Ömurleg aðkoma þegar 12 þúsund kjúklingar brunnu inni Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2018 14:10 Slökkvistarf gekk ágætlega en eldur kom upp í kjúklingabúinu á Oddsmýri í gær. Björn bóndi var á sjúkrahúsi í nótt vegna reykeitrunar. „Þetta var alveg ömurlegt,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd. Í gær kom upp eldur í einu kjúklingahúsa hans og brunnu þar inni eða drápust úr reykeitrun 12 þúsund kjúklingar. Greint var frá á RÚV í gær. Björn segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið grátlegt. Hann var nýbúinn að taka á móti kjúklingaungum sem hann fær jafnan frá útungunarstöð á Hellu. Kjúklingarnir voru nýkomnir í húsið þegar upp kom eldur. Talið er að hann eigi upptök sín í hitablásara í húsinu.Glænýir kjúklingar„Kjúklingarnir voru bara glænýir og flottir,“ segir Björn og að grátlegt hafi verið að horfa uppá þetta. „Maður gat ekkert gert. Ég reyndi að fara þarna inn og slökkva en það gekk ekki neitt. Það var svo mikill reykur.“Björn kjúklingabóndi reyndi að ráða niðurlögum eldsins en ekki var við neitt ráðið vegna reyks.Björn kjúklingabóndi er nýútskrifaður af sjúkrahúsi þar sem hann dvaldi í nótt vegna reykeitrunar. Hann er allur að koma til. Í dag verður tjónið metið og allar aðstæður. Björn útskýrir að hann sé bússtjóri á staðnum, Reykjagarður á búnaðinn og fuglana. Svo er annar aðili sem á húsin. „Ég titla mig kjúklingabónda og sé um þetta eldi fyrir Reykjagarð, sem til dæmis selur undir vörumerkjum Holta. Sláturfélag Suðurlands á svo Reykjagarð.“Áhyggjur af því að vatnið á slökkvibílunum dygði ekkiStarfsemin fer fram í fimm húsum sem eru á staðnum. Að jafnaði eru um 55 þúsund kjúklingar á staðnum. Kjúklingana hefur Björn í um fimm vikur áður en þeir eru sendir aftur til Hellu í slátrun. Björn segir að svo hafi viljað til að hann hafi verið með mann á staðnum í snjómokstri sem er í slökkviliðinu á Akranesi. Sem var lán í óláni, hann gat hringt beint inn og gefið góða lýsingu á öllum aðstæðum. Björn segir jafnframt að hann hafi heyrt af áhyggjum slökkviliðsmannanna, að það vatnið myndi klárast af tönkunum en það er ekki svo í dreifbýlinu að brunahanar séu á hverju strái. „Við svona aðstæður þarf að vera með stærri bíla,“ segir Björn. Þó vel hafi tekist til við slökkvistarf var það ekki síst því að þakka að slökkviliðsmennirnir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu.Áfallið á eftir að koma framBjörn segir þetta vissulega hafa verið áfall, en áhrif þess séu kannski ekki komin fram hvað sig varði, að fullu. „Þetta er að sunkast inn. Mjög skrítið að lenda í þessu.“ Björn, sem er ungur maður, hann verður þrítugur á þessu ári, hefur verið kjúklingabóndi í fjögur ár. Tilviljun réði því að hann lagði kjúklingaræktina fyrir sig. Hann hafði haft áhuga á bústörfum og átti fáeinar kindur sem hann var með sem hobbí-búskap, en hann vissi ekkert um kjúklingabúskap. Björn heyrði svo af þessari stöðu árið 2014. „Þá fór ég og kynnti mér þetta, leist mjög vel á og fór til Edinborgar í Skotlandi til að læra þetta. Kom mér á óvart hversu skemmtilegt þetta hefur reynst,“ segir Björn sem nú upplifir erfiða daga á Oddsmýri. Dýr Landbúnaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Þetta var alveg ömurlegt,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd. Í gær kom upp eldur í einu kjúklingahúsa hans og brunnu þar inni eða drápust úr reykeitrun 12 þúsund kjúklingar. Greint var frá á RÚV í gær. Björn segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið grátlegt. Hann var nýbúinn að taka á móti kjúklingaungum sem hann fær jafnan frá útungunarstöð á Hellu. Kjúklingarnir voru nýkomnir í húsið þegar upp kom eldur. Talið er að hann eigi upptök sín í hitablásara í húsinu.Glænýir kjúklingar„Kjúklingarnir voru bara glænýir og flottir,“ segir Björn og að grátlegt hafi verið að horfa uppá þetta. „Maður gat ekkert gert. Ég reyndi að fara þarna inn og slökkva en það gekk ekki neitt. Það var svo mikill reykur.“Björn kjúklingabóndi reyndi að ráða niðurlögum eldsins en ekki var við neitt ráðið vegna reyks.Björn kjúklingabóndi er nýútskrifaður af sjúkrahúsi þar sem hann dvaldi í nótt vegna reykeitrunar. Hann er allur að koma til. Í dag verður tjónið metið og allar aðstæður. Björn útskýrir að hann sé bússtjóri á staðnum, Reykjagarður á búnaðinn og fuglana. Svo er annar aðili sem á húsin. „Ég titla mig kjúklingabónda og sé um þetta eldi fyrir Reykjagarð, sem til dæmis selur undir vörumerkjum Holta. Sláturfélag Suðurlands á svo Reykjagarð.“Áhyggjur af því að vatnið á slökkvibílunum dygði ekkiStarfsemin fer fram í fimm húsum sem eru á staðnum. Að jafnaði eru um 55 þúsund kjúklingar á staðnum. Kjúklingana hefur Björn í um fimm vikur áður en þeir eru sendir aftur til Hellu í slátrun. Björn segir að svo hafi viljað til að hann hafi verið með mann á staðnum í snjómokstri sem er í slökkviliðinu á Akranesi. Sem var lán í óláni, hann gat hringt beint inn og gefið góða lýsingu á öllum aðstæðum. Björn segir jafnframt að hann hafi heyrt af áhyggjum slökkviliðsmannanna, að það vatnið myndi klárast af tönkunum en það er ekki svo í dreifbýlinu að brunahanar séu á hverju strái. „Við svona aðstæður þarf að vera með stærri bíla,“ segir Björn. Þó vel hafi tekist til við slökkvistarf var það ekki síst því að þakka að slökkviliðsmennirnir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu.Áfallið á eftir að koma framBjörn segir þetta vissulega hafa verið áfall, en áhrif þess séu kannski ekki komin fram hvað sig varði, að fullu. „Þetta er að sunkast inn. Mjög skrítið að lenda í þessu.“ Björn, sem er ungur maður, hann verður þrítugur á þessu ári, hefur verið kjúklingabóndi í fjögur ár. Tilviljun réði því að hann lagði kjúklingaræktina fyrir sig. Hann hafði haft áhuga á bústörfum og átti fáeinar kindur sem hann var með sem hobbí-búskap, en hann vissi ekkert um kjúklingabúskap. Björn heyrði svo af þessari stöðu árið 2014. „Þá fór ég og kynnti mér þetta, leist mjög vel á og fór til Edinborgar í Skotlandi til að læra þetta. Kom mér á óvart hversu skemmtilegt þetta hefur reynst,“ segir Björn sem nú upplifir erfiða daga á Oddsmýri.
Dýr Landbúnaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira