Vilji, völd og veruleiki - íslenskur grunnskóli í hættu Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 16. janúar 2018 10:00 Kennarar ásamt menntayfirvöldum hafa í hendi sér hvernig til tekst að mennta ungt fólk til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi þar sem styrkur nemenda er metinn út frá forsendum hvers og eins. Skólinn er ekki bara hús heldur stofnun sem gegnir þessu fjölþætta verkefni. Eftir að grunnskólinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga hefur hlutverk hans breyst allmikið og það gefur auga leið að í þeim breytingum á kennarinn að gegna lykilhlutverki. Hins vegar hefur það gerst á undanförnum árum að sveitarfélögin eru sífellt að móta nýja stefnu og ákveða á hvaða mið skuli róið, að því er virðist til þess eins að sýna hvar valdið liggur. Þetta má sjá allt frá kjarasamningi 2001 þar sem miðstýring var aukin og síðan þá hafa kennarar haft æ minna að segja um faglega þætti vinnu sinnar. Þegar svo er komið er hætta á ferðum. Kennarar annað hvort gefast upp fyrir ofurvaldinu og hverfa til annarra starfa eða þeir missa löngun til að berjast með faglegum vopnum fyrir framtíðarheill þjóðarinnar. Þeir gerast þá einfaldlega daglaunamenn sem mæta í vinnuna og að loknum starfsdegi fara þeir heim og mæta aftur næsta dag. Þetta gengur ekki upp í kennslu; þar er ekki í boði að taka bara einn dag í einu. Kennarar eru venjulega með hugann við verkefni næsta dags og fá oftar en ekki bestu hugmyndirnar utan vinnutíma. Þannig er fagmennsku kennara stefnt í hættu með bindingu vinnutíma og miðstýrðu kerfi sem stöðugt er verið að breyta. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við. Í þessu sambandi er við hæfi að vitna í Pál Skúlason heimspeking, sem segir í Pælingum sínum: „Stefnulaus stjórn á sér einungis eitt markmið: eflingu valdsins til að stjórna. Þess vegna dregur stefnulaus stjórn að sér allt vald eins og hún frekast getur. Hún þolir ekki valddreifingu. Hún hefur því í för með sér stöðuga og ómarkvissa miðstýringu.“ Það virðist alltaf vera hægt að fletta upp í ritum Páls þegar hugsunina vantar orð.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Kennarar ásamt menntayfirvöldum hafa í hendi sér hvernig til tekst að mennta ungt fólk til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi þar sem styrkur nemenda er metinn út frá forsendum hvers og eins. Skólinn er ekki bara hús heldur stofnun sem gegnir þessu fjölþætta verkefni. Eftir að grunnskólinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga hefur hlutverk hans breyst allmikið og það gefur auga leið að í þeim breytingum á kennarinn að gegna lykilhlutverki. Hins vegar hefur það gerst á undanförnum árum að sveitarfélögin eru sífellt að móta nýja stefnu og ákveða á hvaða mið skuli róið, að því er virðist til þess eins að sýna hvar valdið liggur. Þetta má sjá allt frá kjarasamningi 2001 þar sem miðstýring var aukin og síðan þá hafa kennarar haft æ minna að segja um faglega þætti vinnu sinnar. Þegar svo er komið er hætta á ferðum. Kennarar annað hvort gefast upp fyrir ofurvaldinu og hverfa til annarra starfa eða þeir missa löngun til að berjast með faglegum vopnum fyrir framtíðarheill þjóðarinnar. Þeir gerast þá einfaldlega daglaunamenn sem mæta í vinnuna og að loknum starfsdegi fara þeir heim og mæta aftur næsta dag. Þetta gengur ekki upp í kennslu; þar er ekki í boði að taka bara einn dag í einu. Kennarar eru venjulega með hugann við verkefni næsta dags og fá oftar en ekki bestu hugmyndirnar utan vinnutíma. Þannig er fagmennsku kennara stefnt í hættu með bindingu vinnutíma og miðstýrðu kerfi sem stöðugt er verið að breyta. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við. Í þessu sambandi er við hæfi að vitna í Pál Skúlason heimspeking, sem segir í Pælingum sínum: „Stefnulaus stjórn á sér einungis eitt markmið: eflingu valdsins til að stjórna. Þess vegna dregur stefnulaus stjórn að sér allt vald eins og hún frekast getur. Hún þolir ekki valddreifingu. Hún hefur því í för með sér stöðuga og ómarkvissa miðstýringu.“ Það virðist alltaf vera hægt að fletta upp í ritum Páls þegar hugsunina vantar orð.Höfundur er grunnskólakennari.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun