Opið bréf til Skúla Helgasonar Hjördís Albertsdóttir skrifar 18. janúar 2018 08:15 Ég sat í biðsal flugvallarins á Akureyri þegar ég heyrði viðtal við þig. Ég varð spennt að heyra hvað þú hefðir að segja þar sem þú varðst annar sveitastjórnarmaðurinn til að tjá þig um málefni okkar kennara fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sá fyrsti sem það gerði vill að laun karla í kennslu verði hækkuð en ekki kvenna. Nú ert þú yfirmaður þessara mála hjá stærsta sveitarfélagi landsins. Svar þitt olli mér vonbrigðum ef ég á að vera alveg hreinskilin. Þú lést nægja að segja að grunnskólastigið væri vel fjármagnað. Við skulum ekki gleyma því að fyrir rúmu ári síðan stóðum við kennarar í kjarabaráttu sem var frestað tímabundið til að gefa ykkur og forystufólki okkar tækifæri til að ná saman. Nú erum við enn samningslaus og ekkert sem bendir til að það breytist baráttulaust. Það er frekar kuldalegt innlegg að draga fram útjaskaðan spuna um að grunnskólar á Íslandi séu vel fjármagnaðir. Það er heldur ekki mjög heiðarlegt í þessu samhengi. Það er ekkert launungarmál að laun grunnskólakennara á Íslandi eru lág. Fram á það hefur ítrekað verið sýnt í alþjóðlegum samanburði. Skólakerfið hér er dýrt (þó ekkert óeðlilega dýrt) m.a. vegna þess að við búum í dreifbýlu landi og miklar fjárfestingar liggja í húsnæði. Einhver kostnaður liggur líka í háum meðalaldri kennara, miklu álagi og alvarlegum veikindum. Allt þetta eru þó afleiðingar af alvarlegri vanrækslu sveitarfélaganna á grunnskólamálum. Að hluta skýrist sú vanræksla af efnahagshruninu en alls ekki eingöngu. Þú, Skúli Helgason, eins og annað forystufólk sveitarfélaga þarft að svara því undanbragðalaust hvort og þá hvernig þið ætlið að standa að launaleiðréttingu til okkar kennara. Þið eruð nefnilega fólkið sem staðið hefur í vegi fyrir því hingað til og það er nú einu sinni svo að samninganefnd sveitarfélaga hefur umboð sitt frá ykkur. Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja meðal kennara. Kjör okkar eru óboðleg og tímabært að klára málin. Við munum ekki sitja samningslaus og aðgerðalaus fram að kosningum. Ég bara trúi því ekki og held að þú ættir ekki að gera það heldur. Þess vegna spyr ég: Skúli Helgason, munt þú beita þér fyrir kjarabótum grunnskólakennara? Ef svarið er já bendi ég þér góðfúslega á að kjarasamningar okkar eru lausir og þú hefur tækifæri til að sýna það í verki fyrir kosningar. Þú baðst um að vera dæmdur af verkum þínum fyrir þessar kosningar. Gott og vel. Þá bendi ég þér á að verkunum er ekki lokið.Með bestu kveðju,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég sat í biðsal flugvallarins á Akureyri þegar ég heyrði viðtal við þig. Ég varð spennt að heyra hvað þú hefðir að segja þar sem þú varðst annar sveitastjórnarmaðurinn til að tjá þig um málefni okkar kennara fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sá fyrsti sem það gerði vill að laun karla í kennslu verði hækkuð en ekki kvenna. Nú ert þú yfirmaður þessara mála hjá stærsta sveitarfélagi landsins. Svar þitt olli mér vonbrigðum ef ég á að vera alveg hreinskilin. Þú lést nægja að segja að grunnskólastigið væri vel fjármagnað. Við skulum ekki gleyma því að fyrir rúmu ári síðan stóðum við kennarar í kjarabaráttu sem var frestað tímabundið til að gefa ykkur og forystufólki okkar tækifæri til að ná saman. Nú erum við enn samningslaus og ekkert sem bendir til að það breytist baráttulaust. Það er frekar kuldalegt innlegg að draga fram útjaskaðan spuna um að grunnskólar á Íslandi séu vel fjármagnaðir. Það er heldur ekki mjög heiðarlegt í þessu samhengi. Það er ekkert launungarmál að laun grunnskólakennara á Íslandi eru lág. Fram á það hefur ítrekað verið sýnt í alþjóðlegum samanburði. Skólakerfið hér er dýrt (þó ekkert óeðlilega dýrt) m.a. vegna þess að við búum í dreifbýlu landi og miklar fjárfestingar liggja í húsnæði. Einhver kostnaður liggur líka í háum meðalaldri kennara, miklu álagi og alvarlegum veikindum. Allt þetta eru þó afleiðingar af alvarlegri vanrækslu sveitarfélaganna á grunnskólamálum. Að hluta skýrist sú vanræksla af efnahagshruninu en alls ekki eingöngu. Þú, Skúli Helgason, eins og annað forystufólk sveitarfélaga þarft að svara því undanbragðalaust hvort og þá hvernig þið ætlið að standa að launaleiðréttingu til okkar kennara. Þið eruð nefnilega fólkið sem staðið hefur í vegi fyrir því hingað til og það er nú einu sinni svo að samninganefnd sveitarfélaga hefur umboð sitt frá ykkur. Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja meðal kennara. Kjör okkar eru óboðleg og tímabært að klára málin. Við munum ekki sitja samningslaus og aðgerðalaus fram að kosningum. Ég bara trúi því ekki og held að þú ættir ekki að gera það heldur. Þess vegna spyr ég: Skúli Helgason, munt þú beita þér fyrir kjarabótum grunnskólakennara? Ef svarið er já bendi ég þér góðfúslega á að kjarasamningar okkar eru lausir og þú hefur tækifæri til að sýna það í verki fyrir kosningar. Þú baðst um að vera dæmdur af verkum þínum fyrir þessar kosningar. Gott og vel. Þá bendi ég þér á að verkunum er ekki lokið.Með bestu kveðju,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar