„Ég hef heyrt eitthvað tal um mörk sem við megum tapa með og eitthvað svona kjaftæði. Við pælum ekkert í því heldur förum í leikinn til þess að vinna. Það gefur okkur líka meira fyrir framhaldið.
„Við erum ekkert að ræða aðra möguleika en ég mun samt vita hver staðan er og hvað þarf að gera þegar þrjár mínútur eru eftir. Við leggjum þetta bara upp að við ætlum að taka tvö stig. Það er ekkert gaman að detta inn sem besta þriðja sætið og fá einhverja afslætti með að komast áfram. Við viljum vinna fyrir því og spila vel.“
Aron veit vel að það verður erfitt að glíma við Serbana sem eru ólseigir.
„Þeir eru hrikalega seigir og með flotta handboltamenn. Eru líka óútreiknanlegir og geta spilað hvað sem er. Óskar Bjarni sagði á fundi áðan að þeir væru með átta varnarafbrigði. Ég vissi ekki að það væru til átta varnir í handbolta. Ég held hann sé eitthvað að rugla kallinn,“ segir Aron léttur.
„Þetta er úrslitaleikur og við ætlum núna loksins að sýna góðar 60 mínútur.“