktíðinni. LaVine sleit krossband í fyrra en er að koma sterkur til baka.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 113-102 Utah Jazz - Indiana Pacers 94-109 Cleveland Cavaliers - Golden State Warriors 108-118 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 95-88 Memphis Grizzlies - Los Angeles Lakers 123-114 Chicago Bulls - Miami Heat 119-111 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 102-99 Brooklyn Nets - New York Knicks 104-119 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 95-104 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 117-111 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 107-118
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira