Áhrifavaldar María Bjarnadóttir skrifar 19. janúar 2018 07:00 Börn og ungt fólk eru miklir notendur samfélagsmiðla. Ekki síst á Íslandi sem nýverið var talið upplýsingatæknivænsta land í heimi. Auðvitað. Notkun unglingsstúlkna á samfélagsmiðlum getur ýtt undir þunglyndi og kvíða samkvæmt rannsóknum. Allir sem einhvern tíma hafa verið unglingsstúlka vita að það er flókið ferli, en samfélagsmiðlar fela í sér enn eitt tækið til þess að höggva í brotakennt sjálfstraust og sjálfsmynd í mótun. Vandinn er ekki samfélagsmiðlarnir sem slíkir. Vandinn er efnið sem þeim birtist á samfélagsmiðlum. Efni sem er ekki síst framleitt af áhrifavöldum, fólki sem veitir aðgang að einkalífi sínu, áhugamálum og misdjúpri sérfræðiþekkingu. Margir eiga þeir það sameiginlegt að vera gjörsamlega helteknir af útliti sínu og ímynd. Þessi endalausa innsýn í einkalíf er líklega hluti af dægurmenningu sem markast af áralöngu áhorfi á framleitt raunveruleikasjónvarp og því að fylgjast með YouTube-stjörnum sem sumar hafa öðlast heimsfrægð með því að spila tölvuleik í kjallaranum hjá mömmu sinni, eða mála sig í herberginu sínu. Framleiddur hversdagsleiki annars fólks í beinni útsendingu er þó oft frekar viðstöðulaus bein markaðssetningarherferð þar sem stjörnurnar hafa þróað vörur til að selja, eða fá greitt fyrir að koma á framfæri. Fylgjendurnir eru markhópurinn. Efnið er vara. Það eru fjárhagslegir hagsmunir fyrir marga fólgnir í því að veikja sjálfstraust unglingsstúlkna með því að halda á lofti óraunhæfum kröfum um útlit og lífsstíl og selja þeim um leið lausnina við tilbúna vandanum. Eða í það minnsta redda afsláttarkóða á varaífyllingar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun
Börn og ungt fólk eru miklir notendur samfélagsmiðla. Ekki síst á Íslandi sem nýverið var talið upplýsingatæknivænsta land í heimi. Auðvitað. Notkun unglingsstúlkna á samfélagsmiðlum getur ýtt undir þunglyndi og kvíða samkvæmt rannsóknum. Allir sem einhvern tíma hafa verið unglingsstúlka vita að það er flókið ferli, en samfélagsmiðlar fela í sér enn eitt tækið til þess að höggva í brotakennt sjálfstraust og sjálfsmynd í mótun. Vandinn er ekki samfélagsmiðlarnir sem slíkir. Vandinn er efnið sem þeim birtist á samfélagsmiðlum. Efni sem er ekki síst framleitt af áhrifavöldum, fólki sem veitir aðgang að einkalífi sínu, áhugamálum og misdjúpri sérfræðiþekkingu. Margir eiga þeir það sameiginlegt að vera gjörsamlega helteknir af útliti sínu og ímynd. Þessi endalausa innsýn í einkalíf er líklega hluti af dægurmenningu sem markast af áralöngu áhorfi á framleitt raunveruleikasjónvarp og því að fylgjast með YouTube-stjörnum sem sumar hafa öðlast heimsfrægð með því að spila tölvuleik í kjallaranum hjá mömmu sinni, eða mála sig í herberginu sínu. Framleiddur hversdagsleiki annars fólks í beinni útsendingu er þó oft frekar viðstöðulaus bein markaðssetningarherferð þar sem stjörnurnar hafa þróað vörur til að selja, eða fá greitt fyrir að koma á framfæri. Fylgjendurnir eru markhópurinn. Efnið er vara. Það eru fjárhagslegir hagsmunir fyrir marga fólgnir í því að veikja sjálfstraust unglingsstúlkna með því að halda á lofti óraunhæfum kröfum um útlit og lífsstíl og selja þeim um leið lausnina við tilbúna vandanum. Eða í það minnsta redda afsláttarkóða á varaífyllingar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun