Ömurleg aðkoma þegar 12 þúsund kjúklingar brunnu inni Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2018 14:10 Slökkvistarf gekk ágætlega en eldur kom upp í kjúklingabúinu á Oddsmýri í gær. Björn bóndi var á sjúkrahúsi í nótt vegna reykeitrunar. „Þetta var alveg ömurlegt,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd. Í gær kom upp eldur í einu kjúklingahúsa hans og brunnu þar inni eða drápust úr reykeitrun 12 þúsund kjúklingar. Greint var frá á RÚV í gær. Björn segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið grátlegt. Hann var nýbúinn að taka á móti kjúklingaungum sem hann fær jafnan frá útungunarstöð á Hellu. Kjúklingarnir voru nýkomnir í húsið þegar upp kom eldur. Talið er að hann eigi upptök sín í hitablásara í húsinu.Glænýir kjúklingar„Kjúklingarnir voru bara glænýir og flottir,“ segir Björn og að grátlegt hafi verið að horfa uppá þetta. „Maður gat ekkert gert. Ég reyndi að fara þarna inn og slökkva en það gekk ekki neitt. Það var svo mikill reykur.“Björn kjúklingabóndi reyndi að ráða niðurlögum eldsins en ekki var við neitt ráðið vegna reyks.Björn kjúklingabóndi er nýútskrifaður af sjúkrahúsi þar sem hann dvaldi í nótt vegna reykeitrunar. Hann er allur að koma til. Í dag verður tjónið metið og allar aðstæður. Björn útskýrir að hann sé bússtjóri á staðnum, Reykjagarður á búnaðinn og fuglana. Svo er annar aðili sem á húsin. „Ég titla mig kjúklingabónda og sé um þetta eldi fyrir Reykjagarð, sem til dæmis selur undir vörumerkjum Holta. Sláturfélag Suðurlands á svo Reykjagarð.“Áhyggjur af því að vatnið á slökkvibílunum dygði ekkiStarfsemin fer fram í fimm húsum sem eru á staðnum. Að jafnaði eru um 55 þúsund kjúklingar á staðnum. Kjúklingana hefur Björn í um fimm vikur áður en þeir eru sendir aftur til Hellu í slátrun. Björn segir að svo hafi viljað til að hann hafi verið með mann á staðnum í snjómokstri sem er í slökkviliðinu á Akranesi. Sem var lán í óláni, hann gat hringt beint inn og gefið góða lýsingu á öllum aðstæðum. Björn segir jafnframt að hann hafi heyrt af áhyggjum slökkviliðsmannanna, að það vatnið myndi klárast af tönkunum en það er ekki svo í dreifbýlinu að brunahanar séu á hverju strái. „Við svona aðstæður þarf að vera með stærri bíla,“ segir Björn. Þó vel hafi tekist til við slökkvistarf var það ekki síst því að þakka að slökkviliðsmennirnir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu.Áfallið á eftir að koma framBjörn segir þetta vissulega hafa verið áfall, en áhrif þess séu kannski ekki komin fram hvað sig varði, að fullu. „Þetta er að sunkast inn. Mjög skrítið að lenda í þessu.“ Björn, sem er ungur maður, hann verður þrítugur á þessu ári, hefur verið kjúklingabóndi í fjögur ár. Tilviljun réði því að hann lagði kjúklingaræktina fyrir sig. Hann hafði haft áhuga á bústörfum og átti fáeinar kindur sem hann var með sem hobbí-búskap, en hann vissi ekkert um kjúklingabúskap. Björn heyrði svo af þessari stöðu árið 2014. „Þá fór ég og kynnti mér þetta, leist mjög vel á og fór til Edinborgar í Skotlandi til að læra þetta. Kom mér á óvart hversu skemmtilegt þetta hefur reynst,“ segir Björn sem nú upplifir erfiða daga á Oddsmýri. Dýr Landbúnaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Sjá meira
„Þetta var alveg ömurlegt,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd. Í gær kom upp eldur í einu kjúklingahúsa hans og brunnu þar inni eða drápust úr reykeitrun 12 þúsund kjúklingar. Greint var frá á RÚV í gær. Björn segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið grátlegt. Hann var nýbúinn að taka á móti kjúklingaungum sem hann fær jafnan frá útungunarstöð á Hellu. Kjúklingarnir voru nýkomnir í húsið þegar upp kom eldur. Talið er að hann eigi upptök sín í hitablásara í húsinu.Glænýir kjúklingar„Kjúklingarnir voru bara glænýir og flottir,“ segir Björn og að grátlegt hafi verið að horfa uppá þetta. „Maður gat ekkert gert. Ég reyndi að fara þarna inn og slökkva en það gekk ekki neitt. Það var svo mikill reykur.“Björn kjúklingabóndi reyndi að ráða niðurlögum eldsins en ekki var við neitt ráðið vegna reyks.Björn kjúklingabóndi er nýútskrifaður af sjúkrahúsi þar sem hann dvaldi í nótt vegna reykeitrunar. Hann er allur að koma til. Í dag verður tjónið metið og allar aðstæður. Björn útskýrir að hann sé bússtjóri á staðnum, Reykjagarður á búnaðinn og fuglana. Svo er annar aðili sem á húsin. „Ég titla mig kjúklingabónda og sé um þetta eldi fyrir Reykjagarð, sem til dæmis selur undir vörumerkjum Holta. Sláturfélag Suðurlands á svo Reykjagarð.“Áhyggjur af því að vatnið á slökkvibílunum dygði ekkiStarfsemin fer fram í fimm húsum sem eru á staðnum. Að jafnaði eru um 55 þúsund kjúklingar á staðnum. Kjúklingana hefur Björn í um fimm vikur áður en þeir eru sendir aftur til Hellu í slátrun. Björn segir að svo hafi viljað til að hann hafi verið með mann á staðnum í snjómokstri sem er í slökkviliðinu á Akranesi. Sem var lán í óláni, hann gat hringt beint inn og gefið góða lýsingu á öllum aðstæðum. Björn segir jafnframt að hann hafi heyrt af áhyggjum slökkviliðsmannanna, að það vatnið myndi klárast af tönkunum en það er ekki svo í dreifbýlinu að brunahanar séu á hverju strái. „Við svona aðstæður þarf að vera með stærri bíla,“ segir Björn. Þó vel hafi tekist til við slökkvistarf var það ekki síst því að þakka að slökkviliðsmennirnir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu.Áfallið á eftir að koma framBjörn segir þetta vissulega hafa verið áfall, en áhrif þess séu kannski ekki komin fram hvað sig varði, að fullu. „Þetta er að sunkast inn. Mjög skrítið að lenda í þessu.“ Björn, sem er ungur maður, hann verður þrítugur á þessu ári, hefur verið kjúklingabóndi í fjögur ár. Tilviljun réði því að hann lagði kjúklingaræktina fyrir sig. Hann hafði haft áhuga á bústörfum og átti fáeinar kindur sem hann var með sem hobbí-búskap, en hann vissi ekkert um kjúklingabúskap. Björn heyrði svo af þessari stöðu árið 2014. „Þá fór ég og kynnti mér þetta, leist mjög vel á og fór til Edinborgar í Skotlandi til að læra þetta. Kom mér á óvart hversu skemmtilegt þetta hefur reynst,“ segir Björn sem nú upplifir erfiða daga á Oddsmýri.
Dýr Landbúnaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent